Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 45
fótfestuna. „Jæja, hann vissi allt
um pólhraöferöina.”
„Svo að þiö ræöið málin? ”
„Ekki alvarlega. Ég á við, ekki
það sem skiptir máli.” Hún var
tekin að játa það sem hún ekki
vildi.
Phillpotts horfði á hana í
gegnum gleraugun með áhyggju-
svip fjölskyldulæknis sem er að
því kominn að kveða upp úr með
óþægilega sjúkdómsgreiningu.
„Sandra. Vertu svo væn aö
hugsa þig vandlega um áður en þú
svarar þessari spurningu. Hefur
Erich einhvern tíma spurt þig um
hernaðaráætlanir NATO?”
Hún sat og þagði. Það sem hún
var hræddust við var að þeir kynnu
að yfirheyra Erich. Ef hún kæmi
honum í eitthvert klandur yröi
hann æfur af reiði. Hann gæti jafn-
vel farið frá henni. Hún var búin
að sannfæra sjálfa sig um aö líf
hennar var því háð að vera trú
þörfum hans. En Phillpotts myndi
aldrei skilja þaö. Andartakiö var
runnið upp og hún varð að leika.
„Nei,” sagði hún, röddin var
ekki fyllilega laus við skjálfta.
„Hann spurði einu sinni en ég
sagði honum ekkert. Þetta er
hvort eð er mestallt kínverska
fyrirmér.”
„Spurði þig um hvað?” Hann
gerði sér grein fyrir að hreinskilni
hennar var hrein lygi. Hún gæti
ekki verið hæfur einkaritari fyrir
Anderson hershöfðingja ef hún
skildi ekki hernaðarmál.
Hún hikaöi aftur, leið ónotalega
undir rannsakandi augnaráði
hans og hann sá ótta hennar. Það
var mjög hættulegt að leggja
henni orð í munn. Ef hann kæmi
með ranga uppástungu gripi hún
hana á lofti og færði sér hana í nyt.
Hann tók áhættu, byggða á frétta-
flutningi Aktuelle Nachrichten.
„Hann hefur verið að skrifa um
kreppuna á Svalbarða upp á síð-
kastið, er ekki svo?”
Hún kinkaði kolli, treysti sér
ekki tilaðsvara.
„í síðasta sinn, hefurðu sagt
Erich eitthvað um það sem við
hyggjumst fyrir á Svalbaröa?”
„Nei. Hvernig gæti ég það? Það
fer ekki í gegn hjá okkur. Ég sagði
þér að Erich veit miklu meira um
Svalbaröa en ég.” Hún leyfði
reiðilestri sínum aö aukast. „Af
hverju staglastu á þessu? Geturðu
ekki séð að það eina sem ég vil er
að gifta mig og komast burt
héðan!” Hún fór að gráta. Hún
hafði loksins sagt sannleikann í
hnotskurn og henni sveiö meira
undan honum en sannleikanum
sem hann vildi fá að vita.
„Svona, ljúfan mín.” Hann dró
snyrtilega samanbrotinn hvítan
vasaklút upp úr brjóstvasa sínum
og rétti henni. „Ég ætlaði ekki að
koma þér í uppnám.” Hann beið
meðan hún þurrkaði augun, stóð
svo kurteislega á fætur, aftur orð-
inn gamaldags herramaður. „Mér
þykir fyrir því að hafa þurft að
spyrja svona margra spurninga.
Þú verður hérna á morgun, er þaö
ekki? Gott. Bara ef það skyldi
vera eitthvaðannaö.”
Hann leyfði henni að melta
möguleikann og vísaði henni
flýtislaust fram. Hann vildi aö hún
svæfi á hugmyndinni, svæfi helst
ein. Hún laug eins og hún var löng
til. Þaö var greinilegt. Vandinn
var að hann vissi jafnvel minna
um ráðageröir NATO á Svalbarða
enhún.
Fjörutíu mínútum síðar var
Phillpotts aö ljúka stirðum sam-
ræðum við Curtis fylkisforingja,
starfsmannastjórann, sem hafði
verið ákaflega tregur til aö trúa að
indæl stúlka eins og Sandra gæti
mögulega verið í tygjum við
hugsanlegan austur-þýskan njósn-
ara. Innst inni var Curtis ná-
kvæmlega sá væni, svolítið gamal-
dags herramaður úr hernum sem
Phillpotts lést bara vera. Ef ekki
hefði staðið svona illa á hefði
Phillpotts skemmt sér svolítið yfir
þessum hlutverkaskiptum, en
þetta var ekki stund til aö hlæja.
„Hún hraðlýgur, fylkisforingi,”
lauk hann máli sínu frekjulega.
„Og ég er andskoti viss um að hún
hefur sagt kærastanum eitthvað í
sambandi við Svalbaröa. Hvað
getur þaöverið?”
Hann sá óttann við öryggisleka
skráðan skýrum stöfum í svip
Curtis fylkisforingja.
„I almáttugs bænum, maöur. Ef
þú treystir mér ekki, hverjum ætl-
arðu þá að treysta?”
„Það eru til ákaflega leynilegar
ensk-amerískar ráðagerðir sem
viö Anderson hershöfðingi vitum
fátt um. Það er engin þörf á að viö
vitum slíkt.”
„Hefur hún aögang að þeim? ”
Curtist barðist við að muna, svo
hvítnaði andlit hans undir frekn-
unum. Hann mundi eftir fyrri
viku þegar hershöfðinginn kallaði
á hana inn og hún hafði beöið
þolinmóö við dyrnar á meðan þeir
luku samtali sínu. Orö Andersons
gátu verið ákaflega þýðingarmikil
ef þau voru sett í samband við þaö
sem hann hafði farið fram á viö
NATO-ríkin til að svara hugsan-
legum hefndaraðgerðum Sovét-
manna.
„Hún gæti vitað að takmörkuð
hernaðaraðgerö er yfirvofandi,”
sagði hann þunglega. „Ég ímynda
mér að Sovétmenn viti að lokun á
sjó sé hugsanleg. Flestar aögerðir
NATO hafa veiið ætlaðar þeim að
meötaka.” Hann útskýröi í stuttu
máli það sem Sandra hafði heyrt.
„Og hernaðaraðgerðirnar?”
„Eru leynilegar og þegar
hafnar.” Curtis bætti nærri því við
að hann heföi talið þær mjög
hættulegar þegar frá upphafi.
„Þá getum við ekki beðið til
morguns.” Phillpotts var hressi-
lega blátt áfram, eins og væri
allt þegar komið á hreint. „Eg
þarf að brjóta hana niður í dag.
Siðdegis. Gefa henni fáeina
klukkutíma til að velta fyrir sér
samræðunum í morgun. ”
„Talarhún?”
,,Á heilmiklum hraða. Þegar
hún kemst að því aö kærastinn
hefur líka veriö aö sofa hjá Júlíu.”
„Þér er ekki alvara. Litla
tæfan!” Curtis hristi höfuöiö.
„Drottinn minn, þetta kvenfólk.”
„Hún er að minnsta kosti trygg
tæfa.” Þaö var ein allsráðandi sið-
ferðiskenning í heimi Phillpotts:
Trygglyndi afsakaði flest. „Það
var Júlía sem gaf okkur ábend-
ingu um aö Erich væri kannski
slæmur náungi. Þú gætir oröið að
þakka henni ýmislegt. Sannleikur-
inn veröur kvalafullur en hann
ætti aö koma Söndru til að játa.
Hún er nógu afbrýðisöm viö Júlíu
fyrir.”
„Þetta er frekar kvikindisleg
aðferð, ekki satt?” Curtis var
alvarlega brugðið.
„Það fer eftir því hvaö þú telur
hafa forgang, fylkisforingi. Eru
blekkingar einnar svikullar stúlku
virði hermannslífs?”
„Nei.” Curtis kyngdi óöruggur.
Merking alls þessa var að renna
hratt upp fyrir honum og hún var
skelfileg. „Nei, tvímælalaust ekki.
Guð minn góður. Hershöfðinginn
verður viti sínu fjær. Af hverju í
andskotanum þarf það að vera
Breti sem s víkur okkur ? ’ ’
Phillpotts leit kuldalega á hann.
„Vegna þess að meirihluti einka-
ritara ykkar er breskur. Ef NATO
greiddi laun eftir amerískum töxt-
um hefði það auðveldlega getað
verið Bandaríkjamaður.” Hann
brosti í fyrsta sinn. „Kynlíf er orö-
ið áberandi alþjóðlegt upp á síð-
kastið. Hvaöhershöfðingjann þinn
varðar ætti hann aö vita betur en
að tala af sér fyrir framan starfs-
liðið.”
MYDLAND HORFÐI hvekktur á
víkina, tók eftir röndum þar sem
snjórinn var bráönaður og ísinn
var annaðhvort horfinn eöa hættu-
lega þunnur. Van Mijenfjörður
var yfirleitt frosinn langt fram í
júní því að mynni hans var að
mestu varið hlýjum hafstraumum
vegna langrar eyju. Hann hafði
vonað að víkin væri enn lögö, jafn-
vel þó að hún væri nálægt út-
hafinu.
„Getum við hætt á það?” spuröi
Peterson, hallaði sér fram á skíða-
stafina. Feröin haföi gengið vel
hingað til, runnið áfram, og eölis-
hvöt hans sagði honum að hraða
sér, velja þær birgðir sem þeir
þurftu úr geymslunni og koma sér
upp í öryggi fjallanna. „Ég vil
hraða þessari ferö. Við missum
andskoti mikinn tíma ef viö förum
ekki yfir á skíðum.”
Víkin, sem virtist svo sakleysis-
leg á kortinu, var við enda á jökul-
dal og fjörur hennar voru steinum
stráðir jökulruðningar. Kílómetra
breiðir jökulruðningarnir beggja
vegna yrðu erfiðir yfirferðar en
fljótfarnir miöað við aö fara yfir
jökulinn.
„Ég held aö þaö sé of hættu-
legt.” Mydland hristi höfuðið. „Eg
legg til að viö klifrum eftir fjalls-
hlíðinni meðfram jöklinum og för-
umyfir hátt uppi.”
Hópurinn leit allur inn til lands.
Jökulsporöurinn var rúma fimm
kílómetra frá þeim, rétt sýnilegur
fyrir neðan skýin. Jafnvel úr þess-
ari fjarlægð sáu þeir að hann var
skörðóttur veggur veltandi
ísklumpa. Fjöllin umhverfis hann
risu eins og borgvirki upp í skýin.
„Hvílík andstyggð!” sagði
Smith. „Hvílík andskotans and-
styggð!”
„Þú viröist ætla aö fá fjallaferð-
ina sem þú vildir fyrr,” sagöi
Peterson þungur á brún. Vegna
þess hve jöklarnir voru margir á
Svalbarða haföi hann veriö að
rifja það efni upp. Svona hafði
mestöll Evrópa og Norður-Amer-
íka veriö á ísöld. Skriðjökullinn
andspænis þeim lá í fjalladal eins
og snjófljót, samanþjappað í lag-
skiptan ís og fór 11/2 til 2 fet á
hverjum sólarhring, klofnaöi í
svikular sprungur, skóf yfirborðið
og flutti með sér ruðninginn. Þaö
var nokkurn veginn ógerlegt að
finna leið um Svalbarða án þess að
rekast á nokkra jökla. „Jæja,”
sagði hann fastmæltur, „við skul-
um bara koma þessu vandamáli
fyrir kattarnef. Viö ættum víst að
binda okkur saman fyiir klifrið.”
Hann sneri sér að Millar. „Er þér
24. tbl. Vikan 45