Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 46
1S Framhaldssaga
sama þó þú farir fyrstur, liö-
þjálfi?”
„Hvenær sem er, herra.” Glaö-
lyndi sinabera flokksforingjans
sveik hann aldrei.
Þeir lögöu af staö, mjökuðust
upp og eftir snarbrattri hlíðinni
með sársaukafullum hægagangi á
snjóþrúgum og héldu á skíöunum.
Fjallshlíðin var aö minnsta kosti
betri en jökulruöningarnir. Þegar
hæðarmælir Petersons var viö 240
fet komu þeir upp í ský, klifruöu
upp í þokukennda hvíta auönina,
sáu naumast 50 metra fram fyrir
sig. Mydland taldist svo til aö þeir
gætu fariö yfir jökulinn í 500 feta
hæö eöa svo, en 6 kílómetra löng
leiðin tók þá þrjá tíma. Þeir voru
rétt komnir þangaö og fundu sér
til léttis aðeins mjóa sprungu milli
jökulsins og fjallshlíðarinnar
þegar fjarlægur hávaði kom
Peterson til að blása merki um aö
nema staðar.
Einhvers staðar úr augsýn var
þyrla á flugi. Hljóðiö var kæft af
snjónum. Peterson stóö grafkyrr,
lagði við hlustir. Andskotinn, hann
heyrði í tveimur. Meö vissu.
„Hvað helduröu um þetta?”
spuröi hann Mydland hljóðlega.
„Ef til vill veldur þetta veður
því aö þeir geta ekki farið beina
leiö til Svea og fljúga þess vegna
eftir firöinum.” Norðmaðurinn
hikaði. „Ef ég má koma meöi
uppástungu, ofursti, gæti veriö
skynsamlegt að ég færi á undan og
litaðist um þegar viö nálgumst
kofa veiöimannanna. Landa-
mæralögreglan haföi þar aðsetur
um tíma.”
„Menn þínir sögðu mér aö þaö
hefði verið fyrir þremur mánuð-
um.” Það gat þó ómögulega
hugsast að þeir hefðu legið á
upplýsingum!
„Það er rétt. Ég mæli bara með
skynsamlegri varkárni.”
Þeim gekk vel yfir jökulinn,
skíðuðu í einfaldri röð. Það var
áberandi kaldara uppi í skýinu og
útlínur snjósins voru óskýrar í
daufri birtunni. Það var erfitt að
greina hvort þeir voru að fara upp
eða niður, þar til smáaukinn hraöi
gaf til kynna að hallaði undan fæti.
En þeir þrömmuðu staðfastir
áfram, allir uppteknir af eigin sér-
tæku hugsunum, allir aö þróa meö
sér eigin óþægindi. Iljar Petersons
tóku að loga í stígvélunum og hann
sá eftir hvaö þau voru ný: Hann
hafði ætlað aö ganga þau til
meðan hann var í Bodö. Jæja,
sagði hann viö sjálfan sig, þau
verða gamlir vinir eftir þrjá daga.
Þegar þeir stöldruðu við fór
Trevinski að ræða viö hann um aö
nota sleða; þaö voru tveir léttir
sleðar með birgöunum á geymslu-
staðnum. Svart yfirskegg liðþjálf-
ans var perlað af ískristöllum.
Hann lyfti dökkum gleraugunum
til að horfa á Peterson.
„Veistu þaö, herra, aö
andskotans Dragon-inn er kannski
ekki jafnþungur og TOW, en hann
er engin léttvara. Sleði væri hreint
ekki útíbláinn.”
„Sérðu sjálfan þig í anda draga
sleöa upp þessi fjöll, Trevinski?
Þú hlýtur að vera að gera aö
gamni þínu.”
„Við getum alltaf grafið hann
aftur ef ferðin verður erfið,
herra.”
„Jæja, ég skal hugsa málið.”
Honum geðjaðist ekki að hug-
myndinni. Það þurfti tvo menn til
að draga sleöann. En hann geröi
sér engar grillur um áhrifin sem
það hafði á getu manns aö bera
flaugina. Hann varð sjálfur að
rogast með eina hleðsluna í
Dragon-inn. Hvaö hann varöaði
skipti tign engu máli við aö deila
byrðum.
Skömmu eftir fimm taldi
Mydland aö þeir væru innan við
kílómetra frá kofanum. Þeir
námu staöar og mennirnir vöföu
um sig tjalddúknum og bjuggu
sig til að borða þurra matar-
skammta meðan Norömaöurinn
fór í könnunarferð. Hann skildi
mestallan útbúnað sinn eftir hjá
þeim, axlaði skytturiffil og lagði
af stað eftir löngum krókaleiðum
niður í dalinn. Þeir höfðu haldið
sig uppi í skýjunum alla leiðina,
þó ekki hærra en þurfti, og eftir
því sem neðar dró batnaði skyggn-
ið fljótt. Þokan tók að rofna í
misturslæðing. Hann fór að geta
séð 50 stikur, svo 80, svo 150, svo
miklu lengra. Bjálkakofinn kom í
augsýn, dökkbrúnn rétthyrningur
í hvítu umhverfi, þykkur snjór á
þakinu. Hann nam sjálfkrafa
staðar og lét fallast niður til að
skoða dalinn fyrir neðan sig.
Það var ekki mjög auðvelt aö
þekkja steininn þar sem. þeir
höföu komið birgöunum fyrir.
Hann var nokkuð viss um að hann
hefði borið kennsl á hann þegar
kofadyrnar lukust upp honum til
hryllings og út kom hvítklæddur
rússneskur hermaður meö vél-
byssu um öxl. Mydland þrýsti sér
niður, gróf hökuna niður í snjóinn,
bað til guðs að maðurinn liti ekki
upp, eða ef hann gerði það að hann
sæi ekki skuggann í þokunni.
Rússinn setti frá sér skíði á
snjóinn fyrir utan kofann og laut
niöur, flýtti sér að festa þau við
stígvélin sín. Hann skimaöi í
kringum sig, lagði svo af stað í
hina áttina. Mydland mjakaði upp
sjónaukanum sínum og fylgdist
með hermanninum þar til hann
nam staðar við það sem virtist
vera fjarlæg snjóhrúga. Tvær
örlitlar verur risu upp úr hrúgunni
þegar hann kom að henni.
Mydland bölvaði í hljóði, stakk
sjónaukanum niður, mjakaði af
sér skíðunum og byrjaði að skríða
upp í skjólið af skýjabakkanum
með ólgandi huga. Drottinn minn,
hvað Rússar gátu veriö þrjóskir!
Þeir hlutu aö hafa verið að senda
leiðangra á þetta svæöi alveg frá
því aö Folvik tilkynnti það fyrst.
Ef Peterson vildi birgðirnar varð
hann að berjast fyrir þeim. Ef þær
voru þarna ennþá.
SKÝRSLA flugkönnunarsveit-
anna, áður melt af rannsóknar-
mönnum leyniþjónustunnar í Mur-
mansk, barst Makarov snemma á
miðvikudagskvöld. Þangaö til
haföi Spetsnazsveitin ekkert fund-
ið í veiðimannakofanum, en var
búin að koma sér fyrir í launsátri.
Nú var hann lokaður inni í stjórn-
arherberginu í þyrlustöðinni í
Barentsburg, utan við námabæinn
áHeerodda.
Stöðin var mun betur búin en
nokkuð sem enn var aðgangur að í
Longyearbæ. Hún hafði veriö
stækkuö án leyfis Norðmanna 1978
og var með hart undirlag fyrir
tuttugu þyrlur, stutta, steypta
flugbraut og röð húsa, þar með
talin flugskýli og óhrjálega,
brúna tveggja hæða stjórnar-
byggingu með litlum flugturni. Á
björtum degi gat hann séð
ratsjána á Plata-fjalli með kíki út
um hringgluggana, en ísfjarðar-
radíó var ekki nema 15 kílóroetra í
hina áttina. Mesti kosturinn var
þó stjórnherbergið niðri en þaðan
hafði lengi verið haldið uppi
leynilegu sambandi milli
upphaflegu fimm „borgaralegu”
þyrlanna og sovéska norðurflot-
ans. Stöðin á Heerodda var
hönnuð til að undirbúa nákvæm-
lega slíka aðgerö sem Makarov
þurfti að setja af stað; þar var
fjarskiptaaðstaða; umfram allt
var öryggið þar ómengað af
norskum borgurum. Þetta hefði
getað verið lykillinn að yfir-
tökunni; eins og á stóð þjónaði
stöðin vörninni.
Makarov hafði beðið óþolin-
móður eftir skýrslunni, vissi að
innan fárra stunda myndi veðrið
eyðileggja möguleika á tafar-
lausum aðgerðum. Um bað levti
sem langdræga flugvélin haföi
lokið eftirlitsferðum til og frá,
langt úr augsýn fyrir ofan skýin,
og búið var að framkalla filmuna
og lesa úr henni hafði þokan flætt
yfir alla vesturströndina. Is-
fjarðarradíó tilkynnti 50 metra
skyggni við yfirborð sjávar þegar
Makarov byrjaði að merkja
upplýsingar inn á kortið sitt.
Upplýsingarnar skutu þeim skelk
í bringu.
„Hershöföinginn hafði þá á
réttu að standa,” sagði Spetsnaz-
kafteinninn sem var hjá honum.
„Það er kominn hópur á land. Og
skip tilaðstoðar.”
„Það lítur út fyrir það.”
Makarov lauk við snyrtileg rauð
merkin sem þýddu óvinaskip 14
kílómetra frá ströndu og fót-
gönguliðssveit á landi sem
færðist norður. „Áætlaöur styrkur
tuttugu manns,” las hann upphátt.
„Engin ökutæki.”
„Með öörum orðum árásar-
sveit, félagi ofursti.”
„Það halda sérfræðingarnir.”
Makarov blaðaði í því sem eftir
var af orðsendingunni. „Það eru
líka 107 ógreinilegar hitaupp-
sprettur fjarri þekktum
bústööum, sem mælt er meö að
verði rannsakaður, hópur manna
með ökutæki skammt íva.
Sveagruva — það hlýtur að vera
landamæralögreglan — og rat-
sjáin okkar á Plata-fjalli. Það er
best aö ég tali við hers-
höfðingjann.”
Það var fljótlegast að ná
sambandi við Longyearbæ um Is- ;
fjarðarradíó. Makarov fór upp í
stjórnturninn og kom til baka fá- >
einum mínútum síðar. <
„Sjóherinn stöðvar skipið,”
sagði hann. „Hópur, sem fer um
borö í það, veröur snöggur aö
komast að því hvaö þeir hafa verið
aö gera. Viö eigum að leggjast í
launsátur fyrir það sem okkur
grunar að sé óvinaleiðangur,
senda sveit samstundis meö báti
til að koma í veg fyrir undan-
komu. Það á engin þyi'la að fljúga
nær þeim en 10 kílómetra af ótta
við að gera þeim viðvart. Ljós-
myndakönnun í mikilli hæð fer
fram um leiö og rofar nægilega til
svo að hinir 107 þekkist.”
„Þetta geta ekki allt veiið menn.”
„Líklega ísbirnir,” sagði
Makarov. „Jæja, viö skulum snúa
okkur aö nákvæmum undir-
búningi.”
Framhald í næsta blaði.
46 Vikan 24. tbl.