Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 47

Vikan - 14.06.1984, Page 47
TÖLVUNÁMSKEIÐ Á HEIMASLÓÐUM Kennarar og tœkjabúnaður TOLVUFRÆÐSLUNNAR semfer út á lanas- byggðina í sumar. Talið frá vinstri: Kristín Steinarsdóttir kennari, Jóhann Fannberg verkfræðingur, Gylfi Gunnarsson kennari, Grímur Friðgeirs- son tæknifrœðingur. Aðstöðumunur milli landsbyggðarmanna og þeirra sem búa í þéttbýlinu við Faxaflóa er afar mikill hvað varðar tækifæri til tölvunáms. Tölvuskólarnir eru nær allir í Reykjavík og landsbyggðarmenn verða aö leggja í tímafrekt og kostnaðarsamt ferðalag þangað, til að tileinka sér hina nýju tækni. Til þess að gefa landsbyggðarfólki kost á að kynnast tölvum og tölvunotkun mun TÖLVUFRÆÐSLAN gera út í sumar tvo námskeiðahópa hringinn í kring- um landið. Námskeið verða haldin á rúmlega 50 stöðum og tekur hvert þeirra 18 kennslustundir. Til að tryggja fyrsta flokks kennslu munu 2 vanir kennarar annast hvert námskeiö og veita þeir tilsögn á úrvals tölvur: IBM-PC, Eagle, Atlantis, Apple Ile og Commodore. Boðið er upp á námskeið fyrir börn og unglinga og sérstök áætlananámskeið í ritvinnslu og áætlana- gerð með Apple Writer, Visicalc og Multiplan. Boðið er upp á tvö byrjendanámskeið — grunnnám- skeið á tölvur sem veitir undirstöðuþekkingu á tölvum og tölvunotkun og BASIC þar sem for- ritunarmálið BASIC er kennt. Einnig mun gefast kostur á sérstökum námskeiðum í ritvinnsluforritinu Apple Writer og áætlanafor- ritunum Visicalc og Multiplan. Tölvurnar verða sífellt mikilvægari þáttur í frumat- vinnuvegum þjóðarinnar og því verður á námskeið- unum lögö sérstök áhersla á notkun tölvutækninnar í atvinnulífi Islendinga. Námskeiðagjald er aðeins kr. 2.500,- Til þess að efla hag fatlaðra hefur TÖVLUFRÆÐSL- AN ákveðið að bjóða fötluðu fólki ókeypis aðgang að öllum þessum námskeiöum. Mennt er máttur Q’f töLVUFRÆÐSLAN s/f Notið tækifærið Og komið á tölvunámskeið. Ármúla 36, Reykjavík S. 86790 og 687590 24* tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.