Vikan


Vikan - 14.06.1984, Síða 50

Vikan - 14.06.1984, Síða 50
Fyrir 38 árum sat Hermann Erben, læknii1 frá Vínarborg, í fang- elsinu við Ward Road í Shanghai og beið dauða síns eins og hver annar njósnari nasista. Aftakan virtist ekki umflúin. En Erben kunni að bregða sér í þúsund kvik- inda líki og ekki leið á löngu þar til fangelsisdyrunum var lokiö upp fyrir honum — Erben var kominn á mála hjá bandarísku leyni- þjónustunni OSS. Réttarhöld yfir stríösglæpa- mönnum fóru fram í Shanghai frá október 1946 til janúar 1947 og þar ljóstraði aðalvitnið, Hermann Erben, upp um fyrrverandi félaga sína. Bandaríski herforinginn Frank Farrell hafði umsjón með Erben á þessum tíma og sagði síðar um hann: „Erben er djöful- lega slunginn, hann er sá allra hættulegasti sem ég hef nokkurn tíma komist í kynni við.” Um þennan mann skrifaði sá frægi kvikmyndaleikari Errol Flynn í sjálfsævisögu sinni: „Hann var langbesti vinur minn.” Þeir höfðu kynnst í Nýju-Gíneu árið 1933. Erben hafði gerst bandarískur ríkisborgari en í framhaldi af því fengiö mikinn áhuga á hitabeltislöndum og gerst skipslæknir. Samt sem áður var Erben rekinn þegar vísbendingar þóttu sýna að hann hefði sams konar viðskiptahagsmuna að gæta og kínverska ópíummafían. I hafnarborginni Rabaul lágu saman leiðir læknisins Erben og 23 ára gamla skipbrotsmannsins Flynn sem yfirvöld höföu lagt ferðabann á vegna þess að fjórir innfæddir fórust þegar bátur hans sökk. Þegar í stað tókust góö kynni meö skipbrotsmanninum og lækninum. Þeir áttu nefnilega sameiginleg áhugamál: barnung- ar stúlkur og hórur. Erben var á þessum tíma mjög smásmugulegur og nákvæmur, Vinirnir Errol Flynn og Hermann Erben (hægra megin) Saman á Spáni. Við fyrstu skoðun virðist maðurinn léttvæg auka- persóna mikilla umrótstíma. En eftir því sem blaða- maðurinn Rudolf Stoiber gróf dýpra kom upp skýrari mynd ófyrirleitins og samviskulauss manns sem sveifst einskis og lét sig hvergi vanta þegar blóðug átök voru annars vegar. Hermann Erben var „meistaralega slunginn blekk- ingarefur" (segir geðlæknirinn Alexandra Adler) og mikilvægur njósnari fyrir þýsku nasistana. Hann vann sín verk i lítt þekktu njósnaneti nasista í Bandaríkjun- um, Suður-Ameríku og Asíu. Erben duldist bak við grímu skipslæknis og holdsveikralæknis, hann Ijóstr- aði upp, sveik og njósnaði. Ekki lagði þessi forherti nasisti upp laupana þótt síðari heimsstyrjöldinni lyki. Hann hélt áfram leyndar- dómsfullum ferðum sínum um heiminn, gerðist múhameðstrúarmaður og vopnasmyglari og aflaði sér mikiivægra vina. Erben gisti ýmsar dýflissur um víða veröld en alltaf tókst honum að sleppa. Hermann Erben, fluggáfaður, útsjónarsamur og ís- kaldur, æddi áfram eftir vitfirringslegri lífsbraut sinni. Yfirmaður Erbens í njósnamiðstöð nasista í Shanghai, Louis Siefken, segir að hann hafi „níu líf eins og kött- urinn". Ráðgjafar forsetafrúarinnar Eleanor Roosevelt vöruðu hana við þessum manni, hann væri „sprengi- efni". Austurríski blaðamaðurinn Rudolf Stoiber, sem hefur. skráð ævisögu Erbens, telur hann einna helst líkjast lýsingu heimspekingsins Hannah Arendt á „hinum hvunndagslega illvirkja". Hún telur að „sam- viskulaust" fólk eins og Erben, sem hafi dulist með því að tilheyra virtum faggreinum í þjóðfélaginu, hafi einna helst orðið til þess að veita nasistum brautar- gengi. hann hélt nákvæma dagbók yfir allt sitt kynlíf og taldi upp nöfn, aldur, þunga, stellingar og gjald. Blaðamaðurinn Rudolf Stoiber fékk að skoöa öll skjöl sem Erben hefur sankað að sér um ævina og segir meðal annars frá samfara- skránni í væntanlegri bók um þennan samviskulausa njósnara. Erben tókst að verða sér úti um nýtt starf á flutningaskipinu Friederune og hann faldi vin sinn, Flynn, niöri í lest þannig aö hann komst til Marseille. Þaöan hélt Flynn til London og varö skjótt frægur kvikmyndaleikari, lék til dæmis í myndinni Captain Blood sem var frumsýnd árið 1935. Stoiber telur ekki ólíklegt aö kyn- hverfa Errol Flynn hafi valdið því að hann felldi hug til Hermanns Erben sem hann geröi að helsta trúnaðarmanni sínum. I einu af bréfum sínum frá London skrifar Flynn til Erben sem þá bjó í Vín: „Ég vildi óska að viö gætum fengið Hitler hingað svo aö hann gæti tuktaö þessa júöa svolítið til.” En Erben haföi öðrum hnöppum að hneppa. Hann hafði gengið til liös viö þann fræga Austun'íkismann Max Reisch sem var aö undirbúa leiöangur til Asíu. Þar eö Erben var bandarískur ríkisborgari gat Reisch nefnt þetta „austurrísk-amerískan” leiðangur. Á meðan þeir börðust yfir tor- færurnar í leiöangursbílnum ljós- myndaði Erben breskar olíu- leiðslur fyrir Þjóðverja. Bretar brugðust hart viö og töldu Erben eftir þaö til óvinanjósnara. Max Reisch tók þessum njósnum sam- feröamannsins illa og í vinsælli bók um leiðangurinn nefnir hann Erben hvergi á nafn. Austurríski forsætisráöherrann (kanslarinn) Engelbert Dollfuss leitaði ásjár hjá ítalska fasist- anum Mussolini í andstööu sinni 50 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.