Vikan


Vikan - 20.12.1984, Side 4

Vikan - 20.12.1984, Side 4
4 Vikan 45. tbl. Silfurlauf ó ávaxta- skálinni Stjörnur úr tann- stönglum Jólastjarna úr filti og hrísgrjónum Börn ráða auðveldlega við að gera þessa mjúku jólastjörnu. Hún er klippt úr filt og fara tvö stykki í hverja stjörnu. Áður en klárað er að sauma hana saman er hún fyllt með hrísgrjónum. Að lokum festið þið í hana bómullarþráð, tvinna eða gullþráð Stjörnuskin á rúðum Það er alltaf fallegt að skreyta glugga með jólaskrauti á jólum. En það þarf ekki bara að vera úr pappír, könglum eða piparkökudeigi. Hér hefur verið notaður úði á rúðurnar, bæði inni og úti, til að skapa fallega jólastemmningu. Mynstrið er klippt út úr pappír eða plasti og síðan úðað í gegnum það. Eftir jólin er auðvelt að ná þessu af rúðunum. Fyrst skafið þið það af með rakvélarblaði, þvoið síðan rúðuna með terpentínu og pússið að lokum á venjulegan hátt. Þessi skreyting gerir það að verkum að jafnvel ávaxtaskálin kemst í jólabún ing. Hér eru klippt lauf út úr gullpappír eða siifurpappír og fara tvö stykki í hvert lauf. Límið helmingana saman ut- an um blómavír sem síðan er stungið inn á milli ávaxtanna. Einfalt en hátíð- legt. á jólatréð Tannstönglar eru til margar hluta nyt- samlegir. Til dæmis er hægt að búa til úr þeim svona einfaldar jólastjörnur á jólatré. Þá límið þið tannstönglana í þrí- hyrning og síðan leggið þig tvo og tvo þríhyrninga saman þannig að þeir myndi stjörnuna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.