Vikan


Vikan - 20.12.1984, Side 5

Vikan - 20.12.1984, Side 5
Stjörnuskreyttir könglar Ekkert á eins vel heima á jólatré og einmitt könglar. Til þess að færa þá í jólalegri búning hafa þeir oft verið málaðir eða úðaðir gylltir og silfraðir og síðan stráð yfir þá glimmer. En hér er önnur hugmynd. Marglitar stjörnur fást í örkum í bókabúðum. Því ekki að líma þær á könglana eins og þeir koma fyrir? Til þess að fá fallegri gljáa á könglana má einnig lakka þá með glæru lakki áður en stjörnurnar eru límdar á þá. ° v Gullfuglaóróinn Þessi fallegi órói gefur frá sér skemmtilega birtu á jólunum þegar kertaljósin endurspeglast í gullpappírnum. Hringurinn er klipptur út úr hvítu kartoni en fuglarn- ir úr gullpappír sem fæst í rúllum. Gerið helmingi fleiri fugla en þið ætlið að nota í óróann því hver fugl er tvöfaldur. Hægt er að leggja spotta á milli laga áður en þið límið helmingana saman. Einnig er hægt að gera lítið gat á vængi og festa böndin þar í. Hér eru sex fuglar límdir á hringinn, tveir hanga inni í honum og þrír neðan í honum. Auðvitað má hafa fleiri eða færri eftir því sem hentar. Jólakarfan skrautlega Yfirleitt raða menn jólagjöfunum undir jólatréð eða á einn stað nálægt því. En þvi ekki að setja gjafir hvers og eins í svona fallega körfu? Þá á hver sinn lit og síðan má nota körfuna undir pappír og borða sem á að fleygja eftir að búið er að taka alla pakkana upp! 45. tbl. Vikan s

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.