Vikan - 20.12.1984, Síða 21
Smásaga
Hún var komin í nýja fallega kjólinn sinn, gljáandi skóna sína og hafði
rauðan borða í hárinu. Mamma og pabbi voru eins og klippt út úr tísku-
blaði.
Jólaborðið var fagurlega skreytt með rauðum dúk, kertaljósum, krist-
alsglösum og hvítum servíettum sem báru myndir af jólasveinum. Þau
Iborðuöu öll nægju sína og meira en það og þá var komið að aðalatriöinu,
;jólapökkunum. Nú var hún viss um aö allt yrði í lagi, nú gat ekkert farið
úr skoröum og það var mikil gleði sem skein út úr litla andlitinu þegar
hún opnaði pakkann frá mömmu og pabba. Hún fékk húsið. Hún hljóp
upp um hálsinn á þeim báðum og þakkaði þeim fyrir með kossi. Hún átti
Ibestu foreldra í heimi. En þá skeöi það bara rétt si svona í einni hendingu
að jólin og gleðin hættu að vera til. Tjöldin voru dregin fyrir. Ljósið
slökkt. Og myrkrið grúfði sig yfir allt. Það var dyrabjallan sem boðaði
Jþessa snöggu umbreytingu. Fyrsta sem henni datt í hug, þegar hún
Iheyrði þessa þýðu tóna hljóma um húsið, var að langamma væri komin.
Hún hljóp því strax til dyra og lauk upp hurðinni. Og þarna stóð hann þá,
þessi hryllilegi maður.
Ert það þú, tuskan mín, sagði hann.
Hún stóð stjörf og starði á hann eins og hún hefði séð draug. Hún vissi
hver hann var og hún vissi hvað það var sem glamraði í pokanum sem
hann hélt á. Hún tók viðbragð og hljóp sem elding inn í herbergið sitt og
lokaði. Hún settist á stólinn framan við skrifboröið sitt. Hún var þögul.
Hún heyrði hann koma inn, heyrði þau skiptast á kveðjum, heyrði þau
bjóða honum inn í stofu. Hún vissi hvað var í vændum. Nú yrði hún að
læsa. Nú myndu þau byrja. Hann gat alltaf platað þau. Hún lagðist í
rúmið sitt og þrýsti litla bangsanum sínum aö sér. Af hverju núna? Af
hverju þurfti hann að koma núna þegar þau voru svona góð? Af hverju
gat hann ekki látið þau í friði? Þessi viðbjóðslegi karl. Hún hataði hann.
Hún hataði líka mömmu sína og pabba, hún hataði alla, hún hataði lífið
og líka guð. Hann gat ekki verið góður fyrst heimurinn var svona
vondur. Hún barði með krepptum hnefunum á rúmið og sparkaði með
fótunum. Varirnar herptust saman og hún reigði hálsinn. Tárin brutust
fram og streymdu látlaust niður andlitið og runnu milli varanna. Þau
voru beisk. Svo slakaði hún á og spennan í líkama hennar minnkaði
aðeins. Hún snökti og dottaði öðru hverju. Hún festi svefn en heyrði
samt taliö, köllin og hrópin innan úr stofunni ágerast og músíkina
hækka. Hún var í hálfgerðu móki, milli svefns og vöku.
Skyndilega var barið harkalega á dyrnar hjá henni. Hún rauk upp og
leit á vekjaraklukkuna á skrifborðinu. Hún var orðin langt gengin tvö
um nóttina. Það var barið aftur. Hún heyrði pabba sinn öskra fyrir
utan: Líf, opnaðu dyrnar, ég þarf að tala viö þig, heyrirðu það. ..
Hann sparkaði og barði í hurðina.
Opnaðu, helvítis tíkin þín.
Hann var fullur. Nú var vondi maðurinn í honum. Nú mundi hann
brjóta upp hurðina og berja hana og segja öll þessi ljótu og ógeöslegu orð. Hún
var hrædd.
Þú veröur alveg eins og hún mamma þín, veistu það? Þið eruð allar
eins, allar hórur. Helvítis hórur, heyrirðu þaö? Hún tók fyrir eyrun og
kúrði sig út í hom, en það var alveg sama, hún heyrði samt í þeim.
Mamma hennar var komin líka.
Láttu stelpuna í friði, manndjöfull, heyrði hún hana öskra. Hún var
líka full. Hann barði hana.
Skiptu þér ekki af mínum gjörðum, djöfuls mellan þín, hreytti hann út
úr sér. Þú ert ekki þess verö aö hafa mál, dýrið þitt. Hann barði hana
aftur. Hún heyrði borð detta og brothljóð, öskur og vein og meira og
meira af ógeðslegum orðum. Hún gat ekki þolað þetta. Nei, nei, hún gat
ekki hlustað á þetta, hún varð að komast burt, hún vildi ekki vera hérna
lengur. Hún vildi það ekki. Hún vildi fá langömmu sína. Hún vildi fara í
litla húsiö til langömmu sinnar. Hún reif ullarteppið af rúminu, vafði því
utan um sig og tróð sér út um gluggann, út í nóttina, snjóinn og kuldann.
Þaö logaði ennþá á jólastjörnunni í stofuglugganum og á glugga-
syllunni var líkan af litlu, gamaldags timburhúsi með upplýstum glugg-
um. A stofuborðinu voru tóm glös og flöskur í óreiöu og öskubakki fuliur
af sígarettustubbum. Það voru blettir í jóladúknum. Á gólfinu lá maður
og svaf djúpum en órólegum svefni. Augnalokin voru á stöðugri
hreyfingu og eyru hans námu högg með jöfnu millibili, þau glumdu eins
og hamarshögg á steðja. Skyndilega var hann vaknaður, augun störðu
tómlega eftir gólfinu. Höggin héldu áfram að dynja. Hann stóö upp með
erfiðismunum, greip um höfuðið og stundi. Hann hafði timburmenn og
höfuðið var að springa. Það var eitthvað sem slóst utan í einhvers
staðar. Það kom frá herbergi dóttur hans.
Hún hefur gleymt aö loka glugganum, hugsaði hann. Hann barði
inokkur létt högg á huröina.
Líf mín, ertu ekki vöknuð, vina. Opnaðu fyrir pabba, elskan. Það er
allt í lagi núna, jjabbi er góöur núna.
Hann reyndi aftur en ekkert heyrðist nema þungt hljóðið er lausi
glugginn slóst í gluggakarminn öðru hveriu. Hann sótti skrúfjárn, stakk
upp lásinn og opnaði dymar. En þar tók enginn á móti honum nema köld
golan sem smeygði sér inn í herbergið gegnum opinn gluggann. Hann
fékk hroll um allan líkamann. Hann stóð stjarfur um stund, rauk síðan
inn í svefnherbergi þar sem konan hans lá sofandi. Hann reyndi að vekja
hana.
Líf er ekki hérna, heyrirðu það, hún er farin eitthvað.
Líferfarin. . .
Hún umlaði eitthvað óskiljanlegt og ýtti honum frá sér. Hann þaut
fram, fullur ótta og angistar, fór í skó, úlpu og út. Það var meira en hné-
djúpur snjór um allt. Hann æddi áfram gegnum fönnina og hrópaði svo
til viðstöðulaust. Það líktist örvæntingarfullu neyðarópi sjómanns í
sjávarháska sem veit að öll von um björgun er úti. Aftur og aftur braut
hann þrúgandi þögnina með neyðarópi sínu:
Líf, Líf, Líf!
Hún skynjaði allt svo undarlega þar sem hún lá undir steinveggnum.
Það var eins og tíminn stæði í stað. Allt var svo hljótt og hreyfingarlaust
í kringum hana. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði legiö þarna. Hún vissi
ekki hvort liðu klukkustundir eöa mínútur. Hún gat einhvern veginn
ekki greint það. Kuldinn var ekki eins mikill og áður. Henni leið allt að
því vel. Það var bara verst að hún gat ekkert hreyft sig, hún var eitthvað
svo máttlaus og hafði engan kraft. Kannski var hún aö deyja.
Ef til vill var það best. Þá þyrfti hún aldrei aftur að hlusta á þessi ljótu
orð, þá myndi pabbi hennar aldrei berja hana meir. Þá væru þau laus
við hana og gætu alltaf verið full. Kannski var líka gott aö vera dáinn.
Hún staðnæmdist í hugsunum sínu. Þaö var þetta hljóð, hún heyrði
það alltaf óma öðru hverju í fjarska. Þaö var eins og einhver væri að
kalla á hana. Hún leit upp en sá ekkert nema hvíta móðu. Samt heyrði
hún það hljóma áfram.
Þá sá hún skyndilega manneskju í þokumóðunni fyrir framan sig. Hún
stóð þarna ljóslifandi fyrir framan hana. Það var langamma
hennar. Hún var meö útbreiddan faöminn og brosti kærleiksríku brosi til
hennar. Hún trúði ekki sínum eigin augum. Gleðitilfinning gagntók hana
og sér til mikillar undrunar fann hún að hendur hennar og fætur
hreyfðust og hún varð öll svo létt og lipur. Hún stóð upp án minnstu
fyrirhafnar og fann ekki vitund fyrir kulda lengur. Og þá tók hún eftir
því að snjórinn var farinn og öðru enn einkennilegra, hún var ekki
lengur í borginni heldur í garðinum hennar langömmu. Og þarna stóö
gamla konan fyrir framan hana, jafnblíðleg og góð á svipinn sem fyrr og
beið eftir að fá að taka hana í faðminn. Líf hljóp eða allt að því sveif,
fannst henni, í fang hennar og vafði hana örmum. Henni leiö óvenjulega
en samt undursamlega vel...
Hann vissi það þó að hann gæti ekki trúað því. Hann fann það innra
með sér, það særði hann eins og hnífsstunga. Hún var ekki lengur Líf
var ekki lengur. Líf var dáin. Samt hélt hann áfram aö hrópa yfir sof-
andi borgina sem var í þann mund að vakna þennan jóladagsmorgun
langt í norðri þar sem jólin eru hvít:
Líf, Líf, Líf!
45. tbl. Vtkan 21