Vikan


Vikan - 20.12.1984, Page 25

Vikan - 20.12.1984, Page 25
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Gulrætur ísveitastff Tekur 45 minútur að matreiða. Nægir fyrir fjóra. 750 grömm gulrætur 4 matskeiðar ólífuolía 3 matskeiðar grófsöxuð steinselja rósmarín, salt og pipar 2 hvítlauksrif 1 matskeið grófsöxuð basílikumblöð 2 matskeiðar hnetur 1. Hreinsið gulræturnar og skerið í þunnar sneiðar. Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið rósmarín og gulræt- urnar á pönnuna og látið krauma jafnframt því sem gulrótasneiðun- um er velt af og til. 2. Bætið fjórum matskeiðum af vatni út á pönnuna. Látið krauma áfram og veltið gulrótunum af og til þar til sneiðarnar eru orðnar ljósbrúnar og soðnar. Kryddið með pipar og salti. 3. Merjið hvítlaukinn, en ekki of fínt, og bætið steinselju saman við. Hellið þessu yfir gulræturnar og steikið í stutta stund. Bætið að lokum basíl- ikum og hnetunum út í. Berið þennan rétt fram ásamt kartöflustöppu og kjötbuffi. Vikan45. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.