Vikan - 04.04.1985, Side 6
Fyrsta sunnudag í mars var sérstæð rallkeppni
haldin í Laugardalshöllinni. Þar var rallað á hjóla-
stólum og keppendurnir voru ýmsir vel þekktir
menn í þjóðfélaginu. I undanrásum var þeim
skipt í þrjá flokka, alþingismenn, fatlaða og í-
þróttamenn. Að þeirri keppni lokinni fengu tveir
efstu úr hverjum flokki að keppa til úrslita.
Það var Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
sem stóð fyrir þessari keppni. Hún var haldin með
það fyrir augum að vekja athygli fólks á þeim
vanda sem fatlaðir þurfa að eiga við í daglegu lífi.
Keppnin fór þannig fram að braut var lögð í
Laugardalshöllinni með margs konar hindrunum
sem voru látnar líkjast því sem fatlaðir þurfa að
eiga við oft á dag. Til dæmis um hindranirnar, sem
keppendurnir þurftu að glíma við, má nefna ská-
braut sem reyndist mörgum keppandanum erfið.
Það vakti til dæmis mikla athygli að sterkasti
maður heims, Jón Páll Sigmarsson, strandaði á
henni. Hann sagði eftir keppnina að hann hefði
lært á þessu að maður þurfi að hafa góða stjórn á
líkamanum í hjólastól. Þar duga kraftarnir einir
skammt.
Margir áhorfendur mættu í höllina til að fylgjast
með þessari keppni og er óhætt að fullyrða að þeir
skemmtu sér ekki síður en keppendurnir sjálfir.
Hér birtum við svo úrslit keppninnar.
Nr. 1 Jón Ragnarsson, 1 min., 45,9 sekúndur.
Nr. 2 Sigþrúður Pálsdóttir, 1 min., 51,97 sekúndur.
Nr. 3 Þorsteinn Pálsson, 2 min., 7,87 sekúndur.
Á eftir þeim komu Guðný Guðnadóttir, Jónas Tryggvason og Friðrik
Sophusson.