Vikan


Vikan - 04.04.1985, Page 15

Vikan - 04.04.1985, Page 15
Á Snæfellsnes með ritvél „Eg tók mér viku sumarfrí á síðastliðnu ári, þaö eina í þrjú ár. Við fórum vestur á Snæfellsnes og vorum þar í sumarbústað.” „Meö ritvélina með sér,” skýtur Bryndís inn í samtaliö. „Ég finn enn ilminn af mosanum, það var alveg yndislegt að vera þarna, laus við síma og geta hlustað á kollega sína á RÁS 2 og slappað af. Enginn krafðist neins af manni. I hvert sinn sem ég hugsa um dvölina fyrir vestan endurnærist ég á sálinni. Þetta er líka svo stórfenglegt landslag þarna. En það er skrýtið með vinnuna, maður saknar hennar fljótt. Maður getur verið aö bölsótast út í hana þegar maður er í miðri skorpu en svo kemur söknuður eftir viku f jarveru. Kannski er maöur búinn að þjálfa sig upp í að vinna við spennu og saknar hennar. Þessi útvarpsbaktería er ekkert annað en spenna. ” Tveir til þrír dagar í undirbúning „Maöur er stundum þreyttur í útsendingu, þaö tekur mig yfirleitt tvo til þrjá daga að undirbúa hvern Frístundarþátt og álagið sem fylgir því er öfug hringrás, maður þreyttastur þegar kemur að útsendingunni. Stundum skrepp ég heim til mömmu, sem býr rétt hjá útvarpshúsinu, til að leggja mig í hálftíma fyrir útsendingu, ef ég hef þá tíma. Ég á það til að taka nærri mér ef ég geri vitleysu, þó að ég viti að þetta á ekki aö vera fullkomið hjá mér. Þó maöur sé með fullunnið handrit verður maður að vera viðbúinn því að eitthvað beri út af.” Þó ég sé fáfróður um sveitina. . . „Það hefur stundum slegiö út í fyrir mér þegar ég hef veriö þreyttur og illa fyrirkallað- ur. Þá hefur hausinn ekki verið í sambandi. Ég hringdi til dæmis í stelpu í Gnúpverja- hreppi, hún var komin í jólafrí og ég spurði hana hvort hún ætlaði eitthvað aö hjálpa til við búskapinn í fríinu. Þá varö mér á að segja heyskapinn. Eg endurtók þetta tvisvar og það var ekki fyrr en stelpan fór að éta þetta upp eftir mér, „heyskapinn í jólafríinu”, að ég kveikti á perunni. Ég varð svolítiö miður mín á eftir; þó ég hafi ekki veriö í sveit er ég nú ekki svo asskoti fáfróður að ég viti ekki að þaö er ekki heyjaö í desember. En herbergisfélagi minn frá Menntaskólanum á Egilsstöðum (sem er úr sveit) hafði mikið gaman af þessu og sagði aö þarna hefði mér verið rétt lýst. Þetta sýndi að ég hefði aldrei komið nálægt sveitastörfum og þekkti ekki hest frá kind.” Tæknimaður í gólfið og bakföll að- stoðarþular „Anna'ð skipti sem ég man eftir, eina skipt- ið sem ég hef misst stjórn á hláturstauginni í útsendingu, var þegar ég var orðinn leiður á þessari eilífu tuggu um hver stjórnaði þætti og útsendingu. Akkúrat eina mínútu í sex ætlaöi ég að kveöja, haföi tuttugu sekúndur til þess því afkynningarstefið er 40 sekúndur. Mig langaði að breyta út af vananum og í stað þess aö þakka aöstoðarþuli og tæknimanni þá þakkaði ég skúringakonunni fyrir að hafa skúrað á RAS 2 þennan daginn. Pálína Hauksdóttir, sem var tæknimaður þennan dag, fékk hláturskast, henti sér í gólfið til aö heyrðist ekki í henni og aðstoðarþulurinn tók bakföll í stólnum og var nærri dottinn í gólfið. Og ég byrjaði aö skellihlæja og ætlaöi aldrei að geta kvatt. Eg ætlaði að þakka fleirum, arkitektinum fyrir að teikna húsið, verktakanum fyrir að hafa byggt það...” „Mér finnst heillandi aö vinna viö útvarp, geta náö til svona margra gegnum hljóðnema og jafnvel haft áhrif á hugsanir fólks og geð þess með vali á töluöu efni og tónlist. Ég vil gera þáttinn þannig úr garði að mömmur og pabbar og afar og ömmur geti hlustað á og haft gaman af, því þannig held ég að unglingarnir nái best til þeirra með sín hagsmunamál og skoðanir.” Unglingaútvarp „Frístundin er jafngömul rásinni og Þor- geir Ástvaldsson elur þann draum með sér að hún verði vísir að skólaútvarpi. Þaö yrði þá þannig að unglingarnir tækju meiri og meiri þátt í dagskrárgerðinni, veldu viðmælendur og sæju um kynningar, en þeim til aðstoðar yrði dagskrárgeröarmaöur frá rásinni. Skólarnir gætu þá tekiö að sér tveggja tíma prógramm hver. Mér finnst þessi hugmynd ansi spennandi. Eg vona að henni verði hrundiö í framkvæmd áður en ég hætti á RÁS2.” „Eg hef ekki hugsað mér aö starfa mikið lengur á rásinni, ég vil fara að einbeita mér meira aö því að skrifa bækur og vil forðast stöönun. Útvarpsráð gaf þá línu fyrir RÁS 2 að hún ætti fyrst og fremst aö vera tónlistarútvarp, það ætti aö senda út tónlist og litlar kynningar með. En það er löngu búið að sýna sig að fólk vill fá meira; það vill fá viðtöl og fjölbreytt- ara efni og kvartar stundum undan því að þættirnir séu of líkir hver öörum. Ég fæ allt að 400 bréf á viku (að vísu eru lausnir á getraunum þar meðtaldar) og krakkarnir eru ófeimnir viö aö segja skoðun sína á efni Frístundarinnar og RASAR 2. Eg reyni að lesa útdrátt úr sem flestum bréfum í hverjum þætti. Það er mikil vinna aö stytta þau. En ég les ekki hólbréf, mér finnst asna- legt að eyða tíma þáttarins í það.” Að láta unglingana vinna „Við dagskrárgerðarmennirnir erum lausráönir og höfum enga tryggingu fyrir að starfa þar í framtíöinni. Það sem mér finnst þó sorglegast er að enginn launamunur skuli vera gerður á þáttum sem mikil vinna liggur í og einföldum tónlistarþáttum. Launin eru nefnilega smápeningar í heildarkostnaði við rekstur útvarpsstöðvar. Það er ekki svo gott að segja: Þú átt að senda út tónlist og léttar kynningar og láta unglingana vinna nógu mikið. Aö láta unglingana vinna er út af fyrir sig heilmikil vinna.” Vil ekki fúsk „Eg vil bara vinna þáttinn minn vel, ég legg metnað í það sem ég geri og vil ekki fúska. Mér er ægilega illa við öll fúskvinnubrögö og allar galgopahátt. Hvort tveggja er ljóður á mönnum.” „Það lýsir sér nú best í því að þau fáu skipti sem hann skúrar þá gerir hann það einstak- lega vel,” skýtur Bryndís inn í. Óbilandi bjartsýni „Samviskusemin getur verið ókostur, ég læt mig hafa það að vinna á nóttunni ef ég hef lofaö að skila verkefni daginn eftir. Mér finnsi mikilvægt aö gera hlutina vel, standa við það sem ég hef lofað og get ekki hugsaö mér aö þurfa aö draga menn á asnaeyrunum meö sífelldum lygum. Eg krefst þess sama af öðrum og verö ævareiöur ef þeir bregðast mér. Þegar ég skrifaöi Fimmtán ára á föstu í sumar og haust komst ég í tímahrak því ég lofaði útgefanda að skila handritinu seinni- part ágústmánaðar. Ég lét bókina ganga fyrir öllu og skrifaði langt fram á nótt. Utgefandinn hringdi á hverjum degi og mér fannst eins og ég væri farinn að svíkjast um af því hann hringdi svona oft. Ef maður er að skrifa skáldsögu er nauðsynlegt aö hafa óbilandi bjartsýni og sjálfstraust, skrifa með opnum huga og hafa trú á því að maöur ljúki bókinni.” 14. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.