Vikan


Vikan - 04.04.1985, Side 19

Vikan - 04.04.1985, Side 19
I honum dytti í hug að bjóða henni uppá. Stundum þegar konan beið svona hugsaöi hún um hvernig aðrir lifðu. Var einhver önnur kona sem bjó við svona vítahring? Hafði hún lært að sniðganga ná- granna á götunni? Hafði hún fundið ástæðu til að búa ennþá með manni sem þjáðist af sjúk- dómi sem batt hana honum, jafn- vel meðan sálin öskraði á frelsi? Frelsi. Hún þurfti aðeins að pakka niður í tösku og ganga út... Nú staröi hún á hurðina. Stundum óx hún í augum hennar og henni fannst hún vera föst í gildru á bak við vegg sektarinnar sem aftraði henni frelsis. „Mamma!” Fimm ára gamall sonur hennar stóð fyrir framan hana og nuddaði þreytt andlit sitt með litlum hnefa. Hún tók hann í arma sína og hann kúrði sig upp að henni. Hún bar hann varlega upp stigann, talaði hvíslandi og strauk hár hans. Hann var næstum sofnaður þegar hún lét hann aftur í rúmið. Þegar hún ætlaði að fara kallaði sonur hennar til hennar. „Uss,” hvíslaði hún. „Ertu að bíöa eftir að pabbi komi heim?” spurði hann. Dökk augu hans leituðu hennar yfir herbergið og drógu hana aftur að rúmstokki hans. í þeim sá hún speglast sinn eigin ótta og óöryggi; og einu sinni enn fannst henni hún yfirbuguð af ábyrgð- inni. Var það réttlátt að láta barnið verða vitni að sjálfs- eyðileggingu fullorðins manns? Var það réttlátt að svipta hann föður sínum? Hún vissi svarið: Hún var bölvuð ef hún gerði það og bölvuð ef hún gerði það ekki. „Já, ég er að bíða eftir pabba. Faröu nú að sofa.” Rödd konunn- ar var hol en bamið hennar kúröi og fór aftur að sofa. Mjólkurflaska datt og brotnaði. Hún stóð efst í stiganum og hlust- aði á hann basla við að opna dyrnar. I stað óttans var nú komin vitneskjan um að það sem var að fara að gerast var óhjákvæmilegt og að biðinni var lokið. Konan gekk sjálfsörugg og róleg til mannsins sem beið eftir henni, þarna neðst í stiganum. Þegar hann sló hana rétti hún út hönd til hans. í myrkrinu gat hún aðeins séð útlínur andlits hans; fingur hennar snertu vanga hans og struku burt tárin sem streymdu úr augum hrædds barns. ENDIR 14. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.