Vikan


Vikan - 04.04.1985, Síða 29

Vikan - 04.04.1985, Síða 29
íslendingar hafa í auknum mæli leitað til annarra landa þegar þeir hyggjast gera sér verulegan dagamun og njóta þess að eiga frí. Þar kemur margt til en líklega ræður þó hvað mestu að svokallaðar sólarlandaferðir bjóða upp á það sem landinn fær ódýrast í góðum aðbúnaði, mat og drykk, og því freistandi að veita sér þennan munað annað veifið. Til að auðvelda fólki að velja sér stað við hæfi, eða gera upp við sig hvernig það vill ferðast, höfum við tekið saman ferðablað þar sem sagt er frá nokkrum viðkomustöðum sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á. Jafnframt eru nokkrar gagnlegar upplýsingar, svo sem um verðstuðul nokkurra staða og upplýsingar um loftslag. Þá eru einnig viðtöl við íslendinga sem dvalið hafa á sumum þessara staða. Við leggjum áherslu á að umfjöllun okkar er engan veginn tæmandi en erum um leið sannfærð um að hún er þörf og kemur sér vel fyrir þá sem hugsa sér til hreyfings nú í sumar eða síðar. 14. tbl. Vikan 29 I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.