Vikan - 04.04.1985, Síða 31
Ströndin á Algarve þykir að mörgu leyti einstök. Þó mjög heitt sé í veðri þarf enginn að „grillast" því svöl
golan frá Atlantshafinu hressir ótrúlega.
mjög margt að sjá, svo sem
gamlar minjar og söfn. Einnig
er óskaplega gaman að
fylgjast með portúgölsku kon-
unum er þær sitja við handa-
vinnu sína úti á götu og bjóða
síðan fyrir lítinn pening. Það
ætti enginn að fara til Portúgals
án þess að versla við þær,"
sögðu þær dönsku ennfremur.
Ekki munu þær hafa eytt öllum
tima sínum á sólarströnd en
þær komu við á Algarve strönd-
inni og voru mjög ánægðar
með veru sína þar. Sérstaklega
minntust þær frábærra
veitingastaða.
Ferðaskrifstofan Útsýn býður
einmitt ferðir þangað nú þriðja
árið í röð. Algarve er á suður-
strönd Portúgals og er talinn
einn sólríkasti staður Evrópu.
Þó er hitinn aldrei óbærilegur
þar sem hafgolan frá Atlants-
hafinu svalar mjög á heitum
dögum. Flogið er beint til
höfuðborgarinnar í Algarve
sem nefnist Faro og er það
fjögurra stunda flug frá islandi.
Ferðalangar til Portúgals
minnast sérstaklega hversu al-
úðlegt fólk Portúgalar eru. Þeir
hafa einmitt verið orðlagðir fyrir
mikla gestrisni og snyrti-
mennsku.
Portúgal er tilvalinn sumar-
leyfisstaður fyrir fólk sem vill
kynnast einhverju nýju, hefur
gaman af að skoða fallegt
landslag og ekki síst að kynnast
sögu þessarar þjóðar sem er
mjög merkileg. Portúgalar eru,
eins og flestir vita, sægarpar
miklir og leggja mjög mikla
áherslu á góða fiskrétti. Grill-
aðar sandínur á ströndinni eru
ómissandi þáttur í kynningu
þessa lands.
Þar er tívolí
og dýragarður
í næsta nágrenni
| fyrra buðu Flugleiðir upp
á sumarhús í Þýskalandi, nánar
tiltekið í Daun Eifel. Þau hús
urðu mjög vinsæl hjá íslending-
um. Nú í sumar ætla Flugleiðir
að bjóða upp á nýjan sumar-
húsakjarna í Þýskalandi,
Winterberg. Það er ekki síst
vegna þess að Winterberg er
nýrri sumarhúsastaður og
býður auk þess upp á mun
meiri fjölbreytni heldur en er í
Daun Eifel.
Húsin í Winterberg eru eftir
sama arkitekt og húsin í Daun
Eifel en þau eru í hinum sér-
stæða þýska byggingarstíl.
Húsin eru mjög vel búin og i
næsta nágrenni við þau er fjöl-
breytt þjónusta. Af og til er
haldin veisla mikil á torginu í
Winterberg þar sem matur er
grillaður úti og ýmsir leikir eru i
hávegum hafðir, þá kannski
sérstaklega fyrir krakkana.
í Winterberg er einmitt ákaf-
lega margt fyrir börnin. Við
vatnið er hægt að fara að sóla
sig eða fljóta á vindsæng. Úti-
sundlaug er í Winterberg og ef
svo illa vildi til að rigndi úti er
nóg hægt að gera í íþróttahöll-
inni. Þar er spilaður tennis við
vélmenni, bowling er þar og
ýmsir aðrir leikir stundaðir.
Ekki langt frá Winterberg er
skemmtigarðurinn Fort Fun.
Þar er sannarlega margt um að
vera, bæði fyrir börn og full-
orðna: rússibani, hringekjur,
vatnsrússibani og meira að
segja heilt kúrekaþorp.
Frá Winterberg er einnig
stutt að fara í dýragarð þar sem
dýrin ganga villt. Upplagt er
fyrir ferðamenn að taka sér bíla-
leigubíl á meðan á dvölinni
stendur og aka til nærliggjandi
staða eins og Kölnar, Dussel-
dorf, Bonn, Kassel, Mainz og
Frankfurt. Einnig er Rínardalur-
inn skammt undan með allri
sinni náttúrufegurð.
Farþegar geta valið um
hvort þeir fljúga til Frankfurt
eða Luxemborgar en Flugleiðir
bjóða rútuferðir frá báðum
þessum borgum til Winterberg.
Í Dorintsumarhúsaþorpinu við
Winterberg er hægt að velja um
4 stærðir íbúða og sumarhúsa.
Flugleiðir hafa gefið upp heildarverð fyrir fjögurra manna
fjölskyldu í tvær vikur (flug, rútuferðir frá og til Frankfurt og
íbúð) kr. 59.808. Er þá miðað við að börnin séu innan við
14. tbl. Vikan 31