Vikan


Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 04.04.1985, Blaðsíða 34
dropasteinshellana en þeir eru æöislega flottir, með tilheyr- andi litum og hljóðum. Carc- assonne er einn annar staður sem mér finnst að fólk verði að sjá en þar er heilt virki sem sjálf- sagt er að skoða. í virkinu er til dæmis upplagt að fá sér að borða góðan málsverð því þar eru mörg góð veitingahús og einnig verslanir," sagði Ólafur Ingi. ,,Mér þykir líklegt að Orval verði með sérstakar skoðunarferðir á flesta þessa staði. Góð vín hafa alltaf heillað mig og þess vegna þótti mér mjög gaman aö skoða vín- ræktarhéruðin eins og Cháte- auneuf du Pape. Alls staöar er hægt að fá að smakka þessa Ijúfu, rauðu drykki. Það er alveg ótrúlegt hversu mikið hægt er að gera þessa daga sem dvalist er í Cap D'Agde, ef fólk á annað borð hefur áhuga á einhverju fleiru en að liggja á ströndinni og súpa bjór," sagði Ólafur ennfremur. ,,Mérfyndist að fólk ætti að fara annað til þess." Þar tapa þeir heilum árslaunum í einu spili Ólafur Ingi er orðinn ágæt- lega kunnugur rivierunni sjálfri og hann segir að það sé i raun sama hvar menn séu staðsettir á henni. „Ég segi nú eiginlega það sama um rivieruna og Cap D'Agde. Það er alveg nauðsyn- legt að taka sér bílaleigubíl, keyra um og skoða. Það er svo ofboðslega margt að sjá þarna sem enginn má láta fram hjá sér fara," sagði Ólafur. „Rivieran er ekki nema 150 km löng strönd. Við keyrðum þar um á tveimur dögum og ég verð að segja að það hafi verið toppur- inn. Hins vegar mundi ég ekki mæla með að fólk færi með börn á þennan stað; ekki vegna þess að það sé ekki frábært fyrir þau að vera þarna heldur að það er svo margt að skoða og sjá sem börn hafa kannski ekki gaman af. Allir verða að fara til Mónakó og heimsækja spilavítið þó ekki væri nema til að sjá auðkýfingana leggja árs- laun manns undir í einu spili og tapa. Allir verða líka að skoða Grimaldihöllina en í þeirri höll dvaldi Picasso er hann var í út- legð frá Spáni í byltingunni. í höllinni er fjöldinn allur af lista- verkum eftir Picasso og þar má einnig sjá myndir eftir Erro, sem að vísu var sagður finnskur, og listmálarann Miro ásamt mörgum fleiri. Þó ég hafi engan sérstakan áhuga á myndlist fannst mér mjög til þess koma að heimsækja þessa höll. Gallery Mecht er einnig stutt frá en það er eitt frægasta plakata- safn í heimi. Filmstjörnur á gangi Það er svo margt að sjá á er skemmtigarðurinn Garda- land sem er sannkallað Disney- tívolí með sædýrasirkus, Drakulakastala, hringekjum og rivierunni að það er eiginlega ekki hægt að nefna það allt. Borgir eins og Nice og Cannes þekkja allir og auðvitað er sjálf- sagt að heimsækja þær. Í verslunargötu í Cannes getur maður átt það til að rekast á þekkta filmstjörnu og þó við höfum kannski ekki efni á að versla þar er sjálfsagt að skoða þó ekki sé nema prisana. Nice er aftur á móti frekar ítölsk borg þar sem kaffihús og pizzu- veitingahús eru mjög algeng. Ég mundi ráðleggja ferðalöng- um í Frakklandi að borða heldur franskan mat," sagði Ólafur. ,,Ég veit ekki hvort ég á að vera að telja upp fleira, þá verð ég óstöðvandi. Eitt get ég þó sagt þér að á frönsku rivierunni fær maður þá tilfinningu að maður sé efnaður. Það er alls ekki svo að manni finnist maður eitthvað minnimáttar. Annað er að slík ferð sem þessi er alls ekki fyrir letingja og fólk, sem er að fara, ætti að njóta þess, skoða það sem staðurinn býður upp á og ekki spara neitt við sig." fleiru skemmtilegu. Þá er mjög stutt að fara á Caneva- vatnsleikvöllinn og Safarigarð- inn þar sem villt dýr ganga um. ' M. Ákjósanlegur staður fyrir fjölskyldur | argir íslendingar hafa hrifist af italíu og þá kannski ekki síst Gardavatninu. Þangað verður nú í fyrsta skipti farið í beinu leiguflugi með ferðaskrif- stofunni Terru. Við Gardavatn- ið er, eins og á fleiri vinsælum ferðamannastöðum, allt lagt upp úr að hafa sem besta og fjölbreyttasta aðstöðu fyrir ferðafólkið. Baðströndin er hrein og falleg, suðrænn gróður teygir sig um allar hlíðar og við ströndina má sjá fiskimennina við veiðar. Konurnar ganga með þvott sinn niður að vatn- inu og þvo hann þar, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við Gardavatnið hafa sprott- ið upp margir góðir og ódýrir veitingastaðir og diskótek eru á hverju strái. Fyrir þá sem vilja skoða sig um eru fjölbreyttar skoðunarferðir í boði. Má þar nefna ferð í óperuna í Veróna, Flórens er heimsótt og þar skoðuð hin mikla list. Þá eru Feneyjar á dagskrá og ferð til Innsbruck í Austurríki. Gardavatn er upplagður staður fyrir fjölskyldufólk. Þar Verð i Frakklandi: Franska rivieran, til dæmis brottför 12. júní í þrjár vikur, miðað við fjóra í íbúð á íbúðarhótelinu Heliotel Marine í bænum St. Laurent du Var, kr. 35.100. Cap D'Agde á sama tíma miðað við fjóra í íbúð, kr. 32.600. 34 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.