Vikan


Vikan - 04.04.1985, Side 36

Vikan - 04.04.1985, Side 36
Kalifornía og Spánn fá hæstu einkunn Oumir eru því marki brenndir að vilja helst fara í sumarleyfi þangað sem nætur- lífið er villtast. Aðrir sækjast eftir fjölmenni, enn aðrir fá- menni og þannig mætti lengi telja. En eitt er það sem flestallir sækjast eftir: að eyða sumar- leyfinu sínu í góðu veðri. Hvað er svo gott sumar- leyfisveður? Sól og hiti, segir þú, veðurbarinn og niðurrignd- ur lesandi með kuldabólur í föl- um kinnunum. Sjálfsagt eru flestir sammála en stundum getur orðið fullmikið af sól og hita sums staðar í heiminum — sér í lagi ef rakastigið er óhag- stætt. Hið fullkomna sumarleyfis- veður er að finna þar sem rétt jafnvægi er milli hita- og raka- stigs, vindstyrks og sólskins. Tökum dæmi: Í Quito, höfuð- borg Ecuador, sem stendur í 2744 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum, er hitinn síð- degis oftast um 22 stig og raka- stigið um fimmtiu prósent: hinn fullkomni hiti og raki til athafna. Að nóttu til fer hitinn niður í sjö stig og rakinn í 85 prósent: full- komið til þess að hvilast. Sólin skín i sjö klukkustundir og síð- degis kemur stutt og hressileg demba úr loftinu. Hið full- komna veður, ekki satt? Quito- búar hata það! Hinn dæmigerði íslendingur leitar eftir sumarleyfi þar sem hann getur treyst því að sólin skíni svikalaust og að helst komi ekki deigur dropi úr lofti meðan á dvöl hans stendur. Ákjósanlegur hiti er þá á bilinu átján til tuttugu og sjö stig i for- sælu. Í sólskini er hitinn um átta til tíu gráðum meiri. Fari hitinn mikið upp fyrir þetta á líkaminn í erfiðleikum með að kæla sig með svita. Og þá gerist það sama og með bílvélarnar: kerfið ofhitnar og allt ,,fer i steik"! Inn í þetta spilar rakastigið. Þá daga sem það er hærra en gengur og gerist er fólki ráðlagt að borða meira salt og drekka meira vatn en venjulega. Að þeim forsendum fengn- um, að fólk kjósi fyrst og fremst að eyða sumarleyfinu í þurrviðri og hita, hvert á það þá að fara? Að öllum líkindum er Kalifornía draumastaðurinn. Miðað við veðrið í Los Angeles i júní, júli og ágúst er þetta sólskinsfylki Bandaríkjanna paradís á jörðu. Sólin skín í fjórtán stundir á dag og vart kemur dropi úr lofti sumarmán- uðina þrjá. Svöl Kyrrahafs- golan heldur hitanum niðri, í Suðræn stemmning við Ermarsundið E rmarsundseyjarnar hafa löngum heillað ferðamanninn skeggjar gefa út sína eigin mynt og frímerki. Efnahagslíf er mjög þó ekki séu þær stórar. Jersey er íslendingum vel kunn enda verið mikill ferðamannastaður. Þá er Guernsey ekki siður vinsæl. Ferðaskrifstofa Kjart- ans Helgasonar býður ferðir til beggja þessara eyja alla föstu- daga frá 4. apríl. Er þá flogið til London og haldið beint til eyj- anna með U.K. Air. i bakaleið er hægt að staldra við í London ef þess er óskað. Báðar þessar eyjar eru sjálf- stæð riki, hafa eigið þing og stjórn en hafa þó sameiginlega drottningu með Bretlandi. Eyja- gott á báðum þessum eyjum og litlir skattar. Til dæmis er eng- inn söluskattur og er því mjög hagstætt að versla. Þar sem eyjarnar liggja skammt undan strönd Frakklands er veðurfar mjög gott. Baðstrendurnar hafa einmitt heillað marga sem þangað hafa farið. Jerseybúar eru, eins og ibúar Guernsey, af keltnesku kyni en hafa þó nokkuð blandast Frökkum og Englendingum. Báðar þjóðirnar hafa sóst til valda á eyjunum. Síðasta her- nám eyjanna var í síðari heims- Bæði á Jersey og Guernsey er mikið lagt upp úr góðum mat. Sæl- kerar hafa því eitthvað til að hlakka til þegar haldið er til eyjanna. styrjöldinni og hafa þær verið sjálfstæðar síðan. Eyjaskeggjar tala fleiri en eitt tungumál en aðalmálið er enska. Jersey er á sömu breiddar- gráðu og París en loftslagið er þó mildara og jafnara. Eyjan er láglend og frjósöm. Jerseybúar rækta aðallega holdanaut og kartöflur. Einnig mun sjómennska vera i hávegum höfð. Á Jersey er mikið kapp lagt á góðan mat og hefur eyjan því oft verið kennd við sælkera. Golfíþróttin nýtur mikilla vin- sælda. Golfvellir á Jersey eru þrír og allir mjög góðir. | Skemmtanalífið er fjölbreytt. Nefna má óperu, kvikmynda- | hús, dansstaði, ekta breska pöbba og diskótek. Hægt er að fara í margvislegar skoðunar- ferðir, bæði milli eyja og til meginlandsins. Guernsey er ekki ólík Jersey. Hún hefur sótt mikið á undanfarin ár hvað varðar 36 Vikan 14. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.