Vikan - 04.04.1985, Qupperneq 37
marleyfisveður að finna?
.
;i 'ýfer-í-;/■■■; j,1 . * * ,•
um 27 stigum. Vitaskuld getur
oröið heitara í fylkinu, til dæm-
is um 46 gráður í Dauðadaln-
um.
Yfir hásumarið leggst þoka
yfir Los Angeles snemma á
morgnana. Hún er þó yfirleitt
horfin um miðjan morgun.
Þessari þoku skyldi þó ekki
ruglað saman við iðnaðaróloftið
sem borgin er fræg fyrir. Ef það
væri ekki fyrir hendi væri Los
1 Angeles tvímælalaust paradís
1 sóldýrkenda. Veðurfræðingur
morgunþáttar BBC1 sjónvarps-
ins, Breakfast Time, gefur
Kaliforníu níu í einkunn af tíu
mögulegum.
Það þarf fáum að koma á
óvart að Spánn er sannkölluð
paradís sóldýrkenda. — Þarna
er aðallega átt við Miðjarðar-
hafsstrendurnar. Á suður-
ströndinni, Costa del Sol, er
Malaga. Séu veðurskýrslur
þaðan skoðaðar verður útkom-
an ákaflega hagstæð. Sólin
skin nær látlaust í júni, júlí og
ágúst. Hitinn fer reyndar oft á
tíðum talsvert upp fyrir 27 stig í
júnílok, júlí og ágúst í sjötíu
prósent raka þannig að sumum
verður hálfómótt seinni hluta
dagsins. Hafgolan gerir þó sitt
gagn en hlýir vindar frá Norður-
Afríku gera áhrif hennar oft að
engu og hleypa hitanum
gjarnan upp í fjörutíu stig.
Kvöldin eru þægilegasti tíminn
þarna við Miðjarðarhafið.
Lægsti næturhiti, sem mælst
hefur í Malaga að sumri til, var
þrettán stig. — Spánn fær átta
í einkunn af tíu mögulegum.
Smáeyjan Malta í
Miðjarðarhafi er einnig paradís
sóldýrkenda. í höfuðborginni
Vallettu skín sólin nær látlaust
sumarmánuðina þrjá, stundum
í meira en tólf stundir á dag.
Svo til það eina, sem getur sett
strik í veðurreikninginn, er
sirocco, sunnanvindurinn frá
Saharaeyðimörkinni. Honum
fylgir fínt sandrok eða móða.
Á kvöldin lækkar hitinn á
Möltu talsvert og þau eru svöl
og þægileg. Rakastigið er
nokkuð hátt allan sólarhringinn
en þó á engan hátt til
óþæginda. Að sumu leyti, seg-
ir veðurfræðingur BBC1, er
veðurfarið á Möltu fullkomið
fyrir þá sem leita sólar í sumar-
leyfinu umfram allt annað.
Einkunnin erátta.
Það er sáralítill munur á
veðrinu á Hawaiieyjum frá maí
til nóvembermánaðar. Hlýjasti
og þurrasti tíminn er þó sumar-
mánuðirnir þrír, júní, júlí og
ágúst. Á norðausturhlutanum
rignir reyndar bæði oft og vel
en suðvesturhlutinn er í góðu
skjóli og því yfirleitt þurr.
Höfuðborgin Honolulu er á
þurrari hluta Oahu-eyjar.
Meðalúrkoman þar í júní, júlí og
ágúst er um 2,5 sentímetrar. Til
samanburðar er hún um helm-
ingi meiri í London á sama
tíma. Sólin skín í um tíu klukku-
stundir á dag í Honolulu og hlýr
sjórinn kringum eyjarnar gerir
það að verkum að hitamunur
dags og nætur er fremur lítill.
Rakastigið er venjulega í hærri
kantinum. Hlýir hafvindar sjá
þó um að loftslagið er alla jafna
þægilegt. Þó kemur það fyrir á
nóttunni að þörf er loftkælingar
til að svefninn verði ótruflaður.
Loftslagið á Hawaiieyjum fær
sjö í einkunn af tíu mögulegum.
Dvalarstaðir ferðamanna i
Grikklandi skipta hundruðum.
Þá er að finna á meginlandinu,
á eyjunum, við stöðuvötn og
sjó og oft á tíðum skin sólin í
fjórtán klukkustundir á sólar-
hring. Höfuðborgin Aþena er
austan til í landinu, í einum
þurrasta hluta Grikklands. Þar
er sumarið langt og heitt og
öðru hverju skellur á þrumu-
veður. Síðdegin geta orðið dá-
lítið erfið en oft blása svalandi
norðanvindar, etesian, frá
Eyjahafinu. Kvöldin eru notaleg
blanda hita og um fimmtíu
prósent raka en á daginn fer
hitinn allt upp fyrir fjörutíu stig.
Heitir sunnanvindar eiga það
líka til að blása rykskýjum yfir
höfuðborgina. Grikkland fær
sjö í einkunn.
Guernsey:
I grein þeirri, sem framangreindar upplýsingar er að
finna, er því miöur ekki greint frá einkunn ítalíu, Portúgals
og nokkurra annarra vinsælla sólarlanda. Þess er þó skylt að
geta að Bahamaeyjar fengu sjö í veðureinkunn, Túnis og
Seychelleeyjar sex, Kenya fjóra og Indland og Hong Kong
þrjá.
—
'TVi
ferðamannastraum og má segja
að íbúafjöldi eyjarinnar tvöfald-
ist frá því í maí og fram á haust.
Á Guernsey er mikið af
Á mjög góðu hóteli á
Guernsey kostar vikan
22.776-24.524 krónur
eftir árstíðum. Er þá inni-
falið í verði flug, gisting og
morgunverður. Þá geta
menn einnig valið ódýrari
hótel, eða svokölluð
„guest houses", þar sem
vikan í tveggja manna her-
bergi kostar frá 19.191
krónu. Hver aukavika
kostar síðan 4.677 krónur.
Á mjög góðu hóteli á
Jersey kostar vikan í
tveggja manna herbergi frá
20.569 krónum og auka-
vika frá 6.055 kr. Hægt er
að velja um fjölmörg hótel
og verð allt niður í 18.418
krónur.
Baðströndin i Guernsey minnir á suðrænar slóðir og ekki sakar hið milda
og góða loftslag.
söfnum og er margt sem minnir
á þegar Þjóðverjar hertóku
eyna í síðari heimsstyrjöldinni.
Englendingar hafa mikið sótt
þangað í sumarfríum sínum og
notið góða veðursins og
baðstrandanna, auk þess að
skoða gamlar minjar.
Mikill gróður er á Guernsey
og blasir hann hvarvetna við.
Þá er mikið lagt upp úr sporti.
Er í raun sama hvaða sport það
er. Þó má nefna tennis,
badminton, fótbolta, ásamt
öðrum boltaleikjum, sjóskíði
eru eftirsótt, reiðhjól eru mikið
notuð, golf og hestaleigur eru
einnig á staðnum. Eyjamenn
hafa líka útbúið margar
skemmtilegar gönguleiðir fyrir
þá sem vilja hreyfa sig og njóta
náttúrunnar í leiðinni.
Fyrir þá sem eru orðnir leiðir
á íbúum við Miðjarðarhafið en
kjósa engu að síður sól og sjó
ættu Ermarsundseyjarnar að
henta ágætlega.
14. tbl. Vikan 37