Vikan - 04.04.1985, Side 65
Mamma var aö lesa ævintýri
fyrir börnin sín og þaö endaði
svona:
— Og nú vitið þiö aö í hvert sinn
sem stjarna fellur af himni ofan
deyr einhver mannvera. . .
— Já, sagði Sigga litla hugsi.
En auðvitað ekki nema hún hitti!
Pabbi og mamma áttu
brúðkaupsafmæli og Lísa, tíu ára,
stakk upp á því við Palla, yngri
bróður sinn, að þau gæfu for-
eldrum sínum blóm.
— Allt í lagi, sagði Palli, en þú
verður að borga því það er þér að
kenna að þau giftu sig.
— Pabbi, skapaði guð þig?
— Já, sonurminn.
— Og mig líka?
— Já.
— Finnst þér honum ekki hafa
farið fram?
Mamman hafði fengið gömlu
frænku sína í heimsókn og hafði í
tilefni af því bakað köku sem Ola
litla þótti alveg ofboðslega góð.
— Jæja, sagði hún þegar
frænkan var að fara. — Nú ætla ég
að láta þig fá köku í nesti!
— Mamma, hvíslaöi Oli litli. Er
ekki alveg nóg að láta hana fá
uppskriftina?
HÉ
,íppfMýj? súkkulaðihjúpkexið
t0f§0piparmintufyllingunni
%0M®fc;Mr:sannkölluð perla.
Wm
14. tbl. ViKanbs