Vikan


Vikan - 23.05.1985, Síða 5

Vikan - 23.05.1985, Síða 5
A \ einni kvöldstund hjá Leikfélagi Akureyrar líöa fjörutíu og átta æviár eins af gimsteinum mannsorpsins. Edith Piaf, sem fæddist undir Ijósastaur, ólst upp í hóruhúsi í umgengni við mannlífsdreggjarnar en varð ein skærasta listastjarna þessarar aldar, er þar endurfædd, lifir og deyr í eftirminnilegri leiksýningu. Tíu leikarar túlka þar þrjátíu og sjö persónur. Stærstu hlutverkin eru í höndum Eddu Þórarinsdóttur — Edith Piaf — og Sunnu Borg — sem leikur nánustu vinkonu hennar og hald- reipi gegnum tíðina, portkonuna Toine. VIKAN bregður upp myndum af þessu fólki eins og það kemur fram í fyrsta gervi kvöldsins, í þann mund sem Edith unga er að syngja sig af stað til frægðar og átaka, sjálfala barn umhverfisins. Þetta er ekki leiklistargagnrýni, ekki einu sinni sviðsmyndir úr leikritinu sjálfu, aðeins myndir af nokkrum persónum þess ásamt því sem þær gætu verið að segja — ef þær tala þá nokkuð. Við sjáum Edith Piaf, föður hennar, kráreigandann sem ,,fann” hana á götunni, glasavörðinn á knæpunni, Toine aldavinkonu hennar og skækjurnar á götunni, og loks lögregluþjónana sem eru eins og framandi armar allt annarrar tilveru — Pigalle við upphaf kreppunnar. Jnja vinur, hvafl finnst þér? Hún yfirgnœfir afl minnsta kosti diskaglamrifl. . Hún haitir Edith — Edith Gassion. Portkonur Parisar hrœrðist i. Barnsburð ber afl tilkynna samstundis. Pafl stendur i lögunum. jarðvegs sem söngfuglinn Piaf spratt úr og 21. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.