Vikan


Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 16

Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 16
Hinn ofurmyndarlegi Art Malik Er nokkur búinn aö gleyma Hari Kumar, Indverjanum myndar- lega Úr Dýrasta djásninu, sjón- varpsþáttunum sem sýndir voru í vetur? Tæplega nokkur sem á annaö borð fylgdist meö þáttun- um, í þaö minnsta ekki kvenfólkið því Hari Kumar var eftirminni- lega myndarlegur maður og persóna sem átti samúö áhorf- enda. En Hari Kumar heitir vitanlega ekki Hari Kumar í raun og veru þó svo aö honum hafi gengið illa að gera fólki það ljóst, svo sterkt upp- liföi þaö hann í rullunni. Leikarinn heitir Art Malik og er 32 ára Breti eins og Hari Kumar, fæddur í Pak- istan og flutti meö foreldrum sín- um til Englands þegar hann var þriggja ára. Dýrasta djásnið var fyrsta meiriháttar hlutverkiö hans en síðan hefur hann leikið lögf ræðinginn Mahmood Ali í Ferð- inni til Indlands og í mynd sem heitir The Far Pavillions og er gerö eftir frægri rómantískri ástar- sögu. Um þessar mundir leikur Art Malik á sviði í Manchester í leikgerö Great Expectations (Glæstar vonir) eftir Dickens, og það ber til tíðinda að hann leikur ekki Indverja heldur mjög svv. breskan Breta, Herbert Pocket. Vegna þess að hann er nokkuð dökkur á hörund hefur honum gengið heldur illa að fá aö leika hvíta menn. Hann segir að þama ríki tvískinnungur því það sé ekk- ert talið athugavert við það þó hvítir menn eins og Alec Guinness og Lawrence Olivier leiki hör- undsdökka menn, en sé þessu á hinn bóginn víxlað þyki það frá- leitt. En nú er þetta örlítið að breytast til batnaðar fyrir hör- undsdökka leikara því sannast sagna em góð hlutverk sem skrif- uð em fyrir þá haria f átíð. Hlutverk Hari Kumar í Dýrasta djásninu olli straumhvörfum í lífi Arts Malik. Þetta var stóra tæki- færið hans í lífinu og nú er svo komið að faðir hans, sem er virtur augnlæknir, er hættur að spyrja hann hvenær hann ætli að fara að fá sér vinnu! Systkini Arts Malik, fimm að tölu, fóm öll í langskóla- nám og það var til þess ætlast að hann færi þá leið líka. En hann var áhugalaus og latur í skóla og náöi ekki tilskildum einkunnum til þess að komast í arkitektúr, en að því stefndi hann í orði. Til þess að gera eitthvað fór hann í viðskipta- fræðinám og gekk í leiklistarfélag skólans. Það varð til þess að hann hætti námi og þreytti inntökupróf í fjölmarga leildistarskóla. Að lok- um var hann tekinn inn í Guildhall skólann í London. Eftir að hann út- skrifaðist lék hann meðal annars hjá Royal Shakespeare Company og Old Vic vegna þess að venju- lega féllu til einhver hlutverk þar sem þurfti dökkan mann. Og fyrst hann gat leikið og var á annað borð í húsinu fékk hann smáhlut- verk í hinum og þessum leikritum. Með því gat leikhúsið stært sig af frjálslyndri stefnu í þessum efn- um en í rauninni var þetta aðeins til að sýnast. Árið 1978 benti vinur Maliks honum á að lesa The Raj Quartet eftir Paul Scott (sem sjónvarps- þættimir em gerðir eftir). Honum þótti bókin torveld aflestrar en þrælaðist í gegnum hana sér til mikillar ánægju. Vinurinn, sem benti honum á bókina, sagði enn- fremur við hann að þegar til þess kæmi að bókin yrði færð í leikbún- ing yrði hann að fá að reyna sig sem Hari Kumar. Þegar að því kom að Granada sjónvarpsstöðin fór að huga að kvikmyndun þáttanna hafði leik- stjórinn samband viö hann og vildi raeða málin. En það var ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar að hann var aftur kallaöur til, i þetta sinn ásamt Susan Woolridge (sem lék Daphne Manners) og þar með var hlutverkaskipan ákveðin. Hann var í tíu vikur á Indlandi, en ein áhrifamesta senan er þó tekin í kjallara leikhúss í Eng- landi. Það er þegar Ronald Merr- ick er að pynta Hari Kumar. I því atriði þurfti Art Malik að koma fram nakinn. Atriðið var ekki tek- ið upp fyrr en undir lokin þegar allir leikaramir höfðu kynnst vel. Eins og hann segir sjálfur þá hafði hann dottið í’ða með öllum við- stöddum og því var þetta ekki eins hræðilegt og hann hafði átt von á. Art Malik er giftur og á tvær dætur. Tilboðin streyma nú að honum og framtíðin virðist blasa björt við honum. „Mig langar til þess að hvíla mig á aö leika Ind- ver ja um hríð, þó ekki væri til ann- ars en sannfæra fólk um að það er líf eftir Hari Kumar!” segir Art Malik. 16 Vikan 21. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.