Vikan


Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 29

Vikan - 23.05.1985, Qupperneq 29
Þau hver? — Vínin auövitað. En ekki falla allar víntegundir undir heitið VlN. Þegar við á Islandi töl- um um vínföng erum við gjaraan að vitna til allra þeirra diykkja sem innihalda vinanda — ailt frá léttgerjuðum vínberjalegi til hinna sterkustu vína sem stundum eru kölluð „brennivín” manna í milli. Ef þið, lesendur góðir, hefðuð verið þátttakendur í stuttu en ánægjulegu námskeiði í „vín- smökkunartækni” sem haldið var á Hótel Holti á dögunum hefðuð þið sannfærst um aö ekki er allt VlN þótt vín sé kallað. GÖÐ STEMMNING Það var góð stemmning í Þing- holti, einum af sölum Hótel Holts, seinni námskeiðsdaginn. Ekki svo að skilja að þaraa hafi verið sest að sumbli innan um franskar vín- flöskur. En hver veit nema það hafi ein- ungis verið að þakka manninum sem kynnti og útskýrði eiginleika franskra víntegunda, Jean Rabourdin, að svo var ekki gert? Jean Rabourdin var hingað kominn frá Frakklandi að beiðni fransk-íslenska félagsins Alli- ance Francaise og í samvinnu við Hótel Holt átti hann að kynna áhugafólki um frönsk vín hvemig bragöa skuli á vínum og leiðbeina Landaraignir franskra vinbssnda aru val merktar. „CHAMPY PERE" er eitt af elstu fynr- tnkjunum sem framlaiða Búrgundarvin, stofnað 1720. — Glœsileg landareign — gœðavin. um mismunandi gæöaflokka, upp- runa og fleira í þeim dúr. Mættir voru um tuttugu manns sem vildu nálgast alla þá vitn- eskju sem tiltæk er um frönsk vín. Og þaö eru hvít og rauð vín sem hér er verið að f jalla um, vín sem gerð eru úr vínberjum, ljósum, rauðum og ljósrauðum. Ætlunin var að kynna sérstak- lega vín frá Bordeaux-vínhéruð- unum. En verkfall hjá dönskum flugvallarstarfsmönnum truflaði þessa fyrirætlan lítillega. Þannig var að Jean Rabourdin ætlaði að koma með öll tilheyrandi vín með sér. En hluti þeirra varð eftir í Kaupmannahöfn, einmitt þau frá Bordeaux. Jean tók því það ráð að kynna í þeirra stað vín frá Búrgundarhér- aðinu í Frakklandi. Þaö var svo sem ekkert verra og geröi sama gagn. VlNFRÆÐINGUR - VÍDTÆKT STARF „Starf vínfræðings er víðtækt,” segir Jean Rabourdin. „Það er þó fyrst og fremst fólgið í greiningu víns á rannsóknarstofum, viður- kenndum af „I.N.A.O.” (stofnun í Frakklandi sem ákveður útnefn- ingu og gæðaflokk vína). Vín hafa batnað undanfarin ár og nú flokkast vín sem „mjög góð” og „góð” eða „sæmileg” — en aldrei slæm eða mjög slæm. Það færist í vöxt að synir vín- yrkjubænda leggi stund á nám í vínfræði og skýrir það meðal ann- ars að vín fara stöðugt batnandi.” HVAÐ ER VÍNSMÖKKUN7 Vínsmökkun eða prófun er sú list að meta vín, ákveða gildi þeirra og kosti og segja til um upp- runa þeirra, ákveða flokkun þeirra, réttan aldur eða geymslu. Það að „smakka” vínin er ekki fólgið í því að drekka þau. Prófun- in er oft og tíðum þreytandi og alltaf vandasöm. Þremur skilningarvitum er aðallega beitt varðandi þessa prófun: sjóninni til þess að dæma litinn, gegnsæi og aðra eiginleika sem sýnilegir eru — þefskynjuninni til þess að meta ilminn — og bragðskyninu til þess að dæma bragðiö. Ekki getur hver sem er orðið víndómari. — Aðeins sá sem 2I.tbl. VIKan 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.