Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 10
NAFN VIKUNNAR:__ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR Land undir fót Ferðafélag íslands var stofnað 27. nóvemb- er 1927 og hefur starfað í 60 ár. Þórunn Lárusdóttir hóf störf hjá félaginu sem sumar- stúlka 1961 og var viðloðandi störf félagsins til 1976 en þá tók hún við stöðu framkvæmda- stjóra. Þórunn segir markmið félagsins vera að örva íslendinga til þess að ferðast um sitt eig- ið land og vitnar í 2. grein laga félagsins en þar stendur: .. sérstaklega skal beina áhuga almennings að þeim stöðum sem eru lítt kunn- ir en fagrir og sérkennilegir ...“. „Þetta var höfuðmarkmið félagsins í upp- hafi,“ segir Þórunn, „er enn þann dag í dag og verður svo meðan félagið starfar." Ferða- félag íslands uppfyllir þessi markmið á þrennan hátt: Það gefur út ferðalýsingar, beit- ir sér fyrir byggingu og rekstri sæluhúsa og býður upp á ódýrar ferðir um landið. Þetta eru jafnframt þeir þættir sem starfsemi félags- ins snýst um. Ferðir Ferðafélagsins skipa veglegan sess í starfseminni. Þórunn bendir á að 1986 voru farnar 220 ferðir og voru þátttakendur á sjötta þúsund. Hún segir að ferðir séu þrenns kon- ar: dagsferðir, helgar- og sumarleyfisferðir og fræðsluferðir. Dagsferðir eru yfirleitt ganga eða ökuferðir í næsta nágrenni Reykjavíkur en í helgar- og sumarleyfisferðum er haldið á fjarlægari mið. Ferðafélagið gengst einnig fyr- ir grasa- og berjatínsluferðum, jurta- og fuglaskoðunarferðum og söguferðum. „Við höfum farið á slóðir ýmissa Islendingasagna, svo sem Laxdælu og Eglu,“ segir Þórunn, „og í 30 ár höfum við farið á söguslóðir Njálu undir leiðsögn dr. Haraldar Matthíassonar og hafa þær ferðir verið með eindæmum skemmtilegar og fróðlegar." Eins og fyrr segir er Ferðafélag íslands 60 ára. Aðstaða til ferðalaga hefur tekið stökk- breytingum þessi ár og kemur þar einkum tvennt til: vegir og farartæki. Árið 1927 var vegakerfí landsins harla ófullkomið. Frá Reykjavík lágu bílvegir suður með sjó og austur yfir fjall; þó var Hellisheiðarvegur svo mjór að erfitt var að mætast nema báðir bíl- arnir færu út á klappir. Ekki voru farartækin glæsilegri. Engir bílar voru með drif á öllum hjólum og þeir stærstu rúmuðu milli 10 og 20 manns. Auðséð er að þessar aðstæður settu Ferðafélaginu skorður enda var ekki farið geyst úr hlaði; flestar ferðirnar voru stuttar og megináhersla lögð á að ganga. Þó nýttu menn sér aðra ferðamáta en þá tvo jafnfljótu; einkum báta og hesta. Á íjórða áratugnum var stígandi í starfsemi félagsins og fylgdi hún bættum samgöngiim. Ferðir lengdust og urðu fjölbreyttari. Árið 1934 hófust sumarleyfisferðirnar. Sú fyrsta var farin austur um sveitir, meðal annars að Heklu og Fossi á Síðu. Segja má að ferðamál félagsins komist í nútímahorf um 1937. Þá höfðu til dæmis verið ruddir vegir og lagðar brýr svo að greið leið var allt inn á Hvera- velli. Um það leyti hóf Ferðafélagið langar sumarleyfisferðir. Farnar voru hringferðir um landið og hafnar ferðir um miðhálendið. Að stríði loknu eignuðust íslendingar jarð- ýtur og ruddu þær leiðir inn í óbyggðir. Stórár voru einnig erfiðar viðfangs en það tókst að sigrast á þeim. Smátt og smátt opnaðist hver leiðin af annarri og tími öræfaferða hófst. Síðastliðin 30 ár hafa ferðir verið með svip- uðum hætti og á svipaðar slóðir. „Þær taka að sjálfsögðu styttri tíma og eru þægilegri,“ segir Þórunn, „því ávallt verða bílar hrað- skreiðari og akvegir betri.“ Að sögn Þórunnar er öllum heimil þátttaka í ferðum félagsins og þær eru sniðnar á þann hátt að sem flestir geti tekið þátt í þeim. „Þó eru Öræfajökull og fleiri íjallstindar klifnir,“ segir Þórunn, „og þátttakendur í slíkum ferð- um verða að sjálfsögðu að búa yfir meira líkamsþreki og vera í betra formi en gengur og gerist.“ Nú er háönn Ferðafélagsins hafin; allflest sæluhús hafa verið opnuð og vegir eru færir. Eg spurði Þórunni hvað menn hefðu fyrir stafni yfir vetrartímann. Hún sagði vetrar- starfið vera tvíþætt: sunnudagsferðir og samkomur. Sunnudagsferðirnar eru stuttar göngur í nágrenni borgarinnar og skíðaferðir þegar færi gefst. Þó er einnig farin ferð í Þórs- mörk urn nýár og aftur á góu og svo eru farnar páskaferðir. Myndakvöld eru mánaðarlega og kvöldvök- ur eru 2-3 á vetri og þá er fjallað ítariega um eitt ákveðið efni fólki til fróðleiks og skemmt- unar. „Þetta starf okkar stendur með blórna," segir Þórunn. „Sjaldan koma færri en 100 á svona kvöld og það er góð tala í landi þar sem togstreitan um sálir er ótrúleg." Annar aðalþátturinn í starfi félagsins er bygging og rekstur sæluhúsa. Framan af gistu félagsmenn á gististöðum eða bæjum, væri þess kostur, annars var tjaldað. Brátt risu þó vistleg sæluhús og nú á Ferðafélagið 27 skála. Þeir rúma frá 6 100 manns. Þórunn sagði skálana vera opna öllum en félagar greiða lægra gistigjald. Sem stendur er enginn skáli i byggingu. „En við erum sifellt að breyta eldri húsunt og bæta þau,“ segir Þórunn, „því kröfurnar auk- ast alltaf. Aðalátak afmælisársins er að bæta þjónustu- og gistiaðstöðu í Landmannalaug- um. „Þetta er íjölsóttur staður og brýn þörf á endurbótum," segir Þórunn. Þórunn bendir þó á að enn sé Þórsmörk höfuðból Ferðafélagsins. Þangað sé aðsókn mikil og framkvæmdir stöðugar. „Við reynum þar að hlúa að gróðri og verja landið eftir bestu getu.“ Þriðji meginþátturinn í starfi Ferðaféjagsins er útgáfustarfsemi. Árbók Ferðafélags íslands hefur verið gefin út i 60 ár og stendur undir rekstri félagsins ásamt félagsgjaldinu. „Þetta eru landlýsingar,“ segir Þórunn er ég spyr um efni bókanna. „Hver bók fjallar um ákveðinn landshluta, svæði eða sýslu og eru Árbækurn- ar sú besta og vandaðasta Islandslýsing sem völ er á.“ Nýlega hóf félagið útgáfu fræðslurita og mun halda því áfram eftir því sem efni og ástæður leyfa. Þegar hafa komið út ritin Fjörulíf og Gönguleiðir að_ Fjallabaki. Þá hefur Ferðafélagið gefið út íslandskort með jöfnu millibili frá því fyrir 1940. Þetta kort, Ferðafélagskortið, er einnig vegakort og nýtur mikilla vinsælda. Skrifstofa Ferðafélagsins er til húsa að Öldugötu 3 og hefur verið þar síðan 1965 en húsakostur er þröngur. Þórunn segir að félag- ið hafi sótt um lóð hjá Reykjavíkurborg og standa vonir til að hægt verði að flytja í eigið húsnæði í byrjun næsta áratugar. „Sérstök þörf er á hentugu húsnæði fyrir myndasýningar og aðrar samkomur," segir Þórunn, „en við stefnum að því að koma upp miðstöð fyrir alla okkar starfsemi. Þaðan yrði öllum framkvæmdum stjórnað og þar hæfust ferðir okkar.“ Um 100 manns starfa hjá Ferðafélaginu, þar af 60-80 leiðsögumenn. Um leiðsögumennina segir Þórunn: „Þetta eru staðkunnugir og fróðir menn sem hafa gaman af að ferðast.“ Hver leiðsögumaður fer 2-25 ferðir á ári og vinna þeir yfirleitt kauplaust. „Enda er Ferða- félagið áhugamannafélag og nær öll vinna unnin í sjálfboðavinnu," segir Þórunn. Loks spyr ég Þórunni hvað gert verði til hátíðabrigða á afmælisárinu. Hún segir að rneðal annars megi nefna göngu frá Reykja- vík upp i Reykholt í Borgarfirði en hún verður farin í sex áföngum í sumar og lýkur 23. ágúst. „Ég hvet alla til þess að taka þátt i þessum göngum," segir Þórunn, „og öðrum ferðum Ferðafélagsins. Holl útivera er mikils- verð bót, bæði fyrir sál og líkama." Viðtal: Sigrún Ása Markúsdóttir Mynd: helgi skj. friðjónsson 10 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.