Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 18
NORRÆNIR MÚRBRJÓTAR Þrátt fyrir fjölmargar jákvæðar breytingar eiga konur enn langt í land með að sitja við sama borð og karlmenn á mörgum sviðum í þessu þjóðfélagi sem öðrum. Fenginn árangur hefur sannarlega ekki náðst af sjálfu sér hcld- ur vegna áralangrar, þrotlausrar baráttu kvenna fyrir jafnsjálfsögðum mannréttindum og jafnrétti kynjanna er. Hópur kvenna hefur unnið að samnorrænu verkefni sem kallað er Brjótum múrana. Þetta er Ijögurra ára verkefni sem er unnið að til- stuðlan norrænu ráðherranefndarinnar. Nokkrar þessara kvenna þinguðu nýlega hér á landi. Margt er líkt í þessum löndum hvað varðar þróun atvinnuþátttöku og starfsval kvenna en annað er ólíkt. Um 70-80% kvenna á Norðurlöndum vinna á verslunar-, þjón- ustu-, kennslu- og umönnunarsviði en sama prósentuhlutfall karla vinnur við landbúnað, skógrækt, fiskveiðar, iðnað, samgöngur og stjórnun. Tilgangur verkefnisins Brjótum múrana er að „þróa og prófa leiðir til að brjóta niður þá múra sem aðskilja vinnumarkaði karla og kvenna. Þetta er jafnréttisverkefni og mark- mið þess er að auka fjölbreytni í náms- og starfsvali kvenna og tryggja atvinnuöryggi þeirra með aðgerðum sem beinast bæði að menntakerfinu og atvinnulífinu." í þessu sam- bandi hefur verið komið upp ýmsum tilrauna- verkefnum á sviði menntunar og atvinnu á afmörkuðum svæðum á öllum fimrn Norður- Hluti fulltrúa Brjótum múrana (frá vinstri): Anne Uee Youden, Monika Tamm-Buckle, fram- kvæmdastjóri norrænu jafnréttisnefndarinnar, Valgerður Bjarnadóttir, Inge Mærkedahl, Gunnel Brameus og Drude Dahlerup. löndunum. Síðan er auðvitað meiningin að miðla því áfrarn sem vel gefst. Vikan fékk konurnar fimm, sem eru verkefnisstjórar hver í sínu landi, til að segja frá því sem þar er helst að gerast. Valgerður Bjarnadóttir, Akureyri: „Það er ýmislegt að gerast hjá okkur á Akureyri en það sem kannski ber hæst núna og hefur borið mestan árangur er námskeið fyrir konur sem eru að stofna fyrirtæki. 22 konur hafa tekið þátt í námskeiðinu og eru þær flestar að vinna að því að stofna fyrirtæki eða hafa þegar gert það. Þannig verða von bráðar bara á Norðurlandi eystra fast að 20 ný fyrirtæki í eigu kvenna. Segja má að allnokkrar þessara kvenna hafi tekið nýja stefnu í lífinu eftir námskeiðið því stofnun fyrirtækis var þeim áður bara fjarlægur draumur. Við erum einn- ig um þessar mundir að gera heljarmikla könnun á stöðu kvenna í fjórum af stærstu fyrirtækjum Akureyrarbæjar. Þar ræðum við við konur í stjórnunarstörfum til að komast að því livað það er sem letur eða hvetur kon- ur til að taka að sér stjórnunarstörf. Væntan- lega fáum við svör við þessu í haust og þá ættum við að geta sagt eitthvað um hvað hægt er að gera til að auka hlut kvenna í stjórnun." Inge Mærkedahl, Danmörku: „í Dan- mörku erum við að vinna að könnun á starfi og möguleikum kvenna í fyrirtækjum en það eru tveir bankar og eitt málmiðnaðarfyrir- tæki. Aðferðir okkar eru þær sömu og annars staðar. Við athugum starfsskiptingu milli kynjanna og reynum að finna út með viðtölum hvers vegna þessi skipting á sér stað. Við erum þegar komnar með niðurstöður úr málmiðn- aðarfyrirtækinu. Málmiðnaður hefur löngurn byggst á þungavinnu; þar sem líkamlegur kraftur hefur ráðið úrslitum um afköst. Þetta fyrirtæki notar aftur á móti mjög fullkominn stýribúnað en slík tæki draga úr mikilvægi þungavinnunnar og gera konum því kleift að takast á við verk sem áður voru einungis á 18 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.