Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 19.-25. JÚLÍ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Mikið vill meira. Þér hættir til að fara yfir lækinn eftir vatni en það sem þú leitar er nær en þú hyggur. Hvernig væri nú að hugsa málið í ró og næði, vega og meta staðreyndir og leggja niður fyrir sér hvað er þess virði að berjast fyrir því? VOGIN 24.sept.-23.okt. Þú kemur til nteð að umgangast fólk sem er örara í skapi og uppstökkara en þér fmnst góðu hófi gegna. Þú verður að leiða þetta hjá þér til að koma í veg fyrir að það spilli fyrir þér. Kurteisi og sanngirni er heppilegasti mótleikur þinn. NAUTIÐ 21.apríl-21.maí Veldu þér félagsskap af kostgæfni því ekki er sama hverja þú umgengst á næstu dögum. Menn hafast misjafnt að og til er það sem þú ættir alfarið að láta eiga sig. Þú veist hvað við er átt en átt ef til vill erfitl með að viðurkenna staðreyndir. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þetta verður örugglega ekki leiðinleg vika, hvað svo sem um hana má segja að öðru leyti. Það er margt að gerast í kringum þig og þú átt ýmissa kosta völ. Þótt þú kjósir ef til vill ekki að taka beinan þátt í öllu því sem í boði er skaltu fylgjast með. TVÍBURARNIR 22. maí-21.júní Viktu eigin hagsmunum til hliðar um sinn. Smámunir eru oft það sem mestu varðar i daglegu lífi en þér hættir til að sjá ekki út fyrir hversdagsamstrið og skortir þar af leiðandi víðsýni. Þérgefst einstakt tækifæri til að leiðbeina öðrum. BOGMAÐURINN 24.nóv.-21.des. Finnist þér að til þín séu gerðar ósanngjarnar kröfur ættirðu fremur að bera þig upp undan því en að láta þykkjuna vaxa innra með þér. Fólk metur aðstæður mismunandi og það sem einurn finnst erfitt er leikur einn í augunt annarra. KRABBINN 22. júní-23. júlí Náinn vinur reynir á þolrifin í þér og atburðir næstu viku gera útslagið hvað úr vináttunni verður. Taktu misklíð ekki of nærri þér, óeðlilegt væri ef ætíð væru allir sammála og vinátta erekki mikils virði ef hún þolirekki missætti. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Þú þarft að ganga skipulega til verks og verður að forðast að blanda saman ólíkum hlutum og óskyldum málum. Taktu engar afdrifaríkar ákvarðanir í fljótræði. Þótt allt sýnist liggja í augum uppi skaltu halda sem flestum möguleikum opnum. LJÓNIÐ 24. júlí—23. ágúst Allt gengur sinn vanagang frarn eftir vikunni og þess vegna hefurðu ef lil vill ekki nægilegan andvara á þér. Hver verður að þekkja sinn vitjunartíma og ef þú fy.lgist ekki grannt með geturðu búist við að standa óþægilega illa að vígi. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Ekki skaltu binda miklar vonir við viðskipti í næstu viku. Eitt- livað sem þú hefur vænst bregst eða breytist verulega og þú átt kannski erfitt með að sætta þig við það í fyrstu. Síðar gef- ast aðrir kostir og vænlegri þannig að niðurstaðan verður góð. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þú verður upptekinn af persónulegum málefnum og fátt annað kemstað. Bídduekki oflengieftiröðrum. Hverersinnar gæfu smiður og þú skalt ekki vænta þess að aðrir leggi sig í frantkróka við að uppfylla óskir þínar og þarfir. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu. Það sem þér finnst stórmál í bili er ekki annað en afleiðing þess sem áður hefur kontið frant. Vertu jákvæður. Það er beðið eftir því sem þú hefur til mál- anna að leggja og eins gott að sleppa öllu svartsýnisrausi. 56 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.