Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 22
Vikan — kvikmyndir/IVIyndbönd Madonna ásamt mótleikara sínum, Griffin Dunne, i Who’s That Girl. Madonna er tvímæla- laust ein skærasta stjarnan á sviði rokktónlistar í dag. Hún er fögur og hefur heill- andi framkomu og mynd- bönd með lögum hennar, þar sem hún leikur yfirleitt hlut- verk, hafa vakið mikla athygli og verið hrósað. Madonna hefur leikið í tveimur kvikmyndum, Des- perately Seeking Susan og Shanghai Surprise. Fyrirleik sinn í þeirri fyrrnefndu hlaut hún mikið lof og hlutverk, sem átti að verða aukahlut- verk, varð að öðru aðalhlut- verkinu í meðförum hennar. Shanghai Surprise var allt annar handleggur - dýr mis- tök, kvikmynd sem sumir segja að hefði aldrei átt að gera og Madonna í hlutverki trúboða var langt frá því að vera sannfærandi. Sjálf segir hún um þessa reynslu sína að handritið hafi verið áhugavert en þegar komið var á upptökustað virtust fáir vita hvað gera skyldi og frá öðrum degi varð mynd- inni ekki við bjargað. Hún hefur því verið varkár við val á þriðju kvikmynd sinni. Ekki vantaði hana til- boðin. Mest freistandi var titilhlutverkið í Evita en hún og Robert Stigwood fram- leiðandi voru ekki sammála um í hvaða formi kvik- myndaútgáfan ætti að vera. Henni var boðið aðalhlut- verkið í Blind Date en hún hafnaði því á þeirri forsendu að hún l’ékk ekki að vera með í ráðum um hver yrði mótleikari hennar. Kim Bassinger tók því við hlut- verkinu ogaðalhlutverki í Siesta hafnaði hún á þeirri forsendu að of mikið væri um nektaratriði í myndinni. En hún stóðst ekki freist- inguna er henni var boðið hlutverk Nikki Finn í Who’s That Girl, rómantískri gam- anmynd er gerist í New York. Það sem meðal annars varð til þess að hún þáði hlutverkið var að leikstjóri myndarinnar er James Foley sem hefur leikstýrt sumum af bestu myndböndum henn- ar. Hann á að baki tvær kvikmyndir. Recklessog At Close Range, en í þeirri síð- arnefndu lék annað aðal- hlutverkið eiginmaður M adonnu,va nd ræðagem 1 - ingurinn Sean Penn. 22 VIK A N 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.