Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 53
Tvær smásögur eftir Hebu KANNSKI „Ég hef saknað þín og Esjunnar," byrjaði ég samtalið og brosti við mann- inum sem sat handan við skrifborðið. En í staðinn fyrir að brosa á móti og svara horfði hann á mig rannsakandi augnaráði og þagði. Þögn hans var alger. Hann virtist agn- dofa. Ég hafði ekki búist við þessum móttökum setningarinnar, hafði slegið henni fram í sannleika og þó um leið í kerskni. Þögnin breiddi úr sér eins og grá, köld þoka. Það fór hrollur um mig. Hvað ég gat alltaf dæmt allt skakkt, vissi aldrei hvað mátti segja og hvað ekki, hvernig átti að segja hlutina. Og vegna þess að ég vissi ekki hvað ég gæti sagt til að bæta úr þessari voðalegu spennu, sem setningin hafði valdið, þá þagði ég honum til samlætis og hugsaði. Ég hugsaði aftur til gærdagsins og landsins handan hafsins, þaðan sem ég hafði komið, þar sem allt er grænt, ei- líft gras, plöntur og tré, allt í mismun- andi grænum litbrigðum; allt innibyrgt í grænni þokumollu, ekkert víðsýni, hvorki í landslagi né félagslega. Þar sem samskipti manna eru í föstum skorðum hefðarinnar, hvert orð og athöfn yfir- veguð - stöðluð. Ég mundi hversu innilokuð mér hafði fundist ég vera þar, full af þrengslatilfinningu og víð- áttuleysi - mundi hve lognmollulegar hugsanir mínar höfðu orðið, hálfgræn- ar, höfðu litast af umhverfmu og orðið eins og myglaður ostur. Svo rifjaði ég upp í huganum hversu oft mynd Esjunnar hafði komið upp í huga mér þarna i þessari yfirþyrmandi og kveljandi grænku. Þá hafði hún birst mér tær, töfrandi en um leið ögrandi. Ég hugsaði alltaf um hana þegar ég þurfti að hugsa skýrt, hnitmiða hugsun- ina, taka ákvörðun. Þá notaði ég sjónminnið um hana frá Örfírisey eða Öskjuhlíð, úr fjarlægð. Þá gældu augu mín við minninguna um skýrar útlínur þessa formfagra fjalls og sundin hér heima - heinra. Ég rankaði við mér, leit á manninn. Hann sat ennþá hreyfingarlaus, horfði á mig athugulu augnaráði, sagði ekkert. Kannski var hann steinrunninn, eins og tröllin í gamla daga sem voru ekki nógu fljót að forða sér áður en sólin kom upp. Kannski var setningin full af of miklu sólskini fyrir þennan íslending. Kannski hélt hann þetta falssól, fann til tortryggni landans við gullhamra. Hann las kannski eitthvað óviðkunnan- legt í þennan söknuð minn á honum. Kannski las hann einhverja kröfu í hann. Hvað vissi ég svo sem um það? Það hafði ekki verið hugleitt, ekki verið sagt neitt. En stundum er ég of fljótfær. Það var þarna úti í landinu græna, þar sem fólkið hugsaði og kom öðruvísi fram hvað við annað, að mér fannst einmitt þessi maður geta kallast sam- nefnari fólksins míns heima. Hann var hreinn og beinn, án undanbragða og sýndarmennsku, fastur á meiningunni, stoltur og raungóður, umfram allt góður drengur. En nú sat hann þarna bara, virti mig fyrir sér eins og ég væri orðin að úllendu fyrirbrigði og hefði þar af leiðandi orðið yfirborðskennd - slengdi bara fram vanhugsuðum athugasemd- um til að þóknast. Ég vaknaði upp úr hugrenningum mínum. Ég gat ekki gert mér grein fyrir hversu langur tími hefði liðið og fann vonbrigðin vella upp í mér. Ég hafði hlakkað svo til að létta á farginu, hitta hann, geta sagt hvað sem var og vera ekki misskilin. En kannski hafði hann ekki heyrl hvað ég sagði. Hann var kannski alltaf að bíða eftir því að ég segði eitthvað. Hann hafði ef tifvill sagt eitthvað sjálfur sem ég hafði ekki heyrt. Átti ég_ að hvá? Eða sitja lengur og þegja? Ég beið smástund, gat svo ekki setið lengur i þrúgandi þögninni - varð að gera eitthvað til.að brjóta hana, skera hana, mylja hana. Án umhugsunar valt setningin aftur út úr mér. „Ég hef sakn- að þín og Esjunnar." Ég beit á vörina, boraði nöglunum inn í lófana, beygði höfuðið niður að hnjám og gafst upp - á sjálfri mér, grænkunni og öllu. Þögn. Hægt iosaði ég um fingurna, hætti að bíta i vörina, rétti úr mér og reis á fætur, eins og í leiðslu, og leit á manninn sem var að mestu leyti falinn bak við skrifborðið. Hann var ennþá að rannsaka mig með augunum. Svo snerist ég á hæl og gekk út, án þess að kveðja. Kannski var ég búin að vera of lengi í grænkunni, hafði kannski, án þess að taka eftir því, orðið henni samdauna. Þá var það ekki að furða þótt ég kæm- ist ekki i samband við landann né landið. Ég gekk niður að höfn en Esjan var í fríi. Þar sem hún var vön að vera var nú svartur þokubakki. Er islenskur raunveruleiki að grænka, eða hef ég bara breyst? 29. TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.