Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 20
Vikan — eldhús
Sumarsalat
Um þessar mundir, þegar góða íslenska
sumargrænmetið streymir á markaðinn, er
tilvalið að bjóða upp á grænmetissalat til há-
degisverðar, kvöldverðar eða milli mála. Með
því að bæta kjöti, fiski, skelfiski eða pasta i
salatið má auka fjölbreytnina og gera salatið
matarmeira. Með salati er best að drekka
pilsner, vatn eða ávaxtasafa og borða nýbak-
að brauð. Þetta er Ijúffengt léttmeti og síður
en svo fitandi!
Pastasalat
1 bolli pasta-skrúfur
1 dós túnfiskur með olíu
I kínakálhöfuð (eða annað salat)
3 egg
2-3 tómatar
14 agúrka
graslaukur
safi úr hálfri sítrónu
Sjóðið skrúfurnar samkvæmt leiðbeining-
um á pakka og kælið. Hellið olíunni af
túnfiskinum og geymið. Rífið kálið smátt með
höndunum. Skerið egg og tómata í báta.
Blandið öllu saman nema nokkrum eggja- og
tómatabátum og um 2 msk. af graslauk sem
notað er til skreytinga. Blandið sósu úr ol-
íunni af túnfiskinum og sítrónusafa í hlut-
föllunum 2 hlutar olia, 1 hluti sítrónusafi.
Raðið eggja- og tómatabátum að síðustu yfir
til skrauts og stráið finklipptum graslauk yfir.
Rækju- og skinkusalat
1 höfuð ísbergsalat
lítill blómkálshaus
100 g rækjur
100 g skinka
2 egg
agúrkubiti
Salatsósa
I bolli majónes
14 bolli appelsínusafi
14 pressað hvítlauksrif
Salatið er rifið smátt, eggin harðsoðin og
söxuð og öllu blandað saman í skál. Salatsós-
an er borin með.
Salamí-salat
1 salathöfuð
6-8 soðnar, kaldar kartöflur
1 stór, græn paprika
1 hakkaður smálaukur
150-200 g salamí- eða hvítlaukspylsa
I bolli baunaspírur
Salatsósa
1 bolli majónes
I 14 bolli sýrður rjómi
3-4 msk. franskt sinnep
Skerið pylsuna í ræmur, rífið sala'.ið og
skerið kartöflurnar i litlar sneiðar. Blandið
öllu saman og síðast baunaspírunum sem er
að hluta stráð yfir.
Blandið sósuna og berið hana með salatinu.
Umsjón: Þórey Einarsdóttir
Mynd: helgi skj. friðjónsson
20 VIKAN 29. TBL