Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 59

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 59
Myndir: Hagnar Sigurjónsson Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir Ungt, létt og leikur ser. Drottningarleg og dreymin á svip. Naddur, þessi rómaði hundasjarmör, hafði aldrei fengið nasasjón af tík áður en hann kynntist Sölku Völku. Hreinlífið stafaði af vandfýsni eigandans en Júlíus hefur hafnað margri heiðurstíkinni fyrir hans hönd um dagana. Salka, sem er ekki síður eðalborin en Naddur, hefureinu sinni hlotið meistaratit- ilinn þrátt fyrir að hún sé ekki nema tæplega tveggja ára. Með hundslegum yndisþokka sín- um tókst henni að sannfæra Júlíus Vífil um að Naddi væri það fyllilega samboðið að geta við henni hvolpa. Þegar leyfisbréfið var feng- ið og náttúran sagði til sín hjá tíkinni átti kraftaverkið að gerast. En nú kom babb í bátinn. Þrátt fyrir að þau Naddur og Salka fengju að spóka sig santan í sólbjörtum garð- inum heima hjá Sölku og hefðu alla sína hentisemi þá leit Naddur ekki við Sölku. Var hann kannski orðinn of gamall og getulaus? Tveir dagar liðu í þrúgandi atburðaleysi og þegar sá þriðji rann upp tóku eigendur þeirra til sinna ráða. Reynt var að uppfræða Nadd um leyndardóma kynlifsins en allt kom fyrir ekki og neyðarúrræðið var að stúka þau af inni í stofu. Þar var sett á hugljúf tónlist, ljós- in dempuð og heimilisfólkið tiplaði um á tánum. Þetta rómantíska andrúmsloft varð til að brjóta ísinn á milli þeirra og ekki leið á löngu þar til ástin blómstraði. Salka og Naddur fengu að lifa tilhugalífinu saman í þrjá daga svo að tryggt væri að eitthvað yrði úr þessu hjá þeint en að þeim liðnum reynd- ist Salka orðin leið á elskhuganum. Mcð brostið hjarta skildi Naddur við unnustu sina og fór heim reynslunni ríkari. Ekki virðist hann hafa getað gleymt þessum dögum sent hann átti með Sölku því þegar hcim var kont- ið eignaði hann sér gluggakistu þar sem sást yfir í húsagarð Sölku og sat þar tímunum saman. Síðan ástarfundum Sölku og Nadds bar saman er liðinn langur tími á mælikvarða hundsævinnar og öll hjartasár gróin. Salka valsar um eins og drottning nteð hvolpana sína, stolt og ánægð, en Naddur lifir óbreyttu hfi. sæll og glaður með hlutskipti silt eins og eigendurnir. 29. TBL VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.