Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 35
Ef einhver fekur sig til og hugsar skynsamlega hugsun þá er hann skotinn í kaf. kónar sem eru náttúrlega ekkert annað en almúgamenn, aftursóknarviðrini. Skorturinn á greindinni birtist á svo mörgum sviðum. Það er í rauninni sama hvaða umræðuefni er i gangi í þjóðfélaginu, það er alltaf fjallað um það á eins idíótískan máta og hægt er að hugsa sér." Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: helgi skj. friðjónsson - Hvað áttu við nákvæmlega, áttu við gagnrýni á þin eigin verk? „Þegar farið var að gagnrýna fyrstu plötuna mína var til dæmis stöðugt verið að rýna í yrkisefnið en ekki minnst á efnistökin. Það má líka nefna Laxness, litla bróður minn i andanum, þegar hann var að hefja rithöfund- arferilinn var nákvæmlega það sama uppi á teningnum. Þá var alltaf verið að skamma hann fyrir að skrifa um Iús og skít og heimsku íslenskra sveitamanna. Hins vegar var ekki fjallað um það hvernig hann skrifaði, vita- skuld skipti það mestu máli. Það er í raun og veru sama hvar þú drepur niður penna, þú kemur alltaf niður á illa staf- sett orð, málfræðilega brenglun og hugsana- flækju. Annars held ég að þetta sé ekki bundið eingöngu við íslendinga, ég held að þetta sé alheimsbrenglun. Ég held að hægt sé að al- hæfa að mannkynið í heild sinni sé afskaplega bágborið í anda - af einhverjum ástæðum. Og við erum kristin og þykjumst vera óskap- lega trúuð, því má í rauninni kenna guði eða skrattanum um hvernig komið er. Tökum til dæmis vígbúnaðarkapphlaupið sem mér per- sónulega frnnst af hinu góða. Það sem er gott við vígbúnaðarkapphlaupið er að mér finnst kominn tími til að maðurinn brotni endanlega niður - vegna þess að hann er nið- urbrotinn í anda og hefur raunar alltaf verið, allt frá upphaft. Ég sé í rauninni ekkert sorg- legt við að heimurinn farist eins og hann leggur sig vegna þess að þá er þetta game Ég held að hœgt sé að alhœfa að mannkynið í heildsinni sé afskap- lega bágborið í anda. over, eins og stendur á stjörnustríðsspilunum. Tortíming er í rauninni jákvæð þar sem mað- urinn er jafnmikið últrafífl og hann er, það versta er að hann hefur sjálfur komið sér í þessa aðstöðu. Hann er einfaldlega svona gerður. Maður bjargar ekki hnettinum með þvi að hlaupa í kringum hann. Það eru grát- broslegir skýjaborgabyggingameistarar sem halda að eitthvað geti hindrað kjarnorkustyrj- öld. En það er heldur ekkert til að grenja yfir.“ - Nú yrkir þú bæði rímað og órímað en hvað er það að þínu mati sem gerir ljóð og dægurlagatexta góða? „Það skiptir í rauninni engu máli hvort ljóð og textar eru rímaðir eða órímaðir. Að vísu eru allir textar rímaðir að einhverju leyti. Það vita það allir að ljóð verður ekki gott fyrir það eitt að hafa stuðla og höfuðstafi og enda- rím. Ljóð verður heldur ekki gott við það eitt að vera laust við þetta. Ljóð verður held- ur ekki gott af því einu að hafa heilu hest- burðina af boðskap, einhverjum stórasann- leik. Það er hægt að yrkja svakalega gott Ijóð um ekki neitt, til dæmis mannkynið. Það má lika búa til gott ljóð um heiminn. Þú getur mótað ótrúlega fallega styttu úr ómerkilegum leir. Það er bara til ein spurning sem á að spyrja í sambandi við kveðskap og hún er: Hvort yrkja menn vel eða illa? Brageyru eru ekki líkamleg. Stuðlar og höfuðstafir eru í rauninni harla lítilfjörlegt fyrirbrigði; einhver leiðinda fornaldartilbúningur sem ég og menn af mínu hesthúsi hafa fengið á heilann; svipað- ur sjúkdómur og trúarbrögðin, nema hvað ég er laus við þann kvilla. Það var skafið út úr mínum brageyrum i gagnfræðaskóla og þaðan kom maður stútfullur af alls kyns for- dómum í garð svokallaðra óhefðbundinna Ijóða, í rauninni afturgenginn Jónas frá Hriflu. En svo áttaði ég mig á því að þetta er fánýtt klúður sem skiptir í rauninni engu máli." Sverrir er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur. Að vísu var hann flest sumur á Siglu- firði sem hann segir einhvern ljótasta bæ i heimi og fer um leið með lokaerindið úr Ijóði sem hann gaf ömmu sinni í afmælisgjöf fyrir nokkru. 29. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.