Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 36
Ég ókjör á ömmu að þakka, hún kunni á litla krakka, gaf þeim griljón pakka, ég gleymt því aldrei fæ. Bænunt alltaf ann ég, ömmu þakkir kann ég. Hreina hamingju fann ég í heimsins ljótasta bæ. „Ég var skírður þegar ég var fimm eða sex ára og fékk sjálfur að velja mér nafnið Sverr- ir. Ég var hreinlega spurður að því hvað ég vildi heita. Nafnið er tilkomið af því að ein- hver stakk upp á því og mér líkaði það vel og ákvað að héðan í frá nryndi ég vilja heita Ég átti víst að verða norrœnufrœðingur eða eitthvað álíkagáfulegt. Sverrir. Þangað til mér hlotnaðist nafnið Sverrir var ég kallaður Láki, eftir sögupersónu í barnabók sem var víst nokkuð hrekkjótt. Lákanafnið festist við mig vegna þess að ég var farinn að hrekkja fólkið í nágrenninu þegar ég var þriggja, fjögurra ára gamall. Kannski hefði ég frekar ált að taka mér það nafn. Eftirnafnið Stormsker tók ég mér þegar ég var orðinn eldri, ég var hreinlega ekki sátt- ur við að vera Ólafsson, mér fannst það hversdagslegt og leiðinlegt." Tónlistin náði snemma tökum á honurn, hann segist hafa verið í tónlist allt frá þriggja ára aldri; fyrsta lagið, sem hann samdi, samdi hann í kringum sjö ára aldurinn. „Þá fór ég að þjösnast á pianóinu eins og vitlaus maður. Það var bara venjulegt popp, bítlagarg, eins og húsmæðurnar kölluðu það." Annars segir hann að tónlistaruppeldi sitt hafi farið mjög prúðmannlega fram. Hann er ekki skriftlærð- ur tónlistarmaður: „Ég hef allar götur samið flest af lögunum mínum á píanó, það eru ein- ungis nokkur lög sem ég hef sarnið á gítar. Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan ég hef sest við píanóið eða um það bil eitt og hálft ár. Astæðan er sú að það kentur allt- af lag þegar ég fer að glamra á það. Þá þarf maður að vera að taka upp og eyða spólunt. Jæja, en sem betur fer var aldrei neinni tón- list prangað inn á mann í uppvextinum. Pabbi er til dæmis alveg vita laglaus og hefur enga tónlistarhæfileika frekar en gagnrýnendur blaðanna en mamma er á kafi í sönglisl, fer á kóræfingar þrisvar í viku." Að loknu gagnfræðaskólaprófi fór hann i Ármúlaskólann og þaðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Alls var ég tvö ár í framhalds- skóla. Þá gerði ég það upp við mig í eitt skipti fyrir öll, í ónáð foreldra og skyld- menna, að þessu helvíti skyldi ljúka á stund- inni. Þá fékk ég köllun líkt og Kristur fékk á sínum tíma, nema hvað mín köllun fólst í því að gerast tónlistarlegur trúboði. En það var eins og öll ættin væri í snörunni, henni fannst svo hræðilegur missir að besta syninum." - Settir þú þá upp dökku gleraugun og gekkst út í lífið? „Það má eiginlega segja það, þó ég nruni nú ekki hvernig þau voru á litinn á sínum tíma. En þetta var hræðilega leiðinlegur tími sern ég var í skólanum og mánuðurinn þar á eftir, ég held rneira að segja að hann hafi ver- ið erfiðari en þau tvö ár sem ég var í skólanum. Þetta var bara kjarnorkusprengia á alla ætt- ina. Ég held að nú fyrst sé pabbi orðinn dökkhærður aftur, eftir að hafa verið grá- hærður í mörg ár, og jafnframt held ég að ættin sé farin að átta sig á þessu hörntulega fósturláti. Ég átti víst að verða norrænufræð- ingur eða eitthvað álíka gáfulegt. Síðan ég hætti í skólanunt hef ég að mestu lifað á nrúsíkinni og það bara góðu lífi. Þó tók við urn tíma þetta hversdagslega atvinnu- leysi, síðan skurðgröftur, frystihúsavinna, afgreiðslustarf í bókaverslun og þetta venju- lega. Ég gæti skrifað fimm binda skáldsögu innan við þrítugt sent fjallaði urn þessa ómerkilegu vinnu sem allir eru i. Svo fór ég að spila á Pöbbnum. Annars er ekkert merki- legt við þetta, nema þá kannski spilamennsk- una á Pöbbnum, hún var leiðinlegri en gengur og gerist. Þetta var sex tíma verk á hverjum degi og alveg fram á nótt í sex mánuði. Eigin- lega þurfti ég hálft ár á eftir til að jafna mig eftir að ég var hættur. Ég var í því að spila það sem fólkið vildi helst hlusta á, lög eins og Kátir voru karlar, Kátar voru kerlingar, My Bonnie is over the Ocean og alla þessa görnlu, lúnu slagara. Það er óskaplega leiðin- legt að upplifa martröð í vöku. Ástæðan fyrir því að ég hélt þetta út í hálft ár var að ég fékk ekki neina aðra vinnu. Svo fór ég að spila á Aski, þar spilaði ég „lyftutónlist". Þá var ég ungur maður í hvítri skyrtu og svörtum fötum en ég varð að vera svoleiðis til þess að fá að éta á staðnum. Maður varð að skera sig út úr þessum bjálfum sem sóttu staðinn, sem voru nú ekki margir." Hvað urn þína eigin tónlist á þessum tíma? „Þetta hafði alls ekki slænt áhrif á minn tónlistarferil, ég þroskaðist auðvitað ekkert því eins og ég hef sagt: Það vex sent vaxið getur þó verði ei til nyts. Flestir komast til ára en fæstir vits. Ég held að fólkið á elliheimilunum sé alveg eins vitlaust og fóstrið í mögum mæðranna. Þetta eru allt sömu andlegu krypplingarnir. Mér fannst raunar tilbreyting að koma heim og fara að spila skemmtilega tónlist, þá meina ég tónlist eftir sjálfan mig. Ég er uppáhalds lagasmiður og tónlistarmaður sjálfs mín," seg- ir Sverrir og lítur á nrig til að athuga við- brögðin. „Tvímælalaust," segir hann og þagnar en bætir svo við: „Ég var rekinn af Aski, stuttu seinna fór staðurinn á hausinn, og það sama gerðist með Pöbbinn eftir að þeir ráku mig. Þetta jók sjálfsálitið til rnuna, það var eins og staðirnir gætu ekki án ntín verið," segir Sverrir og hlær og segir síðan: „Nei, ég segi svona. Meðan ég var á Aski henti ég mér út í Hljóðrita og fór að taka upp Hitt er annað mál, klámplötuna. Þá hélt ég að ég væri kom- inn í tryggt starf en það var nú alger misskiln- ingur þvi það er ekkert til sem heitir trygg atvinna í mínu tilfelli. Það er ekki til það starf sem ég hef ekki verið rekinn úr. Það var til dæmis árátta mín, þegar ég var að grafa skurð- ina úti á Nesi, að hlaupa inn í Félagsheimili og fara að spila á píanóið. Ég var þar kannski lengur en góðu hófi gegndi. Hann var orðinn svolítið þreyttur á þessu, verkstjórinn. Þegar ég var í Bókabúð Máls og menningar var ég að hygla gömlum konurn servíettum og kert- unr og svo átti ég það til að líta í skemmtileg klámblöð eins og Hustler og Penthouse, svo var maður kannski ekki þolinmóðasti af- greiðslumaður í heimi. Það er furðulegt að ég skuli vera að fjölyrða um atvinnu, það er eins og hún skipti einhverju máíi. Hver og einn verður náttúrlega að vinna fyrir sér en ef menn eru í leiðinlegum störfum þá ættu þeir ekki að vera að kjafta um þau. Skemmtilegasta vinna, sem ég hef verið í, var þegar ég var á atvinnuleysisbótum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, þá þurfti ég bara að mæta í vinnuna á útborgun- ardögum." - En ert þú ekki í draumastarfinu í dag? „Þetta er ástríða og veruleiki frekar en draumavinna. Ég skal að vísu játa að þetta er stórskemmtilegt og í rauninni gæti ég ekki hugsað mér annað starf. Ég hef haft tónlistina að aðalstarfi síðastliðin þrjú ár en eflaust verð- ur þetta nteð tímanum alveg þrautleiðinlegt. Fyrir flesta er erfitt að skipta unt vinnu en fyrir mig ætti það samt að vera einfalt. Innan átta ára ætti ég að vera búinn að gefa það út sem ég þarf að koma frá mér. Það að semja texta og semja lög er nákvæmlega sarni hlutur- inn og fara á klósettið, ntaður er bara að gera þarfir sínar. Ég ætla að vona að ég fái einhvern tímann tónlistarlega hægðatregðu, þá ætla ég að snúa mér að því að skrifa bæk- Maður varð að skera sig út úrþessum bjálf um sem sóttu staðinn, sem voru nú ekki margir. ur - skrifa feita doðranta urn vísindi, lisir og heimspeki á líðandi stund og einhvern skáld- sagnaþvættingeða kannski fleiri ljóðabækur. Annars hef ég svo gígantískan áhuga á tón- list urn þessar mundir og sennilega aðrar mundir einnig. Ég hafði ntikinn áhuga á Ijóð- list þegar ég var átján ára, þá gaf ég út ljóðabók. Þá var ég búinn að rápa á milli ÁB. Máls og menningar og allra þessara út- gáfufyrirtækja en hitti loks á þennan bráðgáf- aða rnann, Þorstein Thorarensen, og hann tók útgáfuna að sér. Eini gallinn var að bókinni var óhernju illa dreift. Bókin, sem hét og heit- ir Kveðið í kútnum. fékkst í rauninni aðeins 36 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.