Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 7
Tónlist er geysistór þáttur í sýningunni. leikin
af segulbandi að hluta en einnig flutt lifandi
á flautu. Flautuleikarinn er Kolbeinn Bjarna-
son og um lýsingu sér Ágúst Pétursson.
Raddir leikaranna eru ekki síður mikilvægar
fyrir leikverkið, bæði lifandi og leiknar af tón-
bandi. í verkinu renna saman sjónræna.
leikræna og tónlist sem mynda með því yndis-
legt ritúal, helgiathöfn án orða. Hljóðfæraleik-
arinn verður eins konar ritúalmeistari,
sendiboði tónlistarheimsins, ljósvaki verksins,
orkubrunnur þess og rammi. Innihald verks-
ins er síðan leikur og samspil persónanna
tveggja þar sem atburðarásin er bundin við
aðalpersónuna, hann. og meginþátt verksins,
þróun hans. Konan birtist frekar í margvísleg-
um formum í verkinu. hún, er meira til staðar,
óbreytanleg. Atburðarásin er í stuttu máli sú
að hann fæðist saklaus úr tónlistinni og þró-
ast inn í efnið. Á löngu ferðalagi, óháð tíma
og rúmi, mætir hann höfuðskepnunum, jörð,
vatni, eldi og lofti, sem birtast honum ýmist
beint eða í gegnum tónlist, hreyfingu, liti, Ijós
og ástina. Síðar, í efnisheiminum, gengur hann
í gegnum mikla lífsreynslu og sorg senr hann
öðlast fyrir tilstilli konunnar. í verkinu á sér
því stað fæðing sálarinnar úr frumöfium
heimsins.
Sjö spegilmyndir er sambland af léttleika
birtunnar á okkar norðlægu slóðum og hinum
hæga austræna rytma sem við sjáum helst í
verkum kvenna eins og Marguerite Duras.
Sjálf segist Messíana sækja orku til listamanna
eins og Chagall. Antoine de Saint-Exupéry
og Tagore.
Áhorfendur í sjö hópum verða hluti af
sviðsmynd spegla, lita og Ijósa og hrærast
þannig í hringiðu verksins í stað þess að vera
fjarlægir þolcndur. Við lok verksins, þroskuð
af reynslu, á aðalpersónan þess kost að snúa
á ný til tónlistarinnar, varðveita barnið í sér
og hreinleikann. Verkið verður þannig jákvæð
þroskasaga mannsandans.
Samband aðalpersónanna virðist dæmast
til glötunar en löngu síðar, með hjartað fullt
af tónlist, eygir aðalpersónan nýja iríögúleika
á öðrum og þroskaðri forsendum. Það er eins
og hann endurheimti frækorn sem hann hefur
tapað og muni koma aftur til að sá því á ný
og upp muni vaxa annað blóm og þroskaðra.
Allt gerist þetta með leikrænni tjáningu án
orða, við fióð tóna og lita.
Lesum hluta úr handritslýsingu leikverksins
Sjö spegilmyndir eftir Messíönu Tómasdóttur:
Iuiiw dregst ad torkennilegri veru
sem situr í glugga spegilhússins
þakin rauðum dulwn
hann heyrir andardrútt hennar
Iuiiiii rifur utan af lienni dulurnar
hverja af annarri
hún er eins og myndastytta
hreyfingarlaus
J'ögur
hann horfir ú andlit hennar gegnuin blcej-
una
liann horfir á fœtur liennar nakta
snertir þá
varjega fjarlœgir liann blcejuna og horjir
bara hp'rfir
Margir myndu lesa út úr verki Messíönu
stórsigur andans yfir efninu, sigur hins góða
á illu og aðrir myndu bæta við feminískum
athugasemdum þess efnis að tilraunir hans til
drottnunar yfir henni hljóti að 'stefna henni
til dauða. Ástin og lífið virðast eiga betri fram-
tíð samkvæmt verkinu á öðrum andlegri,
mýkri og jafnari fieti, með nýrri nálguti og
manninum jákvæðará gildismati. Ég hitti
Messíonu og lagði á borð fyrir hana sjálfa
tilvistarspurninguna.
MESSÍANA: Að mínu mati er okkar hlut-
verk hér í efnisheiminum að þróa hjartastöð-
ina í okkur, með ást. Ég sé engan annan
tilgang. En við erum að gera allt annað.
Spurning dagsins er hvort við lifum af á þess-
29. TBL VIKAN 7