Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 54
MiDi svefns og vöku
Stundum er erfítt að greina hvað er
raunveruleiki og hvað er draumur. Og
ég virðist hafa tapað hæfileikanum til
að skynja þar á milli. Það eru bara tvær
senur í mínum raunveruleika núorðið,
svefnherbergið okkar og svo þetta hvita
herbergi með hvítu gardínunum. Ég kýs
svefnherbergið okkar með ljósgrænu
veggfóðrinu, Ijósum húsgögnunum,
grænu gluggatjöldunum og þér. Þaö er
minn raunveruleiki. Hin senan er
draumurinn, eða er það martröðin? Allt
er hvítt, nema rúmið, sem er mjótt, hart
og brúnt. Gardínurnar eru alltaf dregn-
ar fyrir, svo að Ijós logar þar alltaf og
ég veit ekki hvort það er dagur eða
nólt, né heldur hvaða árstíð. Eg held
að þær njósni um mig. Ég held að þær
séu afbrýðisamar út í mig, af því að þú
valdir mig.
Hvað ég elska þig. Mér fmnst stundum
að ef þú hættir að elska mig eða dæir
frá mér þá myndi ég deyja líka. En við
erum hér ennþá saman, þú og ég, og
ég sé ást þína í augum þér ennþá. Þess
vegna veit ég að allt er eins og það á
að vera, svo gott og yndislegt, bara við
tvö. Það er raunveruleikinn.
En svo rífur draumurinn veruleikann
burt og þú hverfur og ég er í þessu and-
styggilega herbergí og ligg í þessu
óþægilega rúmi. Og þær eru þarna eins
og hvítklæddir fangaverðir. Svo tala þær
til mín eins og ég sé fábjáni og segja:
„Hvernig höfum við það i dag?" Eins
og ég geti svarað fyrir hana sem spyr,
áður en hún segir mér hvernig hún hafi
það. Og henni kemur ekkert við að ég
hef það viðbjóðslegt, vil ekki vera hér,
vil bara komast aftur inn í raunveruleik-
ann til þín.
Hef ég annars ekkí sagt þér frá þess-
ari martröð, ástvinur minn? Ég held að
þetta herbergi sé á einhvers konar
sjúkrahúsi, þótt aldrei sé á það minnst.
Þessir draumar eru mjög raunverule.pir.
Stundum kemur einhver maður. Hann
talar sjaldnast beint Lil mín heldur talar
hann við fangaverðina um mig eins og
ég sé ekki til staðar. Mér finnst hann
svo dónalegur. Hann er verri en þær
með sínar augnagotur.
Þær hafa voða gaman af einhverjum
talnaleik og við leikum hann í hverjum
draumi. Önnur þeirra segir alltaf 32 en
hin breytir tölunni einstaka sinnum, 74
- 73 og er kornin upp í 76 núna. Þær
virðast aldrei vera ánægðar með svar
mitt sem er alltaf það sama, eða 24. En
þær geta sjálfum sér um kennt. Auðvit-
að segi ég 24 af því að ég er tuttugu og
fjögurra ára gömul.
Ástin mín, það er svo unaðslegt að
vera hérna hjá þér. finna fyrir þér, and-
ardrátt þinn á hárinu á mér og vita að
viö tilheyrum hvort öðru. Seinna mun-
um við eignast börn og ferðast. koma
okkur upp húsi. Svo munum við eldast
saman, en það verður allt i lagi, af þvi
að ég veit að við munum geta varðveitt
ást okkar hvort til annars. Það er þessi
vissa mín sem gerir lífið svo dásamlegt
að ég vil lifa að eilífu.
Eitt verð ég að segja þér sem mér finnst
skrítiö í draumunum mínurn. Ég bið
konurnar oft um handspegil. Þannig
byrjar alltaf talnaleikurinn. Ég held að
ég sé búin að finna út að ef ég kem meö
rétta svariö muni ég fá spegilinn að verö-
launum. í næsta draurni ætla ég að segja
36.
Hjartað rnitt, mér finnst allt eitthvað
svo þokukennt hérna núna. Hailu þétt
utan um mig. Kannski er þoka úti eða
katinski er bara rökkur. Kannski ætti
ég að fara til augnlæknis og fa gler-
augu. Kannski er bara einhver hrollur
í mér vegna síðasta draumsins sem mig
dreymdi. Ég gerði það sem ég sagöi þér
að ég ætlaði að gera. í staðinn fyrir 24
sagði ég 36 og þú hefðir átt að sjá hvern-
ig þær hrukku við. Önnur þeirra hljóp
út úr herberginu og eftir skamma stund
kom maöurinn. Hann starði á mig, sagði
ekkert en fór með þær báðar út á gang
og svo vai' draumurinn ekki lengri. En
í næsta draumi ætla ég að giska á 76
og gá hvað skeður. Góða nótt, ástvinur-
inn minn kæri, sofðu vel og hallu utan
um mig. Ég er hálfhrædd.
Ég er í draumnum. Konurnar koma
báðarað rúminu mínu, standa sitt livor-
um megin við það og stara undarlega á
mig. 32ja stafa konan byrjar hikandi.
Hún segir: „Þrjátiu og tveir" og hin
segir á eftir henni: „Sjötíu og sex". Ég
svara ekki strax. Ég finn spenninginn í
þeim magnast en svo vil ég ekki pina
þær lengur þótt þær séu óraunverulegar
og bara til í draumum mínum. Ég segi
„Sjötíu og sex".
Viðbrögð þeirra eru undarleg. Þær
brosa til mín í fyrsta sinn og slá saman
höndunum eins og ainma rnín var vön
aö gera þegar ég gat eitthvað sjálf þegar
ég var smákrakki. Svo gengur önnur
þeirra að skáp og tekur eitthvað út úr
honum, gengur til mín í rúminu og rétt-
ir mér spegil með handskafti. Ég hafði
þá unnið leikinn. Ég er glöð eins og
barn og brosi á móti. Svo tek ég við
speglinum og lít i hann, en ekki lengi.
í ofboði þeyti ég honum þvert yftr her-
bergið. Ég öskra, vil komast út úr
þessum draumyeruleika og heint í raun-
veruleikann. Ég þekkti ekki þessa
eldgömlu, gráhærðu og skorpnu kerl-
ingu í speglinum. Ég er bara 24 ára, og
allir segja að ég sé falleg, og ég á lílið
framundan með þér, ástin mín.
Eins og í órafjarlægð heyri ég tvær
kvenraddir. Önnur segir að þetta hafi
riðið henni að fullu. Hún segir eitthvað
um hvað lífíð geti verið miskunnarlaust
og talar um einhverja 32 ára konu sem
lifði af bílslys þar sem maðurinn hennar
og_ tvö börn þeirra dóu.
Ástin mín, hallu mér fast. Draumarnir
eru orðnir að martröö. Voru þær að
tala urn mig, þessar draumverur? Er ég
þá kannski ekki 24 heldur 32 eða
kannski 76 ára? Haltu mér fast. Lífið
er svo undarlegt. Hef ég verið lifandi
dauð í meira en 40 ár?
54 VI K A N 29. TBL