Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 29
VIKAN OG HLVERAN Tökum þátt í vömum landsius Viðkvæmust af öllum viðkvæmum málum, sem til umræðu koma hjá íslendingum, eru vam- armálin. Þau eru á döfinni með vissu millibili, stundum árlega, en oft líður lengri tími á milli. Landsmenn skiptast í tvær andstæðar fylking- ar í umræðunni. Langtum stærri er þó sá hópur er fylkir sér um núverandi ástand, sem hefur verið óbreytt um áratuga skeið, það er samninginn við Bandaríki Norður-Ameriku um aðstöðu hér, og leggur með því nokkuð af mörkum í þátttöku íslands í vamarbandalagi hinna vestrænu þjóða. Þetta hefur reynst farsæl lausn hingað til en um leið skapað einhvers konar minnimáttar- kennd hjá mörgum vegna þess hve litið fer fyrir beinni þátttöku okkar sjálfra í vamarstarfinu. Það er varla hægt að finna aðra ástæðu fyrir andstöðu sumra landsmanna gegn vamarsam- staríi okkar við erlenda aðila en þá að þeim renni til riija að vera ekki þátttakendur í því mikilvæga starfi sem landvamir em hverri sjálf- stæðri þjóð. í svipinn man ég ekki eftir neinu landi sem ekki hefur á að skipa einhvers konar vamarliði, heimavamarliði eða hvaða nafni sem menn kunna að nefna þann hóp fólks sem sinnir borg- aralegri skyldu eða þegnskylduvinnu i einhverri mynd í nokkra mánuði á ævi sinni. Meira að segja í þeim löndum, sem em hvað hlutlausust í utanríkismálum, Svíþjóð og Sviss, er borgaraleg skylda að sinna vamarmálum í ákveðinn tíma. I Sviss er þessi skylda raunar í gildi ævilangt þótt bein herskylda vari aðeins i 18_mánuði fyrir þá yngri. í Lúxemborg, þar sem íbúar em ekki nema helmingi fleiri en hér á landi, sinna ungir menn borgaralegii skyldu við vamarstörf. Borgaraleg skylda eða þegnskylduvinna á í sjálfu sér ekkert skylt við íbúafjölda eða stærð lands heldur nriklu fremur við sjálfstæði þjóðar í samskiptum við aðrar og uppbyggingu og aga, ásamt aukinni þjóðemisvitund. Þjóðemisvitund felst nefnilega ekki endilega í því að krefjast hlutleysisins eins, ásamt því að vera sérstæð fyrir það eitt að halda að sér hönd- um í því senr allar aðrar þjóðir telja sér mikilvæg- ast, að gæta lands og þjóðar með borgaralegri skyldu. Það er meira að segja ekki nauðsynlegt að borgaraleg skylda eða þegnskylduvinna sé í formi herskyldu ef meirihluti landsmanna er staðráðinn í því að láta aðra sjá um vamir landsins um aldur og ævi. Þegnskyfduvinna getur verið í hvaða mynd sem er. Af nógu er að taka hér. Á íslandi vant- ar hvaðeina til að fullkomna ýmis þau verkefni sem byijað hefur verið á en er hvergi nærri lokið. Þar má nefna til landgræðslu, vegafram- kvæmdir, þar með talda gerð jarðganga, og hvers konar umhverfísviðhald. Til þessara verk- efna mætti kalla ungt fólk í ákveðinn tíma, t.d. 6-8 mánuði, á vissu aldursskeiði þannig að verk- efni væm í fullum gangi samfellt. Auðvitað yrði að sjá þessu fólki fyrir fæði og klæði ásamt einhveijum vasapeningum meðan á þessum skyldustörfum stæði. Þessum verkefn- urn stjómuðu þjálfaðir menn sem héldu uppi vissum aga og skólun sem skilaði þessu unga fólki aftur í umferð með þá vissu að það hefði lokið sínum þætti í hinni borgaralegu skyldu við lýðveldið. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem orðið þegnskylda ber á góma hérlendis. Hún hefur verið rædd á Alþingi við mikinn óróa í þingliði. En eftir á að hyggja: Hvað er það sem fer svona óskaplega í taugamar á sumum þegar minnst er á þegnskyldu, að ekki sé ná talað um her, vam- ir og herskyldu? Hjá þjóð, sem er allra þjóða herskáust inn- byrðis og notar orðið „herferð" þegar grípa þarf til einhvers átaks eða söfnunar fjár hjá al- menningi, ætti að vera hægt að ræða vamarmál í tengslum við borgaralega skyldu á skikkanleg- an hátt. Einhvers staðar kom fram í máli eins þing- manns Kvennalistans að íslendingar hefðu aldrei farið með hemaði á hendur nokkurri þjóð. Það er nú öðm nær og vita þeir best sem einhvem tíma hafa lesið söguna. Og ekki hafa Islendingar staðið sig aumlega þá sjaldan þeir hafa þurft að verja hendur sínar og fendur, ef svo má að orði kornast um barátt- una fyrir útfærslu landhelginnar. Landhelgis- gæslan stóð sig með mikilli prýði í þann tíð og gerir enn. Auk þess sem á undan er getið í þessum pistli um borgaralega skyldu og þegnskylduvinnu við uppbyggingu landsins má auðveldlega leiða get- um að því að því meir sem við íslendingar tökum þátt í því vamarstarfi, sem hér er innt af höndum á vegum Atlantshafsbandalagsins, þeim mun betur öðlumst við skilning á því að halda úti þessu starfi og sem mest með eigin mannafla. Það er einkar hentugt nú, þegar við emm að ná tökum á tölvutækninni, að geta tekið upp samstarf við Bandaríkjamenn á sviði radargæslu og í öðrum skyldum störfum og kynnst þeim verkefnum sem vömum tilheyra. Það má minnast á eftirlit með ílugvélum af ýmsum gerðum sem við íslendingar ættum að sækjast eftir með tilliti til íjölda ungra manna sem hafa lært flug hér á landi en fá ekki starf vegna takmarkaðra verkefna og umsvifa hjá hinum stærri og smærri aðilum sem stunda reglu- legt flug hér á landi. Sannarlega þyrfti að endurskoða og velta upp þeim miklu möguleikum sem upp kunna að koma þegar farið er að huga að þátttöku okkar sjálfra við vamir landsins i áframhaldandi sam- vinnu við hinar vestrænu þjóðir. Með breyttum tíðaranda og nýjum mönnum í forsvari þjóðmála hlýtur að rísa vakningaralda sem lýkur upp augum fólks fyrir því að það er ekkert ofverk landsmanna að veija land sitt sjálf- ir að eins miklu leyti og frekast er unnt. Hlutdeild okkar og samvinnu við vamarliðið á Keflavíkurflugvelli má ekki skoða sem feimnis- mál. Og svo mikinn áhuga hafa íslendingar á málefnum, er varða strið og frið, og svo gjörla þykjumst við þekkja vopn og verjur annarra þjóða að nægja ætti til að vilja kynnast af eigin raun hvemig sjálfstæðu ríki er haldið í samfélagi þjóðanna, af eigin rammleik. 29. TBL VIK A N 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.