Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 61

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 61
Eigendur Hótel Djúpuvikur, Eva Sigurbjömsdóttir og eiginmaður hennar, Ásbjörn Þorkelsson. séu greinilega búnir að segja frá hótel- inu í heimalöndum sínum. I sumar hefur hún fengið fyrirspumir erlendis frá um hótelið en það hefur sama og ekkert verið auglýst utan Islands. Þó segist hún vita til að greinar hafi verið skrifaðar í erlend blöð um stað- inn og þar á meðal ein í tímarit í Saudi-Arabíu. „Kannski maður fái olíufursta í heimsókn," segir hún og hlær. Eva og Ásbjörn bjuggu lengi á mölinni. nánar tiltekið í Kópavogi. Áður höfðu þau verið búsett um tíma i Noregi. I Kópavogi starfaði Eva sem fóstra og forstöðumaður bama- heimilis en Ásbjöm vann við rafsuðu. Ásbjöm er uppalinn í Önundarfirði en Eva hefur aldrei áður búið úti á landsbyggðinni enda segist hún ekki vera viss um að hún verði nokkum tíma fullgild sveitakona því að grá- sleppuverkun og fleiii sveitaverk eru nokkuð sem hún á erfitt með að vinna. Sú spurning vaknar þ\'í hvem- ig það sé fyrir þau, borgarbömin. að búa jafnafskekkt og þau gera nú. Eva segir að hún hafi fyrst komið til Djúpuvikur áiið 1984. Þá kunni hún strax mjög vel við sig. En þrátt fyrir að þau hjónin hafi rekið hótelið í þijú sumur hefur fjölskyldan ekki búið á Djúpuvík allan ársins hring nema í rúmt ár. Fyrst var málum þannig háttað að Ásbjöm var lang- dvölunt á Djúpuvík ásamt þvi fólki sem vann að því að gera hótelið upp. Aftur á móti vann Eva sína vinnu í Kópavogi en tók sér langt sumarfrí til að geta sinnt hótelinu. Þá var hana faiið að langa til að breyta um umhveifi og reyna eitt- hvað nýtt. „Þrátt fyrir að það séu að sumu leyti mikil viðbiigði að fiytja úr þéttbýlinu þá finnst mér þctta ofsalega gaman. Hér hef ég nógan tíma. Mér finnst alveg frábært að þuifa ekki að láta klukkuna stjóma mér. Okkar líf var alveg eins og allra annarra á Reykjavíkursvæðinu. Á morgnana þuifti að koma krökkun- um á bamaheimili áður en við fórum til vinnu. Þegar vinnudcginum var svo lokið kom maður dauðþreyttur heim, fiýtti sér út í búð. eldaði mat- inn í hvelli og kom krökkunum i rúmið til að geta byrjað aftur á sömu rútínunni daginn eftir. Hér hef ég alltaf nógan tíma með bömunum mínum þó að þessir fáu sumamián- uðir séu náttúrlega undantekning frá því, en við bætum okkur það svo sannarlega upp á vetuma. Þá dund- um við okkur saman; lesum, föndr- um eða förum út að renna okkur í snjónum. Krakkamir eru líka á- nægðir með þetta. Amar, sem er fjórtán ára, hefur nóg að gera, hann hjálpar mér mikið. Svo er það ósjald- an sem heyrist í hinum tveim. Héðni og Kristjönu, að það sé sko miklu skemmtilegra að búa á Djúpuvík því hér geri maður svo margt sent ekki sé hægt að gera fyrir sunnan. Eg held að öll fjölskyldan hafi haft mjög gott af þessu. Ég hef færst svo miklu nær bömunum mínum. Það væri óskandi að fieiri gætu prófað þetta. Þó er einn galli á því að búa héma. Við náum ekki sjónvarpi. Það finnst mér mjög bagalegt. Við höfum verið að reyna að fá þetta lagað en ekkert hefur gengið ennþá. Við erum eina fólkið í hreppnum sem nær alls eng- um sjónvaipssendingum en i næsta firði. Reykjaifirði, er sjónvaipið mjög Iélegt. j raun finnst mér þetta vera sjálfsögð mannréttindi, sérstaklega þegar fólk býr svona afákekkt eins og við gemm. Fjölmiðlamir geta nefnilega í sumum tilfellum verið hrein öryggistæki. Svo em útvarps- sendingamar ekki alltaf nógu góðar. Stundum kemur fyrir að Ríkisút- vaipið og einhver norsk stöð beijast um völdin og þá nær maður engu samhengi. Mér væri alveg sama ef ég hefði aðra stöðina. Ég væri nefni- lega alveg til í að hlusta á Noreg af því að ég bjó þar nokkuð lengi.“ Djúpavík er mjög einangruð á vetuma. Oftast er ófært landleiðina vegna snjóa. Þá er sjóleiðin það eina sem dugir til að komast á milli. Eva segir frá vetrinum: „Það er oft fært langleiðina til okkar en hér rétt fyrir sunnan er háls sem kallaður er Veiðileysuháls- inn. Hann er yfirleitt mikill farartálmi því oftast verður hann ófær í fyrstu snjóunt. Það er þvi alveg nauðsynlegt að hafa bát ef eitthvað kemur upp á. Báturinn kom okkur oft að góðum notum í vetur, til dæmis þegar elsti 29. TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.