Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 23
Persónan Nikki Finn er ákveðin stúlka er lent hefur utangarðs í lífinu. Hún klæð- ist svörtum leðurfatnaði og er ekki ólík þeirri persónu er Madonna lék í Desperate- ly Seeking Susan. Þótt Nikki veigri sér ekki við að gera ýmsa hluti sem réttvísin sér ýmislegt athugavert við þá er hún ekki morðingi en hún ereinmitt sökuð um það og bendir allt til að svo sé. Hún fer því á stjá til að sanna sakleysi sitt. Mótleikari hennar er Griff- in Dunne sem sjálfsagt er þekktastur fyrir leik sinn í hinni ágætu mynd Martins Scorsese, After Hours. Leik- ur hann Loudon Trott, ungan, ríkan mann sem fell- ur fyrir hinni óhelluðu Nikki Finn og hjálpar henni við að finna lausn morðgátunnar. Madonna á mikið undir því hvernig tekst til. Framtíð hennar er trygg sem söng- konu en Who’s That Girl sker úr um það hvort hún á framtíð fyrir sér leikkona eða hvort hún verður enn ein rokkstjarnan með mislukk- aðan kvikmyndaferil að baki. Myndbönd DOWN AND OUT IN BEVERLY HILLS ★ ★ ★ Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalleikarar: Nick Nolte, Richard Dreyfuss og Bette Midier. Sýningartími: 99 mín. - Útgefandi: Bergvík sf. Down and out in Beverly Hills er kostuleggamanmynd sem segir frá ríkri fjölskyldu sem býr í Beverly Hills. Fjölskyldulífið er vægast sagt ekki eins og hjá venjulegu fólki. Heimilisfaðirinn er nýríkur og hefursamvisku- bit gagnvart börnum sínum. Það aftrar honum samt ekki frá því að halda við þjónustustúlkuna. Húsmóðirin telursig vera með ýmsa sálræna sjúk- dóma, dóttirin er á sífelldum flækingi, aðallega til að elta stráka, og sonurinn er hommi með kvikmyndadellu. Lif þessa fólks breytist heldur betur þegar róni einn ætlar að fremja sjálfsmorð í sundlauginni þess. Kemur í Ijós að á ferðinni er gáfaður og klókur maður sem hefur bein og óbein áhrif á alla í fjölskyldunni. Það má hafa virkilega gaman af Down and out in Beverly Hills. Húmorinn er mikill og öðruvísi en venjan er. Mætti líkja myndinni við góðan farsa og leikararnir, sem ekki eru af verri endanum, fara á kostum. TARGET ★ ★ ★ Leikstjóri: Arthur Penn. Aðalleikarar: Gene Hackman, Matt Dillon og Gayle Hunnicut. Sýningartími: 112 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Walter Lloyd virðist ósköp venjulegur byggingaverktaki í smáborg. Það heldur allavega Chris sonur hans og er lítil vinátta með feðgunum. Donna, eiginkona Walters og móðir Chris, fer í hópferð til Parísar. Allt i einu er feðgunum tilkynnt að henni hafi verið rænt. Þeir halda strax til Parísar. Þar kemst Chris fljótlega að þvi að faðir hans hafði verið einn helsti CIA- njósnarinn í Evrópu á kaldastríðsárunum og það eru margir sem vilja hann feigan. Snýst nú rnyndin upp í hættulegan eltingaleik þar sem mannslífið er lítils virði og botn fæst ekki í flókinn söguþráð fyrr en í lokin. Arthur Penn hefur gert hér ágæta spennuntynd þótt söguþráðurinn virðist stundum losaralegur. Gene Hackman er alltaf traustur og nýtur sín vel í myndunt sem þessum. Matt Dillon á aftur á móti í nokkrum erfiðleikunt með sitt hlutverk. Target er þrátt fyrir hnökra spennandi afþreying. MY BEAUTIFUL LAUNDRETTE ★ ★ ★ Leikstjóri: Stephen Frears. Aðalleikarar: Saeed Jaffrey, Roshan Seth og Danile Day Lewis. Sýningartími: 93 mín. -Útgefandi: Bergvík sf. My Beautiful Laundrette er kannski sú kvikmynd sem kom hvað mest á óvart í fyrra. Vinsældir hennar voru þónokkrar vestanhafs þótt efniviður- inn gefi ekki tilefni til þess. Fjallað er um innllytjendur í Englandi og þá sérstaklega eina fjölskyldu sem hefur arð afglæpastarfsemi. Fjölskyldan fyrirlítur Breta, að undanskildum Omarsem mikilserætlast til af i fjöl- skyldunni. Fljótt kemur þó í ljós að hann er öðruvísi en aðrir fjölskyldumeð- limir. Hann fær til rekstrar þvottahús. Sér til aðstoðar fær hann vin sinn, Johnny. Það kemur í Ijós að Omar og Johnny eru elskendur ogeru fyrrver- andi vinir Johnnys, götulýður. ósáttir við þetta og gera allt til að gera þeim lífið leitt. Fjallar myndin á opinskáan hátt um lífhomma sem eðlilegan hlut og er það óvanalegt. Einnig lýsir hún vel þeirri stéttaskiptingu sem er milli innflytjenda ogenskra. Gerir þetta myndina óvenjulega og forvitnilega. THE EMPTY BEACH ★ ★ ★ Aðalleikarar: Bryan Brown, Anna Maria Monticelli og Ray Barett. Sýningartími: 87 mín. Það er sjaldan sem ástralskar myndir valda vonbrigðum. Ástralir hafa einstaklega gott lag á að gera góðar afþreyingarmyndir. The Empty Beach erein slík, sakamálamynd sem hefur allt tii að bera ergóðar sakamálamynd- ir þurfa. Það er aðalstjarna Ástrala, Bryan Brown, sem fer með aðalhlut- verkið, einkaleynilögreglumann sem kona nokkur fær til að leita uppi eiginmann sinn er hafði horfið nokkrum árum áður en hefur nýlega sést. Cliff Hardy, en svo nefnist spæjarinn, heldurað hann hafi tekið að sér auðvelt verkefni en kemst fljótlega á aðra skoðun eftir að honum er sýnt banatilræði og kunningi hans er drepinn. Eins og í góðurn þrillerum er ekki allt sem sýnist. Bryan Brown fer sérlega vel með hlutverk spæjarans sem erekki beint James Bond týpa heldur ruddalegur, þrjóskur karakter. The Empty Beach er sakamálamynd sem hægt er að mæla með. 29. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.