Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 46
Vikan — popp A ísland er lítil eyja sem ferstækkandi á landa- kortinu sem tónleikaferðalög popphljóm- sveita miðast við. Nú hafa nokkrir aðilar komið til Islands og er þá skemmst að minnast sænsku rokksveitarinnar Europe. Núerönnur hljómsveit að koma. Hún er frá landinu við hliðina á heimalandi Europe og er orðin ein sú allra vinsælasta i dag, norska grúppan a-ha. Þeir eru þrír sem skipa þessa hljómsveit: Morten Harket, Pál Waaktaar og Magne Furuholmen. Sagan hefst í Osló fyrir nokkuð mörgum árum. Þar bjuggu tveir piltar sem kallast Pál og Mags. Þeir byrjuðu að spila í hljómsveitum þegar þeir voru smáguttar, að vísu hvor í sinni hljómsveitinni. Sú sem Pál var í kallaðist Black Days og sú sem Mags spilaði í kallaðist Black Saphire svo það var víst hægt að segja að útlitið væri nokkuð svart! Þegar piltarnir voru að verða 14 ára samein- uðust þessar sveitir í eina sem kallaðist Spider Empire. Arið 1981, þegar þeir voru að nálgast tví- tugt, gáfu þeir sjálfir út plötu sem kallaðist Bridges en það nefndist hljómsveitin þá líka. Eftir útgáfu þessarar plötu héldu þeir til Eng- trommur. Síðan skiptu þeir um hljóðfæri. Mags tók við hljómborðinu og Pál gítarnum. Pál er annars menntaður í klassískum píanó- leik og mikill unnandi norska tónskáldsins Grieg. Núna sjá Pál og Mags um að leika á öll hljóðfæri á plötum þeirra (sama hvaða nafni þau nefnast, fyrir utan sinfóníuleikinn) og Morten syngur. Nú komu þeir sér fyrir í sumarbústað sem foreldrar Páls áttu og sömdu lög, æfðu og söfnuðu peningum fyrir annarri Englandsför. Það var við þessar æfingar sem nafnið á hljómsveitinni varð til. Upphaflega var þetta nafn á lagi, a-hem, sem Morten rakst á í minnisbók Páls. Þeim fannst nafnið a-ha hljóma vel sem hljómsveitarnafn þar sem það er eins á öllum tungumálum og stutt og lag- gott. í lok ársins 1982 komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru tilbúnir fyrir nýtt áhlaup á England og 2. janúar 1983 voru þeir komnir á áfangastaðinn, London. Ekki gekk þetta of vel i byrjun. Þeir gengu á milli hljómplötufyrirtækja í leit að samningi og þegar þessi ferð virtist ætla að enda eins og sú fyrri ákváðu þeir að gera síðustu til- lands í þeim tilgangi að leggja heiminn að fótum sér. Eitthvað gekk það nú brösulega því þeir sneru aftur heim peningalausir en staðráðnari en nokkru sinni fyrr í að fara aftur og slá þá virkilega í gegn. Kvöld eitt eftir heimkomuna sátu Pál og Mags í einhverjum klúbbnum og hlustuðu á hljómsveit sem spilaði þar. Þessi sveit kallað- ist Souldier Blue. Þeir hrifust af söngnum og fóru og töluðu við söngvara sveitarinnar, Morten Harket. Sá er fæddur í Kongsberg. Hann ætlaði að verða prestur og var búinn að vera í háskólanum í eitt ár þegar hann ákvað að snúa sér að tónlistinni. Pál og Mags buðu honum í hljómsveitina og hann sam- þykkti. í upphafi spilaði Mags á gítar og Pál á raun. Þeim tókst að skrapa saman fyrir nokkrum stúdíótímum og á síðasta degi upp- tökunnar kom framkvæmdastjóri stúdíósins, John Ratcliff, til þeirra. Hann byrjaði á því að óska þeim til hamingju með gott lag og lýsti áhuga á að gerast umboðsmaður þeirra. Því boði var að sjálfsögðu tekið og byrjuðu hann og Terry Slater strax að kynna sveitina fyrir ýmsum útgefendum. Þónokkrir sýndu áhuga en besta tilboðið kom frá Warner Bros. Stuttu fyrir jólin 1983 koni út smáskífa með laginu Take on Me en ekki varð árangur þess- arar útgáfu mikill. Lagið var gefið út aftur: enn enginn árangur. Þá kom maður að nafni Jeff Ayecroft inn í málið og tilkynnti að ef lagið ætti að verða vinsælt yrði að gera við það gott myndband þar sem vinsældir laga í Umsjón: Helga Margrét ReykdaI 46 VI KAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.