Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 25
Texti: Guðmundur S. Jónasson sem áður er læknirinn Karl Simonton, sem er sérfræðingur í geisla- og krabbameinslækningum, sannfærður um að hugarástand hafi áhrif á tilurð, þróun og lækningu krabbameins. Hann hefur uppgötvað að beint sam- band er á milli hugarafstöðu sjúklings- ins, lífsvilja hans og framvindu krabbameinsins. Simonton hefur í samvinnu við samstarfsmenn sína þróað læknisaðferð sem byggist m.a. á mætti ímyndunaraflsins og jákvæðr- ar hugsunar í baráttunni við krabba- meinsfrumurnar. Sjúklingurinn sér t.d. í huga sér vígbúinn og baráttu- glaðan riddara sem berst með góðum árangri gegn „krabbameinsdrekan- um“. Sá árangur, sem náðst hefur með þessum hugaræfingum, lofar góðu og í sumum tilfellum hefur verið um algeran bata að ræða. Dáleiösla Önnur lækningaaðferð, sem færir sér í nyt mátt hugans, er dáleiðsla. Um notagildi dáleiðslu er ekki lengur deilt. Hún var hins vegar snemma á þessari öld úthrópuð sem svikabrögð og forboðin eða talin gagnslaus af hinu hefðbundna valdi læknisfræðinn- ar. í marga áratugi lokuðu vísinda- menn - kröfuhafar alls sannleikans - augunum fyrir lækningamætti dá- svefnsins og ásökuðu jafnvel sjúkling- ana um að gera sér upp bæði veikindin og lækninguna. í dag er dáleiðsla not- uð til að ráða bót á fjölmörgum sjúkdómseinkennum eins og t.d. kvíða, ofnæmi, svefnleysi, ristilbólgu, mígreni, kyndeyfð - svo nokkur dæmi séu nefnd. Þó að dáleiðsla teljist nú hentug til lækninga vita menn enn ekki hvað hún raunverulega er né hvernig hún verk- ar. Heilalínurit af manni, sem er í dái, líkist til að mynda venjulegu vökulínuriti. Þrátt fyrir þetta er hægt að fá persónu, senr hefur fallið í dá, til að gera ótrúlegustu hluti. Hún finn- ur ekki fyrir sársauka þó hún brenni sig á kertaloga, skellihlær að ímynd- aðri grínmynd, verður kófdrukkin af því að drekka vatn og fer eftir beiðni aftur í tímann og hagar sér að öllu leyti eins og ungbarn. Bandarískur kraftlyftingamaður gat t.d. ekki lyft Þetta málverk er af breska dulspekingnum og galdrameistaranum Aleister Crowley (1875-1947). Hann kom fram með heilsteypt kerfi sem byggist að hluta til á sam- spili ímyndunarafls og vilja. Aðferðafræði Crowleys er talin mjög öflug leið til vöknunar og dýpri skilnings á eðli manns og alheims. í Book of the Law, sem er höfuðrit þeirra sem aðhyllast kenningar og tækni Crowleys, má finna þrjár grundvall- arreglur: Sérhver maður og sérhver kona er stjarna. Gjörðu það sem þú vilt er lögmálið allt. Ást er lögmálið, ást undir stjórn viljans. Á íslandi njóta fræði Crowleys vaxandi fylgis og eru dæmi um einstaklinga sem iðkað hafa kerfi hans í áratugi. 29. TBL VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.