Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 47
dag tengdust vinsældum myndbandanna. Hafist var handa við gerð þessa nýja mynd- bands sem er frægast fyrir það hversu lengi það var í vinnslu og hve dýrt það var. í þetta myndband voru notaðar 6000 teikningar svo það er ekki furða þótt það hafi sett met í vinnslutíma. Þegar myndbandið var tilbúið var iagið enn gefið út og áhrif myndbandsins létu ekki á sér standa. i Bandaríkjunum fór lagið á toppinn og héldu eflaust margir að þeir væru að heyra ofheyrnir þegar þeir heyrðu að norsk hljómsveit væri kornin á toppinn i Bandaríkjunum því að þangað til var nóg að minnast á popp og Noreg til að menn færu að hlæja. Það er nú liðin tíð. Eftir að hafa komist á toppinn í Bandaríkj- unurn komust þeir i annað sætið í Bretlandi og næsti smellur þeirra. The Sun always Shines on TV, tyllti sér á toppinn þar í landi. Á eft- ir fylgdu lögin Train of Thought og Hunting High and Low, öll fjögur lögin af fyrstu breið- skífunni, Hunting High and Low. Breiðskífan sjálf fékk góða dóma og myndbandið að Take on Me sópaði að sér verðlaunum en það er sjaldan að gagnrýnendur og almenningur séu sammála um gæði ákveðins myndbands. NAFN: Morten Harket. FÆDDUR: 14. september 1959. HÆÐ: 182 cm. HÁRAL: Dökkbrúnn. AUGNL: Blár. MAKI: ? Þegar þeir voru búnir að gefa út breiðskífu með jafnmörgum smellum og Hunting High and Low bjó yfir var næsta skrefið tónleika- ferð og nú var skipulögð ferð sem náði yfir nær allan hnöttinn. Það hefur verið sagt um a-ha að engin hljómsveit geti státað af jafnglæsilegri byrjun og hún: að fyrsta breiðskífan seljist svona vel, að fyrsta lagið fari á topp allflestra vin- sældalista í heiminum og næstu lög fari mjög ofarlega. í fyrstu tónleikaferðinni, sem þeir félagar tóku þátt í, voru þeir aðalnúmerið og það var nær undantekningarlaust uppselt á tónleikana. Síðan var farið í stúdíó og ný plata tekin upp. Sú nefndist Scoundrel Days. Af henni hafa komið út þrjú lög á smáskífu, fve Been Losing You, Cry Wolf og Manhattan Sky- line. Platan sjálf fékk jafnvel betri dóma en Hunting High and Low og voru þó dómarnir uni hana ekkert slor. Nýjasta afkvæmi þeirra þremenninga er svo titillag nýjustu James Bond-myndarinnar. Það lag nefnist The Living Daylights og mun þá væntanlega verða á þriðju breiðskifu þeirra en ekki er enn vitað hvenær hún kemur út. Það hefur verið sagt að veröldin komi manni sífellt á óvart. I dæmi drengjanna í a-ha er hægt að segja þetta með vissu. Fyrir einungis þrem árurn ferðuðust þeir um eins og hverjir aðrir norskir strákar á ódýrasta farrými en í dag hafa þeir heilu þoturnar, lírn- ósínurnar og annað þess háttar fyrir sig og geta varla farið út fyrir hússins dyr vegna ágangs aðdáenda. Þrátt fyrir allt þetta segjast þeir vera þeir sörnu og fyrir þrem árum, klæð- ast gallafötum eins og þá og annað þvíumlíkt. Þeir leggja líka áherslu á að þótt þeir búi í Englandi, syngi á ensku og tali hreimlausa ensku þá séu þeir og verði alltaf Norðmenn. BREIÐSKÍFUR: Hunting High and Low. Scoundrel Days. AÐDÁENDAKLÚBBUR: a-ha Fan-Club. The Post Office. High Street. Headleey, Bordon, Hants. GU 35, ‘8 BQ England. NAFN: Pál Waaktaar. FÆDDUR: 6. september 1961. HÆÐ: 183 cm. HÁRAL: Ljós. AUGNL: Blágrænn. MAKI: Lauren Savoy. NAFN: Magne Furuholmen FÆDDUR: 1. nóvember 1962. HÆÐ: 186 cm. HÁRAL: Ljós. AUGNL: Blár. MAKI: Heidi Rydjord. * X 29. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.