Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 52
Heba Herbertsdóttir: Maður sefiir betur Heba Herbertsdóttir, sem nú haslar sér völl meðal smásagnahöfunda Vikunnar, cr óþekkt nafn í bókmenntaheimi íslendinga. Heba hefur fengist við ýmislegt um dagana, meðal annars verið húsmóðir og móðir, unn- ið við ensk-íslensku orðabókina og lagt stund á ensku við Háskólann. - Hvernig var það, Heba, byrjaðir þú strax sem krakki að skrifa? ,,Já, ég skrifaði mikið þegar ég var barn og sem unglingur ætlaði ég að verða rithöfund- ur. En einhvern veginn runnu þeir draumar út í sandinn þegar lífsbaráttan og brauðstritið náðu tangarhaldi á mér. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég tók pennann aftur fram og þá vakti ekki fyrir mér að birta það sem ég skrifaði." - Hvað getur þú sagt mér um tilurð sagn- anna? „Þegar ég' fer í göngutúr kviknar oft hug- mynd. Hún gerjast með mér þangað til ég sest niður og skrifa mig frá henni. Ég ligg sama og ekkert yfir sögunum, breyti kannski einu eða tveimur orðum eftir að þær eru komnar á blað." Hvernig tilfinning er það fyrir skúffuskáld að senda frá sér efni til birtingar. Nístir það hjartað? „Ég hafði aldrei ætlað þeim annað hlut- skipti en skúffuna. Það var síðar sem ég fór að velta fyrir mér hvort þær væru nokkurs virði. Eftir að ég ákvað að slá til og koma þeim á framfæri varð ég að breyta afstöðu minni til þeirra. Þær urðu verslunarvara frem- ur en launhelgar tilfinninganna og það var svolítið sárt. Þessi skrif hafa verið gefandi fyrir mig persónulega. Það er viss útrás sem maður fær í gegnurn skriftirnar þegar álagið ætlar að keyra fram úr hófi. Þegar slíkt hend- ir er gott að geta komið einhverju frá sér og hlotið stundarlróun og ró. Skriftirnar eru kannski min leið til að lifa af. Surnir myndu kannski fá sér einn laufléttan en ég skrifa. í sögunum er spurningin um hvor senan er raunveruleg, leikur með líf og dauða, liinn lifandi dauða. Ég hef ákafiega gaman af að velta vöngum yfir sálfræðinni og tefia saman draumi og veruleika. Allir virðast þrá að ná út fyrir eigin veruleika. Ég veitti því athygli eftir að ég kom heim frá Bretlandi að það er eins og allir bíði eftir að eitthvað spennandi gerist. Til að ná fram þessari tilfinningu og álíka spurningum, sem leita á hugann, verður að vera svolítill tviskinnungur í textanum. Það skemmtilega við að skrifa er að maður fær hugmynd og glímir við hvort úrvinnslan tekst eins og til var ætlast. í öðru lagi kitlar það hvernig ég sjálf upplifi textann þegar ég les hann yfir aftur og í þriðja lagi hvernig lesandi túlkar sögurnar. Ég er ánægð ef mér tekst að ná fram einhverjum af þessum plönum þann- ig að textinn verði ekki helber flatneskja." Hvað olli því að smásagnaformið varð fyrir valinu? „Mér finnst þetta stutta form henta mér best vegna þess að ég reyni að ná fram stemn- ingu eða ákveðnum spurningum. Það mætti ef til vill kalla sögurnar stemningslýsingar, skisspr fremur en smásögur." Ég spurði Hebu hvaða skoðanir hún hefði á hinum nafntogaða reynsluheimi kvenna og hvort hún ysi markvisst úr þeim reynslu- brunni: „Ég er ekki sérlega méðvituð um þessi mál. En hins vegar held ég að það sé rétt að konan upplifi hversdagsheiminn öðruvísi en karl- maðurinn. Það lendir til dæmis miklu oftar á konunni að gæta bús og barna og það er nú einhvern veginn þannig að konan hugsar öðruvísi um þarfir heimilisins. En smátt og smátt tinast forsendurnar út og þá verður meira jafnrétti úr þcssu. Mig langar í þessu sambandi að geta þess að það er ekki sam- bærilegt að vera kona hér á Islandi og úti í Bretlandi. Það er eins og að hverfa tvö til þrjú hundruð ár aftur í tímann að vcra kona í smáþorpi á Bretlandi. Þar er svo þröngt um mann að full þörf er á að geta hugsa.ð heim til Ijallanna og fugla háloftanna, geta fiogið í hugskoti sínu burt frá þessu andrúmslofti. Maðurinn minn er þjóðhetja í augum sam- landa sinna fyrir að hafa búið með Norður- landakonu í tiu ár. Það þykir alveg kraftaverk að hann sem Breti skuli hafa getað orðið við öllum þeim kröfum sem Norðurlandakonur gera til eiginmanna sinna. Hann fann reyndar ekkert fyrir þessum kröfum fyrr en við fiuttum út og honum var bent á þær." Hefur þú einhverjar ákveðnar meiningar um kvennabókmenntir? „Ég get alveg viðurkennt að ég les frekar bækur eftir konur heldur en karlmenn. Ekki geri ég mér þó grein fyrir af hverju það stafar. Hvort það er vegna þess að ég finn mig frekar í þvi sem konur skrifa veit ég ekki. Ég hef velt þessum málum fyrir mér í sambandi við þýðingar og þá sérstaklega i sambandi við livort karlmaður geti þýtt eftir konu án þess að textinn missi eitthvað. Ég man til dæmis eftir því úr enskunáminu að við fórum í sögu sem var þýdd af karlmanni. Ég las þýðinguna fyrst en síðan frumtextann á ensku. Það voru ákveðnir hlutir sem höfðu farið forgörðum og kona hefði sennilega þýtt öðruvísi. Konur skrifa öðruvísi en karlar og það getur verið erfitt að ná blæbrigðunum, öllum aukamerk- ingum smáatriðánna. Við getum til gamans borið saman hvernig karl og kona taka til. Meðan karlinn ryksugar gólfflötinn miðjan erum viö skríðandi út í öll horn eftir ryki." Þú ert kannski að skrifa um hornin í sög- unum þínum? „Já, ég lield það. Þú veist að þegar sólin skin inn um gluggann þá dansa og glansa smárykkorn í sólskininu. Það er kannski eitt og eitt þeirra korna sem maður er að reyna að grípa á. I lið óvænta í lífinu, það þarf ekki að vera svo óskaplega stórt eða merkilegt. Það er oft á tíðum fjarri því að vera augljóst og það sem gildir er að maður komi auga á hlutina og þeir veki mann til umhugsunar." llvað um framhaldið, ætlarðu að halda áfram að skrifa? „Hver veil? Sennilega geri ég það. Skriftun- um fylgir græðandi útrás. Þær gera kleift að vinna sig frá argaþrasi dægurlífsins og losa um togstreituna sem blundar í sálinni þannig að maður sefur betur." Viðtal: Sigríður Steinbjörnsdóttir Mynd: helgi skj. friðjónsson 52 VIKAN 29. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.