Vikan


Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 16.07.1987, Blaðsíða 19
Allir múrbrjótarnir samankomnir. Anne-Lise Youden, Monika Tamm-Buckle, Drude Dahlerup, Gunnel Brameus, Valgerður Bjarnadóttir, Inge Mærkedahl og Leila Rásánen. færi filefldra karlmanna. Þetta málmiðnaðar- fyrirtæki getur því ekki skýlt sér bak við gamaldags afsakanir ef það gengur fram hjá konu við ráðningu. Hins vegar er þessi tækni- búnaður ntjög dýr og af þeim sökunt hefur fyrirtækið tekið upp vaktavinnufyrirkomulag. Það virkar þannig að deginum er skipt í þrennt; hver starfsmaður vinnur 8 tíma í senn og skiptir um vakt vikulega. Svona fyrirkomu- lag kemur sér illa fyrir margar konur og reynslan sýnir að konur með lítil 'oörn kjósa fremur fastan vinnutíma. Við munum því leggja fram þá tillögu að hjá málmiðnaðarfyr- irtækinu verði komið á svipuðu fyrirkomulagi og hjá spítulunum en þar er konunt boðið að taka fastar vinnuvaktir." Gunnel Branieus, Sviþjóð: „Mig langar að nefna eitt af skólaverkefnunum sem við erum með í Svíþjóð. Það er unnið á viðskiptasviði í menntaskóla og aðeins stúlkurnar taka þátt í verkefninu. Það hefur sýnt sig að stúlkurnar velja ekki sömu störf og strákar eftir skólann og þær verða fremur atvinnulausar en þeir. Því látum við stúlkurnar læra tölvufræði einu sinni í viku í tvær annir. Þar læra þær allt um hvernig tölvur virka, hvað þær bjóða upp á og hvernig hægt er að nýta sér þær á ýmsan hátt. Á fyrri önn fá stúlkurnar tækifæri til að vinna við tölvur í fyrirtækjum í eina viku á þessu tímabili. Síðari önnin fer svo í að kafa dýpra ofan í viðskiptafræðileg efni. Síðan er stúlkunum fylgt eftir næstu tvö árin og athug- að hvort þær sækja í sams konar störf og áður, einfaldari skrifstofustörf, eða gera eins og strákarnir; velja starf sem krefst meira af þeim. Við hvetjum þær jafnframt til að leita sér enn rneiri menntunar í tölvufræðum því að í svo nýrri atvinnugrein er karlaveldið ekki enn orðið hefðbundið." Leila Rásánen, Finnlandi: „I Finnlandi er- um við að vinna að verkefni í grunnskólum og framhaldsskólum um stúlkur og eðlis- fræði. Ein helsta ástæðan fyrir að stúlkur velja ekki tækninám er að eðlisfræðin reynist þeim erfið í skóla. Hvað veldur þessu ástandi? Er það tregða stúlknanna eða rangar kennsluað- ferðir? Okkur grunar að námsefnið í skólum, sem kenna hefðbundin karlafög, sé sett þann- ig upp að það höfði rneira til stráka en stúlkna og því reynum við að hvetja kennara til að þróa aðrar kennsluaðferðir sem myndu henta stúlkunum betur. Ef til vill nálgast konur ákveðin námsefni á annan hátt en karlar og þá verða kennarar að átta sig á þvi og kenna samkvæmt því. Þetta á ekki bara við um kennslu í skólum heldur einnig á ýmsum starfsþjálfunarnámskeiðum.“ Anne-Lise Youden, Noregi: „Nú er verið að vinna að heildarskipulagi Stavanger fram til ársins 2000. Það er um margt frábrugðið fyrri skipulagstillögum. í fyrsta sinn stjórna konur til jafns við karla við gerð skipulagsins og þá er sérstök athugun í gangi á samband- inu milli atvinnuþátttöku kvenna og heildar- skipulagsins. Er leitast við að finna ráð til þess að auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu innan ramma skipulagsins. Meðal þess sem við höfum gert er að útbúa nokkur verkefni til þess að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðinum. Þá höfum við áætlað sókn kvenna á vinnumarkaðinn fram til ársins 2000 og með þessa þætti að leiðarljósi höfum við santið áætlun fyrir Stavanger sem miðast að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðin- um næstu 15 ár.“ Texti: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: heigi skj. friðjónsson 29. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.