Vikan


Vikan - 16.07.1987, Side 25

Vikan - 16.07.1987, Side 25
Texti: Guðmundur S. Jónasson sem áður er læknirinn Karl Simonton, sem er sérfræðingur í geisla- og krabbameinslækningum, sannfærður um að hugarástand hafi áhrif á tilurð, þróun og lækningu krabbameins. Hann hefur uppgötvað að beint sam- band er á milli hugarafstöðu sjúklings- ins, lífsvilja hans og framvindu krabbameinsins. Simonton hefur í samvinnu við samstarfsmenn sína þróað læknisaðferð sem byggist m.a. á mætti ímyndunaraflsins og jákvæðr- ar hugsunar í baráttunni við krabba- meinsfrumurnar. Sjúklingurinn sér t.d. í huga sér vígbúinn og baráttu- glaðan riddara sem berst með góðum árangri gegn „krabbameinsdrekan- um“. Sá árangur, sem náðst hefur með þessum hugaræfingum, lofar góðu og í sumum tilfellum hefur verið um algeran bata að ræða. Dáleiösla Önnur lækningaaðferð, sem færir sér í nyt mátt hugans, er dáleiðsla. Um notagildi dáleiðslu er ekki lengur deilt. Hún var hins vegar snemma á þessari öld úthrópuð sem svikabrögð og forboðin eða talin gagnslaus af hinu hefðbundna valdi læknisfræðinn- ar. í marga áratugi lokuðu vísinda- menn - kröfuhafar alls sannleikans - augunum fyrir lækningamætti dá- svefnsins og ásökuðu jafnvel sjúkling- ana um að gera sér upp bæði veikindin og lækninguna. í dag er dáleiðsla not- uð til að ráða bót á fjölmörgum sjúkdómseinkennum eins og t.d. kvíða, ofnæmi, svefnleysi, ristilbólgu, mígreni, kyndeyfð - svo nokkur dæmi séu nefnd. Þó að dáleiðsla teljist nú hentug til lækninga vita menn enn ekki hvað hún raunverulega er né hvernig hún verk- ar. Heilalínurit af manni, sem er í dái, líkist til að mynda venjulegu vökulínuriti. Þrátt fyrir þetta er hægt að fá persónu, senr hefur fallið í dá, til að gera ótrúlegustu hluti. Hún finn- ur ekki fyrir sársauka þó hún brenni sig á kertaloga, skellihlær að ímynd- aðri grínmynd, verður kófdrukkin af því að drekka vatn og fer eftir beiðni aftur í tímann og hagar sér að öllu leyti eins og ungbarn. Bandarískur kraftlyftingamaður gat t.d. ekki lyft Þetta málverk er af breska dulspekingnum og galdrameistaranum Aleister Crowley (1875-1947). Hann kom fram með heilsteypt kerfi sem byggist að hluta til á sam- spili ímyndunarafls og vilja. Aðferðafræði Crowleys er talin mjög öflug leið til vöknunar og dýpri skilnings á eðli manns og alheims. í Book of the Law, sem er höfuðrit þeirra sem aðhyllast kenningar og tækni Crowleys, má finna þrjár grundvall- arreglur: Sérhver maður og sérhver kona er stjarna. Gjörðu það sem þú vilt er lögmálið allt. Ást er lögmálið, ást undir stjórn viljans. Á íslandi njóta fræði Crowleys vaxandi fylgis og eru dæmi um einstaklinga sem iðkað hafa kerfi hans í áratugi. 29. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.