Vikan


Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 20

Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 20
Vikan — eldhús Sumarsalat Um þessar mundir, þegar góða íslenska sumargrænmetið streymir á markaðinn, er tilvalið að bjóða upp á grænmetissalat til há- degisverðar, kvöldverðar eða milli mála. Með því að bæta kjöti, fiski, skelfiski eða pasta i salatið má auka fjölbreytnina og gera salatið matarmeira. Með salati er best að drekka pilsner, vatn eða ávaxtasafa og borða nýbak- að brauð. Þetta er Ijúffengt léttmeti og síður en svo fitandi! Pastasalat 1 bolli pasta-skrúfur 1 dós túnfiskur með olíu I kínakálhöfuð (eða annað salat) 3 egg 2-3 tómatar 14 agúrka graslaukur safi úr hálfri sítrónu Sjóðið skrúfurnar samkvæmt leiðbeining- um á pakka og kælið. Hellið olíunni af túnfiskinum og geymið. Rífið kálið smátt með höndunum. Skerið egg og tómata í báta. Blandið öllu saman nema nokkrum eggja- og tómatabátum og um 2 msk. af graslauk sem notað er til skreytinga. Blandið sósu úr ol- íunni af túnfiskinum og sítrónusafa í hlut- föllunum 2 hlutar olia, 1 hluti sítrónusafi. Raðið eggja- og tómatabátum að síðustu yfir til skrauts og stráið finklipptum graslauk yfir. Rækju- og skinkusalat 1 höfuð ísbergsalat lítill blómkálshaus 100 g rækjur 100 g skinka 2 egg agúrkubiti Salatsósa I bolli majónes 14 bolli appelsínusafi 14 pressað hvítlauksrif Salatið er rifið smátt, eggin harðsoðin og söxuð og öllu blandað saman í skál. Salatsós- an er borin með. Salamí-salat 1 salathöfuð 6-8 soðnar, kaldar kartöflur 1 stór, græn paprika 1 hakkaður smálaukur 150-200 g salamí- eða hvítlaukspylsa I bolli baunaspírur Salatsósa 1 bolli majónes I 14 bolli sýrður rjómi 3-4 msk. franskt sinnep Skerið pylsuna í ræmur, rífið sala'.ið og skerið kartöflurnar i litlar sneiðar. Blandið öllu saman og síðast baunaspírunum sem er að hluta stráð yfir. Blandið sósuna og berið hana með salatinu. Umsjón: Þórey Einarsdóttir Mynd: helgi skj. friðjónsson 20 VIKAN 29. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.