Vikan - 16.07.1987, Síða 22
Vikan — kvikmyndir/IVIyndbönd
Madonna ásamt mótleikara sínum, Griffin Dunne, i Who’s
That Girl.
Madonna er tvímæla-
laust ein skærasta stjarnan á
sviði rokktónlistar í dag.
Hún er fögur og hefur heill-
andi framkomu og mynd-
bönd með lögum hennar, þar
sem hún leikur yfirleitt hlut-
verk, hafa vakið mikla
athygli og verið hrósað.
Madonna hefur leikið í
tveimur kvikmyndum, Des-
perately Seeking Susan og
Shanghai Surprise. Fyrirleik
sinn í þeirri fyrrnefndu hlaut
hún mikið lof og hlutverk,
sem átti að verða aukahlut-
verk, varð að öðru aðalhlut-
verkinu í meðförum hennar.
Shanghai Surprise var allt
annar handleggur - dýr mis-
tök, kvikmynd sem sumir
segja að hefði aldrei átt að
gera og Madonna í hlutverki
trúboða var langt frá því að
vera sannfærandi. Sjálf segir
hún um þessa reynslu sína
að handritið hafi verið
áhugavert en þegar komið
var á upptökustað virtust
fáir vita hvað gera skyldi og
frá öðrum degi varð mynd-
inni ekki við bjargað.
Hún hefur því verið varkár
við val á þriðju kvikmynd
sinni. Ekki vantaði hana til-
boðin. Mest freistandi var
titilhlutverkið í Evita en hún
og Robert Stigwood fram-
leiðandi voru ekki sammála
um í hvaða formi kvik-
myndaútgáfan ætti að vera.
Henni var boðið aðalhlut-
verkið í Blind Date en hún
hafnaði því á þeirri forsendu
að hún l’ékk ekki að vera
með í ráðum um hver yrði
mótleikari hennar. Kim
Bassinger tók því við hlut-
verkinu ogaðalhlutverki í
Siesta hafnaði hún á þeirri
forsendu að of mikið væri
um nektaratriði í myndinni.
En hún stóðst ekki freist-
inguna er henni var boðið
hlutverk Nikki Finn í Who’s
That Girl, rómantískri gam-
anmynd er gerist í New
York. Það sem meðal annars
varð til þess að hún þáði
hlutverkið var að leikstjóri
myndarinnar er James Foley
sem hefur leikstýrt sumum
af bestu myndböndum henn-
ar. Hann á að baki tvær
kvikmyndir. Recklessog At
Close Range, en í þeirri síð-
arnefndu lék annað aðal-
hlutverkið eiginmaður
M adonnu,va nd ræðagem 1 -
ingurinn Sean Penn.
22 VIK A N 29. TBL