Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 13

Vikan - 12.11.1987, Page 13
NOKKUR LÍNURIT YFIR NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNAR RÍKISMATS SJÁVARAFURÐA: mvhd n umwERri ALLT LAMDID (180 HLIS) HYMD D FLÖKUMARSALUR ALLT LAMDID (100 HÚS) HUMDRADS- HLUTI (x) HUKDRADS- HLUTI (X) Umhverfi er ábótavant hjá 63% húsanna en aðeins 6% þeirra eru talin til fyrirmyndar hvað þetta snertir. nVHD r THXJA OC rRVSTIKLETI ALLT LAND (99 HÚS) HUKDRADS- HLUTI (X) Aðeins 5% flökunarsala fullnægja öllum skilyrðum svo til fyrir- myndar sé. 36% þeirra eru í Iagi en 59% uppfylla ekki kröfúmar um hreinlæti og annan aðbúnað. HVHD K ~ 1 KAITISTOTA ALLT LAKDID (99 HÚS) TIL FVRI RHVMDAR I LACI 0 10 20 30 40 50 HUHDRADS- HLUTI (X) L Ástand tækja og frystiklefa er víða alvarlegt, en 67% þeirra em gaUaðir eða jafnvel óhæfir til matvælaframleiðslu. „Fiskvinnslustöðvar skulu ekki vera í grennd við sorp- hauga, skolpræsisop, meng- andi iðnrekstur eða aðra mengunarvalda . ..“ (Úr 5. gr. reglugerðar um búnað og hreinlæti í fiskvinnslustöðv- um. Þetta virðist ekki tekið al- varlega í ffystihúsi í Keflavík, þar sem skolpið rennur út undan húsvegg og skapar al- varlega mengunarhættu fyrir matvælin sem framleidd em í húsinu. Umhverfi frystihúsanna var aðeins í lagi hjá 31% þeirra og aðeins 6% húsanna höfðu fylgt reglugerðum þar að lútandi til fúllnustu og fengu fyrirmyndar- einkunn. Umhverfi 63% frysti- húsanna var hins vegar alvarlega ábótavant, vegna sóðaskapar og mengunarhættu. Mengunarhætta vegna úr- gangs og lélegs ástands á hol- ræsum er veruleg í 51% frysti- húsanna á meðan 36% þeirra teljast í lagi hvað þetta snertir og 13% til fyrirmyndar. 59% flökunarsala frystihús- anna reyndust gallaðir eða slæmir og aðeins 5% þeirra til fyrirmyndar. Kaffistofúr starfsfólks fengu besta útkomu úr rannsókninni þar sem 86% þeirra reyndust vera í lagi eða til fyrirmyndar. Öðru máli gegnir um salerni starfsfólksins. 60% salernanna reyndust í slæmu ástandi, gölluð Kaffistofúr starfsfólks frystihúsanna em þau salarkynni, sem flestir virðast vera sammála um að hafa til fyrirmyndar, enda þarf fólkið stundum að taka sér hvíld frá sóðaskapnum og hafa huggulegt í kringum sig á meðan það nærist. eða óhæf til notkunar á fram- leiðslustað matvæla. Að pissa á skötuna Það eru ekki mörg ár síðan skólastrákar í saltfiskverkun í Kópavogi voru oft hvattir til þess af verkstjóra sínum að pissa á skötuhrúgu sem lá í einu horni vinnslusalarins. „Munið svo að míga á skötuna, strákar," voru oft kveðjuorð þessa yflrmanns í matvælaframleiðslu þegar hann fór erinda út í bæ í vinnutíman- um. „Hún kæsist svo vel af því,“ sagði hann. Þetta sjónarmið, að bragð- bæta matvælin með hlandi, virð- ist þó horfið úr íslenskri fisk- vinnslu vegna aukinnar ffæðslu og meðvitundar um meðferð fisksins. En betur má ef duga skal. Matsmenn Ríkismats sjávar- afurða komust að því að virð- ingu starfsfólks frystihúsanna fyrir hráefninu er ennþá oft al- varlega ábótavant. Kæruleysi einstakra starfsmanna hefúr meðal annars leitt til þess að ýmsir aðskotahlutir hafa fúndið leið í fullunnar vörur, sem síðan haffia á borðum neytenda í út- löndum. Dæmi um þetta eru að sögn heimildarmanna Vikunnar æðimörg. Blaðinu er til dæmis kunnugt um að sígarettu- stubbur hafi fúndist í girnilegu fiskstykki á diski konu nokkurr- ar í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Vikunnar voru kon- unni greiddar verulegar bætur, til þess að atburðurinn kæmist ekki í hámæli, en opinber kæra og umfjöllun um málið hefði getað skaðað íslenska hagsmuni verulega. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.