Vikan


Vikan - 14.01.1988, Page 4

Vikan - 14.01.1988, Page 4
I BYRJUN VIKUNNAR „Klárt að þeir eru 1987 árgerð" Nú er orðið ljóst að Subaru bílar þeir sem lentu í flóð- unum í Drammen í Noregi og fluttir voru hingað fá skráningu hér. Vegna þessa höfðum við samband við Júl- íus Vífll Ingvarsson fram- kvæmdastjóra Ingvars Helga- sonar og spurðum hann hver yrðu viðbrögð umboðs- ins við því. „Það er fyrst að geta þess að verksmiðjurnar ytra hafa boðist til þess að senda hingað tækni- legan sérfræðing ríkinu að kostnaðarlausu til þess að að- stoða Bifreiðaeftirlitið við rann- sókn bílanna. Þetta boð hefur staðið frá 11. desember. „Bifreiðaeftirlitið hefur ekki fengið svigrúm til að taka eigin ákvarðanir í þessu máli, þær hafa verið teknar í dómsmála- ráðuneytinu af ráðherra og Birni Friðfinnssyni sem hefur viðurkennt að málið sé pólitískt og að mikill þrýstingur hafl ver- ið í því á ráðuneytið," sagði Júlíus. 1 máli Júlíusar kemur fram að það sé alveg ljóst að þeirra verk- stæði komi ekki til með að veita þessum bílum neina þjónustu því með því væru þeir að taka ábyrgð á þeim. Ennfremur hefur umboðið sent lista með verk- smiðjunúmerum þessara bíla til allra bílasala á landinu svo þeir Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helga- sonar, á skrifstofu sinni með grein Vikunnar um flóðabílana fyrir framan sig. Ljósm.: Páll Kjartansson geti upplýst kúnna sína og sagt þeim ef um flóðabíl sé að ræða. Nokkur vafi hefiir leikið á hvort skrá eigi þessa bíla sem 1987 eða 1988 árgerð en Júlíus segir klárt samkvæmt plöggum sem þeir hafi að hér sé um 1987 árgerð að ræða og ef reynt verði að selja þá sem 1988 árgerð muni þeir setja lögbann á slíkt. Vegna yfirlýsingar í Morgun- blaðinu frá innflytjendum bíl- anna um að umboðinu hefði borist bílar úr sama raðnúmera- flokki og flóðabílarnir og að þeir hefðu verið skráðir sem 1988 árgerð sagði Júlíus það ekki rétt, þeir hefðu enga bíla fengið frá Noregi, úr þessari sendingu. Ríkið skaðabótaskylt? „Við höfum ráðfært okkur við þrjá lögfræðinga vegna þessa máls og það lítur út fýrir að ríkissjóður geti átt von á því að þurfa að greiða skaðabætur vegna tjóns sem þessir bílar lenda í ef rekja má tjónið til flóðanna í Drammen þar sem að Bifreiðaeftirlitið hefur rannsak- að þessa bíla sérstaklega og sagt> þá uppfylla öryggiskröfur." Að lokum vildi Júlíus taka ffam, vegna fýrri skrifa Vikunnar um málið, að það væri rangt að innflytjendur bílanna í Noregi hefðu sagt að bílana mætti ekki setja á göturnar á Norður- löndunum utan íslands. Hið rétta er að tryggingarfélagið setti þessi skilyrði en innflytj- endurnir sögðu að bílana mætti hvergi setja á göturnar. Einnig væri rangt að yfirlýsingar um málið hefðu borist frá um- dæmisstjóra fyrir N-Evrópu. Þær tvær yfirlýsingar sem komið' hafa væru báðar frá aðalskrifstof- unni í Japan. -FRI. 4 VIKAN „Hef aldrei heyrt um ríkisábyrgð á bílum fyrr" „Þetta eru óneitanlega allsér- stæðar hugmyndir. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri að nokkr- um láti sér detta í hug að ríkið geti orðið ábyrgt fyrir tjónum sem einhver ákveðin tegund bíla get- ur lent í. Ef svo er, eru trygginga- félög náttúrlega óþörf, ekki satt?“ segir lögmaður innflytj- enda Subaru bflanna umdcildu, Sigurður H. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður. Júlíus Vífill Ingvarsson, tals- maður Subaru umboðsins, Ing- vars Helgasonar hf., segir á öðrum stað hér á síðunni að svo gæti far- ið að ríkisjóður verði gerður ábyrgur fyrir tjónum sem Subaru bílar sem lentu í flóðinu í Drammen í Noregi, eiga hugsan- lega eftir að lenda í á götum hér á landi, ef slík tjón mætti rekja til galla í bílunum, þar sem Bifreiða- eftirlit ríkisins hafi rannsakað bíl- ana og gefið grænt ljós á að þeir verði skráðir hér á landi í trássi við óskir umboðsins og framleið- anda bílanna. Júlíus Vífill segist byggja þessa umsögn sína á áliti lögfræðinga. rjraimieM Bókakaffi Að Garðastræti 17, við hlið- ina á Unuhúsi, hefúr verið opnuð bókabúð og kaffi- stofa, eða bókakaffi, og telst það til nýjunga hér. Þau sem standa að þessu eru Helga Brekkan og Einar Guð- jónsson en að sögn Helgu er einnig ætlunin að þeir sem vilja geti sýnt myndverk á kaffistof- unni og til að byrja með verða sýndar þar 20 koparstungur. Kaffistofan er með ítölsku sniði og þar er boðið upp á ex- presso kaffi. LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON fr— M . jgj Þar sem Markús Öm Antonsson er orðinn liðtækur í niðurskurði eftir mikla æfingu var hann fenginn til að sneiða tertuna þegar verslunin var opnuð. Á myndinni skammtar hann Hinrik Bjamasyni, forstöðumanni innkaupa- og markaðsdeildar Sjón- varpsins, á diskinn. Sjónvarpið opnar myndbandaverslun Ríkisútvarpið - Sjónvarp opnaði verslun á jarðhæð í húsi Sjónvarpsins að Lauga- vegi 176 fyrir skömmu. Á boðstólum em myndbönd með margt af því áhugaverð- asta sem Sjónvarpið hefur framleitt sjálft. Þar má m.a. nefna Stiklur Ómars Ragn- arssonar þar sem tveir þættir em á hverri spólu. Aldaslóð (Leiftur úr listasögu), lista- söguþætti Bjöms Th. Björns- sonar, Myndir úr jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson og Halldór Kjartansson, Þætti um Veðurfræði eftir Markús Á. Einarsson og myndaflokk- inn íslenskir myndlistar- menn. Af þeim flokki er enn sem komið er einungis einn þáttur fáanlegur og er hann um Ásgrím Jónsson málara. Tvær íslenskar kvikmyndir eru fáanlegar í versluninni, Land og synir, sem margir vilja meina að sé fýrsta íslenska „alvörukvik- myndin“, og Útlaginn, mynd Ágústar Guðmundssonar um Gísla Súrsson. Meðal annars efhis í verslun- inni má nefna ýmiss konar ffæðsluefhi sem verið hefur á dagskrá Sjónvarpsins eins og spænskukennsluþættirnir ásamt öðru ffæðsluefhi. Skrautfjöðrin í hatti verslun- arinnar hvað erlent efni snertir hljóta þó að teljast myndbönd með frægum óperum og ballett- um í uppfærslum frægustu leik- húsa heims. Þessi myndbönd eru fengin í gegnum hið þekkta fýrirtæki The National Video Corporation, en innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins hef- ur fengið söluumboð fyrir vörur þeirra hér á landi. Allar þessar spólur eru með hi-fi stereohljómi og er mjög til þeirra vandað á allan hátt. Titl- arnir sem boðið er upp á eru á fimmta tug talsins og má þar nefna óperur eins og La Bo- heme, Aida, Carmen og Ma- dame Butterfley. Af sígildum ballettum má nefna Hnetubrjót- inn, Giselle og Rómeó og Júlíu. Að síðustu má nefna kórverkin Messías eftir Hándel, Carols for Christmas og myndband um Placido Domingo. Að sögn Hinriks Bjarnasonar, forstöðumanns innkaupa- og markaðsdeildar, hafa móttökur almennings við þessari þjónustu farið fram úr björtustu vonum og strax á fyrstu starfsdögum verslunarinnar varð augljóst að mikill markaður er fýrir efni sem þetta. Ennfremur sagði hann að unnið yrði að því að auka úrval þess efnis sem á boðstólum er og jafnframt að reynt yrði að auka fjölbreytni efnisins þegar fram liðu stundir. Erfitt að sérpanta „Black Death“: „Finnst þetta óheyrilega dýrt" Eins og við höfúm greint frá í Vikunni hefur ÁTVR engan áhuga á því að taka víntegundimar Black Death vodka og snaps til sölu í verslunum sínum þótt hér sé um að ræða framleiðslu íslendings, Valgeirs Sigurðs- sonar í Luxemborg. Og það sem meira er, svo virðist sem fólki sem vill sérpanta þessar tegundir sé gert óvenju erfltt fyrir, allavega ef marka má frásögn Jónasar Sigurðsson- ar, en hann hafði samband við Vikuna í framhaldi af umfjöllun okkar og sagði farir sínar ekki sléttar í sam- skiptum við „Ríkið“. „Eg gerði sérpöntun á Black Death vodka og snaps í haust. Er ég fór niður í ÁTVR til að fylla út nauðsynlega pappíra var mér fýrst sagt að ícoma daginn eftir og ganga firá þessu en þá var það ekki tilbúið þannig að það tók mig þrjá daga að gera þessa pöntun," sagði Jónas. „Þeir biðja svo um að þetta sé sent til þeirra með skipapósti sem tekur óralangan tíma en Valgeir sendi flöskurnar með flugi enda var það ódýrara en að senda þær með skipi enda að- eins um 12 flöskur að ræða.“ Annað sem Jónas gerir at- hugasemd við er hve óheyrilega dýr honum þótti vökvinn er Jónas Sigurðsson. hann var loksins kominn til íslands... „Hver flaska kostaði um 240 krónum meir en sam- bærilegt áfengi úr ríkinu og þeg- ar ég bað um að fá að sjá sund- urliðaða reikninga fyrir sending- unni fékk ég það ekki. Mér þótti nokkuð skondin útskýringin sem einn sölustjórinn sagði mér er ég vildi fá að sjá reikningana. Hann tók til samanburðar tísku- verslun niður í bæ og sagði mér að þar fengi ég ekki heldur sundurliðaðan reikning fyrir þá vöru sem ég keypti.“ í máli Jónasar kom ennfremur fram að hann telur það grund- vallaratriði að til sé pláss fýrir ís- lendir.ga á sínum eigin markaði og hann skilur ckki þá óvild sem virðist vera innan ÁTVR í garð Valgeirs Sigurðssonar. —FRI Ánna Margrét, ungfrú tsland tók á móti gullverðlaununum fýrlr Svarta dauða ásamt Valgeiri í Brússel í þekktri vínsamkeppni í sumar. Valgeir hlaut sambærileg verðlaun í London í fyrra. VIKAN 5 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.