Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 21

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 21
Geysilega mikil- vægt að íslend- ingar keyptu loks íbúð í París segir Jóhanna Boga- dóttir sem nýlega er komin heim eftir dvöl þar í borg. Jóhanna Bogadóttir mynd- listarkona er nýkomin heim eftir tæplega þriggja mánaða dvöl í Cité des Arts, alþjóð- legri listamannamiðstöð við Signubakka í París. Varla hafði hún setið auðum höndum er Vikuna bar að stuttu fyrir heimför; tvö til þrjú lög af myndverkum þöktu alla veggi og annað eins var upprúllað I geymslu. Enda stóð sýning fyrir dyrum. „Það er nú varla hægt að kalla þetta sýningu í venjulegri merk- ingu,“ segir Jóhanna hæversk- lega, „því hún stendur aðeins einn dag. Mér bauðst að hengja upp þau málverk og teikningar sem ég hef unnið hér í einum sýningarsal hússins, svo ég not- aði tækifærið og hef nú boðið þangað vinum og kunningjum hér í París. En aðalatriðið var að vinna erlendis um tíma því það finnst mér mjög gefandi og uppörv- andi. Það á vel við mig að ferðast, en vandamálið er oftast að finna góða vinnuaðstöðu. Hér hef ég getað slegið margar flugur í einu höggi; haft vinnu- stofii, skoðað góð söfh, fylgst með sýningum, verið í nýju and- rúmslofti og fengið svolitla fjar- lægð á menningarlífð heima á íslandi. Þetta held ég sé öllu listafólki mjög nauðsynlegt. París er einn af suðupottum vestrænnar menningar og hefúr alltaf mikinn sjarma fyrir mig. Hér var ég einu sinni í námi og hingað sæki ég aftur og aftur. Það var geysilega mikilvægt skref þegar íslendingar keyptu loks íbúð í Cité des Arts, því eins og ég sagði er svo erfitt að finna hentugt vinnuhúsnæði er- lendis, nema þá eitthvað óheyri- lega dýrt, sem enginn mynd- listarmaður hefur efhi á að leigja. Þetta húsnæði er fyrst og fremst hugsað fyrir myndlistar- og tónlistarfólk með sínar sér- stöku þarfir og ég held að þessi íbúð sé sú fyrsta sem við kaup- um erlendis með slíka aðstöðu. Hér eru góð sameiginleg verk- stæði fyrir ýmiss konar myndlist og keramik, sýningarsalir og salur fyrir tónlistarflutning svo eitthvað sé nefnt. í rauninni þyrftum við að eiga tvær vinnu- stofur hérna, eina stóra og eina litla, eins og svo margar aðrar þjóðir. Aðrar eiga enn fleiri eins og Finnar sem eiga sjö og er ég reyndar í einni þeirra núna. Steinunn Marteinsdóttir kera- miklistarkona er í þeirri ís- lensku." Jóhanna hefur dálítið reynt að kynna sér listalífið í þeim lönd- um þar sem hún hefur starfað eða haldið sýningar, en þau eru auk Frakklands Skandinavía, Pól- land og Bandaríkin. „Hér í París er auðvitað mjög mikið að gerast í myndlistinni, eins og í mörgum öðrum stór- borgum, og margt ólíkt því sem á sér stað á Norðurlöndum. Sumt er gott en annað miður og oft yfirborðskennt. Hér er t.d. mjög mikið af því sem kallast „kommersíal“list, eins og auð- vitað víða annars staðar. Einnig er áberandi hve galleríin ráða miklu. Það er slæm þróun. Eig- endur galleríanna hafa völdin og hugsa þá flestir fyrst og fremst um markaðinn og hvaða lista- maður gefi mest af sér þá stund- ina. Það er eiginlega útilokað að listamaður geti tekið á leigu sal og sett upp eigin sýningu, eins og við getum heima og yfirleitt á' Norðurlöndum. Á íslandi er líka ólíkt breiðari hópur sem sækir myndlistarsýningar, fólk úr öllum stéttum sem einnig kaupir töluvert af myndverk- um.“ Hvað er svo framundan eftir dvölina hér? „Þegar heim kemur þarf ég strax að pakka niður aftur því fs- lendingafélagið í London býður mér að koma þangað með grafíksýningu í tilefhi af 1. des. hátíðahöldum. Nú, svo hlakka ég til að vera heima í rólegheit- um um jólin og hugsa minn gang. Mig er farið að langa eitthvað út á landsbyggðina með sýningu og það hefur raun- ar staðið til að undanförnu, Svo ég hugsa að ég reyni það með vorinu. Einnig eru nokkrar hug- myndir í gangi um þátttöku í sýningum erlendis, meðal ann- ars er ein þegar ákveðin hér í París - svo að öllum líkindum er ekki langt í að ég komi hingað aftur. Viðtal: Cuðrún Alfreðsdóttir Mynd: Valdís óskarsdóttir Jóhanna Bogadóttir - þyrftum að elga tvær vinnustofur héma í París. „PARIS EIN AF SUÐUPOTTUNUM VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.