Vikan


Vikan - 14.01.1988, Side 34

Vikan - 14.01.1988, Side 34
Bros hans var bros verðandi föður - upp með sér og feimnislegt um leið. „Hvar vinnurðu, Tómas?“ spurði hún í þann mund sem hellt var í glösin þeirra. „Á lítilli auglýsingastofú." Hann gáði hvaða áhrif þetta hafði á þjóninn. Varla meira en sextán ára, hugsaði Tómas með sér. „Ég varð ófrísk á viðskiptaferðalagi til Kanada," tilkynnti hún. „Ég hef ekki enn spurt þig hvað þú starfar." „Ég er landslagsarkitekt - vinn aðallega fyrir stofnanir." „Þú segir ekki! Við hvað hefúrðu unnið?“ „Verslunarmiðstöð í Mosfellssveit." „Hvað annað?" Hanna taldi brosandi upp alla viðskipt- avini sína. Hann vildi fa að vita allt um hana og dró því uppúr henni upplýsingar um námið. í íbúðinni reyndi Tómas að einbeita sér að samræðunum á meðan Hanna lá á gólfinu og gerði bakæfingar. Mjaðmahreyfingar sem hún sagði að drægju úr bakverkjum. „Virðist vera nokkuð erfitt.“ „Þetta hefúr verið auðvelt fram að þessu. Núna virðist ég á engan hátt geta iátið fara vel um mig, hvorki þegar ég sit, sef eða borða...“ Systir Tómasar hafði blásið öll út í hvert sinn sem hún varð ófrísk. Ökklar, fingur og andlit höfðu bólgnað illa. Tómasi fannst hann sjá móður þeirra, feitlagna og rauða í andliti, í systur sinni þegar hún var ófrísk. Hanna var ekki þannig. Hún var eins og leik- kona í búningi; grönn og liðug með kodda inná sér en hormónastarfsemin virtist ekki hafa haft nein óæskileg áhrif á hana. Hún reisti sig á fjóra fætur, stóð síðan upp hægt og rólega og settist við hliðina á Tóm- asi. Hann krosslagði langa fótleggi sína; Hanna lagfærði púða við bakið á sér. Þegar þau voru búin að koma sér fyrir þá brostu þau. ,Jæja,“ sagði Tómas. „Var bjórinn góður?“ „Fer vel um þig?“ „Ekki stefinumót eins og þú átt að venjast,“ sagði Hanna. „Um hvað töluð þið eiginlega?" spurði Garðar á mánudeginum. „Vinnuna," sagði Tómas. „Hún er hönnuður líka, landslags “ „Við vitum þá að hún varð ófrísk í Kan- ada.“ Tómas gretti sig. Hann hafði verið fúll út í sjálfan sig alía helgina. Af hverju hélt hann sér ekki við umræðuefnið? Fallegt land. Ferðu þangað oft? Fórstu í ökuferð til að skoða Niagara fossana? Sefúrðu ennþá hjá pabbanum? Garðar tók upp símann sem þeir notuðu saman og setti hann yfir á borð Tómasar. „Hringdu í hana og segðu að þér þyki leitt að hafa farið í baklás um leið og hún nefhdi Kanada." „Ég er meira fíflið," muldraði Tómas. „í staðinn fór ég að spyrja hana faránlegra spuminga um viðskiptavini hennar." „Hvað er númerið hennar?" Tómas setti símann aftur yfir til Garðars, en gáði fyrst hvort vaxbornir spaltar hefðu límst undir hann. „Þú mundir ekki trúa því hvað hún er al- mennileg. Það kom fyrir að ég varð gjör- samlega mállaus, en hún lét mig aldrei finna að ég væri svo mikið sem hálfgert fífl.“ „Hún er vel uppalin. Og hún hefúr mikið á þér að græða." „Ég kom við magann á henni,“ sagði Tóm- as eftir langa þögn. „Ég hélt að hann myndi vera eins og stór, mjúkur koddi, en hann var grjótharður." Garðar gerði sig mjóróma: „Ó. Barnið! Réttu mér höndina. Þarna! Fannstu hreyf- inguna?" „Þú ert helv... asni stundum," sagði Tómas. Atriðið hjá Garðari hafði þó ekki verið fjarri svo lagi. Hanna hafði kippst til þar sem hún sat við hliðina á honum og fett bakið. „Stundum sparkar hún í rifbeinin á mér,“ sagði hún. „HúnY' hafði Tómas spurt. „Hún. Hann. Ég skipti á milli.“ Þvínæst hafði Hanna spurt Tómas hvort hann vildi finna barnið. Hann hafði sett fingurna var- lega á magann á henni. Hún setti sína hönd ofan á hans og færði hana aðeins neðar á kúluna og þrýsti fast á. „Þetta er höfúðið held ég.“ Hann hafði orðið fúrðu lostin á því sem hann fann — raunverulegur líkami, höfuð. Þessi þreyfing á líkama Hönnu og barnsins hennar skapaði réttar aðstæður fyrir koss. Þau höfðu slappað af. Þegar hann bauð góða nótt þá labbaði hún með honum niður stig- ann og þau skildu með brosi þeirra sem vita hvað framundan er. „Ég hringi til hennar í kvöld," sagði hann við Garðar. Enginn svaraði klukkan níu og heldur ekki hringingum á kortérs fresti til klukkan ellefú, en þá sofnaði Tómas. Úti að versla var það fyrsta sem honum datt í hug. Stefhu- mót. Og að lokum Kanada. Hann stóðst þá freistingu að hringja um morguninn áður en hann fór í vinnuna og vonaði að Garðar myndi ekki fara að spyrja hvað hefði komið út úr símtalinu. Hann spurði. „Ég sofhaði," svaraði Tómas. „Ég reyni aft- ur í kvöld.“ Hann hringdi heim til Hönnu í hádeginu úr símaklefa í anddyrinu á vinnu- staðnum. Hún var ekki þar, sem sannferði Tómas um að hún hefði að minnsta kosti ekki skrópað í vinnunni til að jafha sig eftir erfiða nótt. Hvar vann hún annars? Hann fletti upp á gulu síðunum og leitaði undir Landslagsarkitekt, en fann bara garðyrkju- menn. Hann ætlaði að hringja afitur um kvöldið. Þegar enginn svaraði heima hjá henni, þá setti hann sér tímatakmörk: Engar símhring- ingar eftir klukkan ellefú. Samband þeirra var svo stutt á veg komið að hann ætlaði ekki að fara að gera sér erfitt fyrir bara vegna þess að hann ætlaði að biðjast afsök- unar. Klukkan hálftólf hringdi hann á spítalann. Eftir nokkra leit fannst hún. „Hvað er að?“ spurði hann þann sem svar- aði. Smellur heyrðist og önnur rödd sagði: „Upplýsingar um sjúklinga." „Hanna Valtýsdóttir," sagði hann hásum rómi. „Drengur. Fjórtán merkur." „Hvenær?" „í morgun, klukkan tíu mínútur yfir tíu.“ Tómas hringdi í Garðar. „Hættu núna,“ sagði vinur hans hiklaust. Tómas þagði. „Hættu við,“ endurtók vinur hans. „Eða hættu að spyrja mig ráða.“ Símhringingin frá Hönnu vakti hann áður en vekjaraklukkan hringdi. Honum gekk illa að sofna eftir að hann fékk fréttina; þegar það tókst að lokum þá svaf hann illa og dreymdi spítalaganga ýmist auða eða fúlla af fólki. „Tómas,“ sagði hún dálítið þvoglumælt. Ég eignaðist strák.“ „Ég veit það,“ svaraði hann áður en hon- um datt í hug að látast vera hissa. „Þú kemur inn,“ sagði Garðar. „Og þarna liggur hún, föl en fögur upp við snakahvítan koddann. Barn, agnarsmátt og hjálparvana, sýgur annað fagurlagað brjóstið. Hún lítur upp þegar hún heyrir hlaupandi fótatakið. Augu ykkar mætast...“ Og upphafstónar brúðarmars Mendelssohns heyrðust frá Garðari. Tómas var vanur að hlæja að sögum Garðars. Hann sló annars hugar í teikni- borðið sitt með blýantinum og starði út í loftið. „Gerðu mér greiða," sagði Garðar. „Drífðu þig þangað og reyndu að gera það upp við þig hvað um er að ræða." Hann varð að ganga framhjá vöggustof- unni til að komast að herberginu hennar. Þar voru aðeins tvö börn — annað grét hljóðlaust, en verið var að skipta á hinu - og hjúkrunarfræðingurinn benti á pappaklukku á veggnum sem sýndi á hvaða tíma væri hægt að skoða börnin. Tómas gat ekki séð hvort barnið væri barn Hönnu. Hann var ekki fyrr búinn að læðast inn á stofuna hennar en hann hrökklaðist út aftur: Maður í jakkafö'tum sat á stól við rúmið hennar. „Tómas," kallaði hún. „Þetta er allt í lagi.“ Maðurinn stóð upp og brosti. Hann var með hlustunarpípu í vasanum. Hann klapp- aði á dýnuna við rúmkantinn og sagði: „Gangi allt vel.“ „Sé ég þig aftur áður en ég fer?“ spurði hún. „Nei. Það verður annar læknir hér á morgun." Hann lækkaði róminn og hvíslaði einliverju í eyra hennar sem Tómas heyrði ekki og gekk síðan út og kinkaði kurteislega kolli til þeirra beggja. Hanna brosti kankvíslega. „Hann sagði að ég mætti ekki sofa hjá fýrr en ég væri búin að fara í sex-vikna skoðunina." „Ó,“ sagði Tómas. „Þakka þér fyrir að koma.“ Nú vil ég fa að heyra sannleikann, æfði hann sig í huganum. Ég verð að fá að vita alit. Það er nauðsynlegt fyrir mig að vita sannleikann. „Ég hefði átt að koma með blóm,“ sagði hann, eftir að hafa skimað í kringum sig á litlu stofúnni og séð að enginn hafði fert henni blóm. • 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.