Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 29

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 29
raviðtd sem ég hef fcirið í íi \ í (i i Wm Bji m iii Wl ■n fwmmtr ■■ ■■ ■■ ■■ Tjfi & K ífl ! Sl i fcf - » tCS !í1b» ■ Htp 1P 1 |l | ilf ififiar 1 II Fyrir um þrem árum kom Ameríkani og vildi kaupa bygginguna fyrir 3 milljónir Bandaríkjadala, rífa hana niður stein fyrir stein og flytja til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að endurreisa hana - en sem betur fer var umhverfismálaráð bæjarins algjörlega á móti þessum fyrirætlunum Kanans. skoða um tuttugu hótel áður en við sáum The Manor House Hotel í Torquay á suðurströnd- inni. Um leið og ég sá húsið vissi ég að það var þetta sem ég vildi; það tók mig ekki nema tíu mín- útur að ákveða mig. Gloríu lýst aftur á móti ekkert á þetta uppátæki mitt. Hún vill bara koma heim og standa í smá- kökubakstri og öðru jólastússi sem hún saknar. Ég talaði við hana í símann í gær og þá sagði hún einu sinni enn: ’Æ, viltu ekki hugsa málið aðeins.’ Ég þarf ekkert að hugsa málið. Þetta er það sem ég vil.“ Hvernig er þetta hægt? Eitt af því sem fólk veltir gjarnan fýrir sér þegar það heyr- ir af einhverjum sem leggur í aðrar eins ffamkvæmdir og Magnús hefur gert er: Hvernig hafa menn efni á þessu? „Ég fæ bankalán til 15 ára,“ segir Magnús og vill ekki gefa upp kaupverðið en segir að þetta sé mikil fjárfesting. „Við- talið við bankastjórann þegar ég fór til að biðja um lánið er það brjálæðislegasta sem ég hef farið í um ævina. Ég átti pantaðan tíma klukkan tvö, á eftir mér áttu sjö aðrir bókaðan viðtals- tíma á tuttugu mínútna fresti til klukkan fjögur. Fyrst þegar ég kom inn var bankastjórinn ansi þurr og þungur. Hann var lítið bjartsýnn á að mér yrði veitt jafn stórt lán og ég bað um, en rétt áður en ég fór til hans hafði ég frétt að hann væri mikill bolta- og golfáhugamaður. Ég fór að segja honum ffá hótelinu og umhverfinu, en þarna eru margir mjög góðir golfvellir sem ég kem því miður ekki til með að geta notað mikið á næst- unni,“ segir Magnús með trega- glampa í augum. „En eftir að við fórum að ræða golfið þá gjörbreyttist maðurinn og talið snerist á örskömmum tíma frá peningum yfir í golf, bolta, krikett og rugby. Áður en ég vissi hvaðan á mig stóð veðr- ið þá var hann búinn að rífa sig úr jakkanum og fór að sýna mér sveifluna hjá sér og við fórum síðan að sýna hvor öðrum hvað við gátum. Þetta endaði með því að hann sagði einkaritara sínum að aflýsa öllum viðtalstímum það sem eftir væri dagsins og ég fór ekki út frá honum fyrr en um tuttugu mínútum yfir fjögur, með góða von um að fá lánið, en lánsbeiðnin þurfti að fara fýrir nefhd í aðalbankanum og ég átti að koma aftur í viðtal. Ég hef þurft að hitta bankastjórann nokkrum sinnum og núna er hann farinn að biðja mig um að koma eftir að aðrir viðskipta- menn væru búnir í viðtalstím- um svo við hefðum nægan tíma, enda hef ég lent í því að koma ekki úr bankanum fýrr en klukk- an er langt gengin í sjö og þá höfum við verið komnir út í boltaumræðu." Fyrri eigandi viðurkenndi ekki kreditkort Magnús fékk semsagt lánslof- orð fýrir hótelkaupunum, en hótelið fær hann aftur á móti ekki afhent fýrr en í lok márs þegar skrifað verður undir kaupsamninginn. Núverandi eigandi er eldri maður sem rek- ið hefur hótelið á nokkuð sér- stakan máta; hann er lítið hrif- inn af barnfólki og tekur ekki við kreditkortum sem greiðslu á gistikostnaði. “Það var heppni að ég var með næga peninga á mér fýrir þegar við fór- um til að skoða hótelið. Þeg- ar ég dró upp kortið og ætlaði að borga með því þá sagði eig- andinn mér að hann tæki ekki við plasti, hjá honum yrði að staðgreiða. Þannig eru hans við- skiptahættir; staðgreiðir og fær þá góðan afslátt. Hann hafði t.d. keypt á einu bretti um 10.000 handklæði sem ættu að duga fýr- ir hótelið næstu fimmtíu árin, einnig nýtt teppi á allt hótelið sem hann hafði fengið á góðu verði og ég fæ með í kaupunum og get því byrjað á því að tepp- aleggja.” Fasteignaviðskipti ganga ekki á sama hátt fyrir sig í Englandi og hér. Þar er það þannig að frá þeim tíma sem tilboði er tekið og til afhendingar líða vanalega þrír mánuðir og á þeim tíma geta báðir aðilar hætt við. Magn- ús sagði að nú væri lögfræðing- ur sinn að kanna allar hliðar á þessum viðskiptum, væri t.d. að afla upplýsinga um byggingar- sögu hússins, sem er um 120 ára gamalt, þar sem fram kæmi við- haldssaga þess og breytingar, ef einhverjar hafa verið, einnig hvernig bæjaryfirvöld hafa ákveðið framtíðarskipulag svæð- isins í námunda við hótel- ið, t.d. hvort fyrirhugað væri að Ieggja hraðbraut í gegnum lóð- ina og þess háttar. Það tekur töluverðan tíma að fá allar nauð- synlegar upplýsingar og á sama tíma eru lögfræðingar seljanda að kanna væntanlegan kaup- anda. „Ég á ekki von á að nein vandkvæði komi upp,“ segir Magnús. „Þetta er allt nærri klappað og klárt." VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.