Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 31

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 31
Náttúrumeðul - allra meína bót? Áður en við byrjum að fjalla um náttúrumeðul, skulum við athuga um hvað er að ræða. Viðurkennd skil- greining er: „Náttúrumeðul eru jurta-, dýra- eða steina- hlutar, stundum blandaðir samtengdum efnasambönd- um, sem notaðir eru til að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma án tillits til þess, hvort tekist hefúr að sýna fram á lækninga- og nota- gildi samsetningarinnar með vísindalegum aðferð- ..... u um. Samkvæmt þessu myndi nátt- úrumeðal sem hlyti viðurkenn- ingu lyfjafræðinnnar og læknis- fræðinnar fyrir tilstilli vísinda- legra rannsókna ekki lengur telj- ast náttúrumeðal heldur lyf. Skyldi þetta hafa gerst? Já, svo sannarlega. Um 30% þeirra Björn Logi Björnsson læknir ^ HEILSA lyfjaefna sem íslenskir læknar nota eru upprunalega úr náttúr- unni, þar á meðal ýmis verkjalyf, sýklalyf og krabbameinslyf. Ginseng sem hér telst náttúru- meðal, er á lyfjaskrá í Sovétríkj- unum. Auðveldlega gæti það gerst að eitthvert náttúrumeðal kæmist inn á íslenska lyfjaskrá, þegar fengist hafa nægjanlegar vísindalegar sannanir um gagn- semi og skaðleysi þessa tiltekna náttúrumeðals. Til að hægt sé að mæla með lyfi, þarf það auk gagnseminnar og skaðleysis að vera án óæskilegra aukaefna og í stöðluðum skömmtum, þannig að gjöf þess sé aðgengileg og á- hrifin jafhan sambærilega hagstæð. Skoðum nú nokkur náttúrumeðul: Hörfræ Hægðaleysandi meðal. Fræ sem skyld eru hörfræjum eru notuð í hreinsaðri mynd í nokkrum sérlyfjum sem fást hér á landi m.a. gegn lyfceðli. Jógúrt og AB-mjólk Endurnýja sýklasamsetningu ristils, hafl hún raskast vegna þarmasýkinga eða sýklalyfja- meðferðar. Góður rómur er gerður að töku þessara mjólk- urafurða með sýklalyfjum, svo draga megi úr meltingatruflun- um sem inntökum þeirra geta fylgt. Lýsi og aðrar fiskolíur Meðul þessi eru nú rannsök- uð gífurlega víða um heim. Þau geta lækkað fituinnihald blóðsins, minnkað storkutil- hneigingu þess, lækkað blóð- þrýsting, aukið ónæmishæfni líkamans og minnkað bólgur. Rannsóknir hafa sýnt að fiskolía hefur dregið úr einkennum liða- gigtar. Hjá sumum dýrum hafa meðul þessi minnkað tíðni krabbameins og kransæða- þrengsla. Hjá Eskimóum á Grænlandi og hjá Japönum eru kransæðasjúkdómar tiltölulega fátíðir, en þessar þjóðir borða einmitt mikið af fiskolíu. Vís- indamenn vilja þó ekki enn mæla með neyslu lýsis eða skyldra meðala, vegna þess að enn vantar nákvæmar upplýs- ingar um gagnsemi og óæskileg- ar verkanir, einnig í hvaða magni neysla þeirra ætti að vera. Kamillute Rannsóknir hafa sýnt að með- al þetta hefur róandi áhrif. Enn vantar þó á þekkingu varðandi notagildi, heppilega skammta og á óæskilegum verkunum þess. Kvöldvorrósarolía Vissir sjálfcofnæmissjúkdóm- ar (Sjögren syndrome, systemic sclerosis, autoimmune glomer- ulonephritis) batna nokkuð við gjöf þessa meðals. Tvennum sögum fer af áhrifum þess á blóðfitu. Ýmist hefur verið sýnt fram á hagstæð, óhagstæð eða þá engin áhrif. Lýsi hefur komið betur út úr samanburðarrann- sóknum. Ginseng Meðal sem mikið hefur verið rannsakað. Notagildi þess er bundið við skammtíma hress- andi áhrif. Það bætir athygli og eykur streituþol um tíma. Á- stæða er þó til að vara við gagn- rýnislausri notkun þess, einkum m.t.t. þess að notendaupplýsing- ar eru gjarnan ófullnægjandi. Allt að tífaldur munur getur ver- ið á skömmtum þeim sem mælt er með, svo dæmi sé nefnt. Rétt er að gera hlé á töku méðalsins eftir 1—2 mánaða stöðuga inn- töku. Það er óhætt að taka það inn annað slagið í lengri tíma, sé það ekki gert daglega. Eftirtöld- um má ekki gefa meðalið: Börnum, vanfærum konum, syk- ursýkisjúklingum, hjarta- sjúklingum, asthmasjúklingum, liffasjúklingum, taugaveikluð- um sjúklingum, háþrýstisjúkl- ingum, sjúklingum í blóðþynn- ingarmeðferðum. Óæskilegar verkanir eru: Háþrýstingur, svefnleysi, brjóstastálmi, röskun á tíðarblæðingum, niðurgangur, útbrot, hjartsláttur, höfuðverk- ur. Ekki skal drekka te eða kaffi meðan meðalið er tekið inn. Lyfið er ekki lífchættulegt. Selen Selen er gott við selenskorti. Sá sjúkdómur þekkist hins vegar aðeins í Keshanhéraði í Kína. ís- len'dingar hafa sérlega gott sel- eninnihald í blóði. Varasamt getur verið að neyta selens auk- reitis, því að það vill safnast fyrir í líkamanum. Vítamínin Hörgulsjúkdómar af völdum skertrar vítamíninntöku eru tæpast þekktir hér á landi nema hjá þeim sem vannærðir eru, svo sem ofdrykkjusjúklingum. Rannsóknir á viðbótarinntöku vítamína hjá fullnærðum hafa leitt í ljós óveruleg áhrif á heilsu. Blómafræflar Þrátt fyrir ítarlega leit hefur mér ekki tekist að finna eina einustu vísindarannsókn á gagn- semi þessa meðals og mér er kunnugt um fleiri sem hafa sömu reynslu. Það segir sína sögu. Ofnæmissjúklingar ættu ekki að taka inn blómafræfla, því að frjókornsofnæmi er algengt. Að lokum Vandfundnar eru áreiðanleg- ar upplýsingar um flest önnur náttúrumeðul. Þekkingarleysi okkar á þessu sviði er átakan- legt. Leitin að virkum og jafh- framt hættulitlum meðulum er enginn dans á rósum. Margir eru svo örvæntingarfullir vegna sjúkdóma sinna og ráðaleysis læknisfræðinnar gagnvart þeim, að þeir láta sér nægja að hafa heyrt einhverja vísbendingu um gagnsemi tiltekins meðals, hversu veikar sem forsendurnar eru. Ekki ætla ég að álasa þeim. Óhjákvæmilega verða sumir fórnarlömb brostinna vona, árangurslausra fjárútláta og jafn- vel óæskilegra verkana meðal- anna. Hvet ég seljendur náttúru- meðala til að sýna ábyrgð og viðhafa sannsögli í sölumennsk- unni. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.