Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 12

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 12
\ ÚTLÖND Saudi- Arabar íingate Magnús Guömundsson skrifar Reagan lenti í kröppum dansi, þegar samstarfsmenn hans reyndu að hylma yfir vopnasöluhneykslið. Vissi erkiklerkurinn um vopnasamn- ingana við hinn „Stóra Satan“, eins og hann kallar Bandaríkin? Saudi-Arabía lék mun stærra hlutverk í hinu svokallaða Irangate hneyksli en margir hafa álitið hingað til. Meðal annars var náið samstarf á milli ísrael og Saudi-Arabíu með það fyrir augum að koma aftur á sambandi á milli Bandaríkjanna og íran. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir danska fréttamanninn Jens Nauntofte, sem kom út nú fyrir jólin. Bókin „Reagans sidste Tango“, eða Síðasti tangó Reag- ans, er afrakstur áralangra og ítarlegra rannsókna Jens Naun- tofte á samskiptum Bandaríkj- anna við Miðausturlönd. Undanfarin þrjú ár hefur Nauntoft.e, sem vinnur annars fyrir danska ríkisútvarpið, ferð- ast um ísrael og Arabalönd. Að auki dvaldi hann í eitt ár í Wash- ington við vísindarannsóknir við Georgetown háskólann. Rannsóknir hans við háskólann beindust fyrst og fremst að stefnu Bandaríkjanna í Miðaust- urlöndum. Háttsettar heimildir hjé Aröbum í bókinni vitnar Jens Naun- tofte í samtöl sín við meðal ann- arra palestínska kauphéðininn Sam Bahmieh, sem sagður er hafa einstaklega náið samband við Fahd konung Saudi-Arabíu. Bahmieh hefur líka verið náinn vinur margra annarra leiðandi manna í löndum Araba, eins og Husseins Jórdaníukonungs, Hassans konungs Marokkó og Nassers fyrrum forseta Egypta- lands. Hann kynntist Hussein Jór- daníukonungi vel er þeir voni herbergisfélagar á heimavist Victoria College háskólans í Kaíró ásamt hinuni ffæga. vopnasala Adnan Khashoggi, sem lék stórt hlutverk í íran vopnalineykslinu, og Hassan Shaker, sem hefúr verið ráðgjafi við bæði persnesku og saudi- arabísku hirðina. Vopnasala Bandaríkjanna til írans olli miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum þegar upp komst og þóttu yfirhylmanir í mörgu svipa til yfirklórs Nix- onsmanna í Watergate málinu. Enda gengur vopnasöluhneyksl- ið sjaldnast undir öðru heiti í Bandaríkjunum en Irangate. Til þessa heftir hlutverk Saudi-Araba í Irangate verið mun óljósara en aðrir þættir málsins sem hafa komið frarní dagsljósið. í bók sinni reynir Nauntofte að gera nána grein fy'rir þeim hvötum sem lágu að baki tilraunum Saudi-Araba til að koma á sambandi að nýju á milli Bandaríkjanna og íran með hjálp ísraefa. Sam Bahmieh segir að Fahd konungur af Saudi-Arabíu hafl hvatt hann þegar árið 1981 til að hafa samband við Bandaríkja- menn til að segja Ronald Reagan forseta að Saudi-Arabar kvæðust reiðubúnir til að undirrita ávís- anir upp á ótilgreindar milljónir dollara til stuðnings andkomm- únískum hreyfmgum er Banda- ríkjastjórn ætti ekki hægt um vik að veita stuðning án þess að ienda upp á kant við þingið. Greiðslurnar átti að inna af hendi ef Bandaríkjastjórn tækist að fá þingið til að samþykkja að selja hinar fúllkomu AWACS eftirlitsflugvélar til Saudi- Arabíu. Þetta tókst og Bahmieh segir að sölusamningurinn um flug- vélarnar hafl skapað grundvöll fyrir umfangsmikilli samvinnu á milli stjórnvalda í Bandaríkjun- um og Saudi-Arabíu í samvinnu sem átti eftir að leiða til vopna- sölunnar til írans, sem hafði þann tvíþætta tilgang að kaupa lausa bandaríska gísla í Líbanon og að bæta almennt samskiptin við klerkastjórnina í fran. Ein af meginástæðunum fyrir því að Saudi-Arabar vildu koma á betra sambandi á milli írana og Bandaríkjamanna er djún- stæður ótti við það ástand sem getur skapast ef öfgatrúar Shiit- ar vinna styrjöldina við írak. Þar með væru þeir komnir að landa- mærum Saudi-Arabíu með öfga- fúllt trúboð sitt. Slíkan útflutn- ing á írönsku byltingunni til annarra landa við Persaflóa ótt- ast Saudi-Arabar mest af öilu. Ef hægt væri að draga eitt- hvað úr eldmóði og heift bylt- ingarinnar við að koma á betra sambandi við írani gætu Saudi- Arabar vænst þess að fá nokkurn ffið fýrir útsendurum írana inn- an eigin landamæra, en þeim liefur oft tekist að skapa veru- lega ólgu, m.a. í Mekka á síðustu árum. ítarleg skýrsla Jens Nauntofte birtir afrit af 49 síðná skýrslu sem hann segir að hafi verið útbúin árið 1985 af vopnasalanum Adnan Khas- hoggi og lögð fýrir Falid konung í viðurvist Sam Bahmieh í Jeddalt, höfúðborg Saudi-Arabíu. Skýrslan var í raun áætlun um hvernig Bandaríkin gætu nálgast írana með því einu að selja þeim vopn og þannig myndu hófsamir milliliðir í írönsku stjórnsýslunni fá meiri álirif á prestaveldið. Skýrslan var stíluð á Robert McFarlane, sem þá var öryggis- málaráðgjafi Reagans forseta. Fyrir utan langar útlistanir í skýrslunni um innbyrðis átök í írönsku stjórninni inniheldur skýrslan ítarlega áætlun um hvernig rækta skuli sambandið við hina írönsku milliliði. í áætluninni gat að líta eftir- farandi: „Hægrisinnar í íran, sem hafa stuðning í þinginu, stjórn- sýslunni og hernum, vilja gjarn- an að sambandið við Vesturlönd verið endurnýjað." „Miðjumenn í íran, sem sækja sérstaklega stuðning í réttar- kerfið og stjórna mörgum mikilvægum byltingarstofnun- um, verða hugsanlega að lúta í lægra haldi fyrir hægrimönnun- um.“ „Vinstrimönnunum sem eru meginaflið í ríkisstjórninni og styðja öfgafúlla islamska stefnu inn á við skal útrýmt." Nauntofte segir það nokkuð merkilegt að áætlanirnar hafl verið unnar þegar í maí 1985, áður en ísraelar höfðu samband, með það fýrir augum að reyna að koma á sambandi við írani. En hvers vegna tengdust ísra- elar þessu máli? Nauntofte segir heimildir sínar fúllyrða að Fahd konungur Saudi-Arabíu hafl álit- ið að Bandaríkjamenn myndu aldrei samþykkja hugmyndirnar nema ísraelar væru með í spil- inu. Styrkur stuðningsmanna Saudi-Arabíu í Washington var ekki nærri eins mikill og fsra- ela og ef fsraelsmenn væru sam- þykkir áætlununum voru mun meiri líkur á að þær hefðu möguleika á að hljóta náð fyrir augum Jijóðaröryggisráðsins í Washington, segir Nauntofte í bók sinni. 12 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.