Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 17
'STRADAMUSAR
en hafði tekið kristna trú og Michel
var alinn upp í kaþólskri trú. Hann
reyndist afburðar námsmaður og varð
frægur fyrir læknisverk sín. Ein ástæð-
an fyrir því að honum gekk svona vel
sem lækni hefur sjálfsagt verið sú að
hann neitaði að „blæða" sjúklinga sína.
Snemma á sextándu öld var það talið
allra meina bót að taka blóð af fólki
og því veikara sem það var þeim mun
meira blóð var tekið. Eins og nærri má
geta kostaði þetta fjölda manns lífið.
Nostradamus var líka á undan sinni
samtíð á öðrum sviðum. Hann setti til
dæmis fram þá kenningu að jörðin
gengi umhverfis sólina, hundrað árum
á undan Galileó.
Spádómsgáfa hans varð lýðum ljós
árið 1555, þegar hann gaf út hina
fyrstu af tíu spádómabókum sínum.
Bækurnar báru allar nafnið „Aldir“ og
hver þeirra hafði að geyma hundrað
spádóma í bundnu máli. Nostradamus
fór ekkert dult með það hvernig hann
fór að því að sjá fram í tímann. Hann
fyllti skál af vatni, setti hana á þrífót
og starði svo oní hana, ekki ólíkt því
sem sjá má til spákvenna með kristals-
kúlur.
Öðru hvoru kom þó spádómsgáfan
yfir hann án þessara tilfæringa. Dag
nokkurn, þegar hann var að ferðast
um Ítalíu á sínum yngri árum, féll
hann að fótum munksins Felice Peretti,
sem hann mætti á götu. Munkinum og
öðrum viðstöddum til mikillar furðu
sagði hann: „Ég krýp fyrir hans heilag-
Ieika.“ Árið 1585 var munkurinn
krýndur páfi, Sixtus fimmti.
Öðru sinni var Katarína af Medici í
heimsókn hjá Nostradamusi og hreifst
hann þá mjög a-f ungum manni í
föruneyti hennar. Hann lýsti því yfir
að sá ætti eftir að verða konungur
Frakklands. Sveinninn ungi var Hinrik
af Navarre sem varð Hinrik fimmti.
Franskur aðalsmaður reyndi eitt sinn
að rugla spádómsgáfu Nostradamusar.
Hann bað hann um að segja fyrir örlög
tveggja grísa sem voru í stíu hans.
Nostradamus svaraði því til að aðals-
maðurinn myndi éta svarta grísinn og
úlfur þann hvíta. Aðalsmaðurinn lét
samstundis slátra hvíta grísnum og
hugðist snæða hann um kvöldið til að
hnekkja spádómnum. Hann bauð
Nostradamusi til matar með sér, hvað
hann þáði. En þegar steikin var borin
fram um kvöldið breyttist sigurbros
gestgjafans í furðusvip þegar honum
var tjáð að taminn ylfingur hefði stolið
kjötinu af hvíta grísinum og að það
væri sá svarti sem hér væri fram borinn.
Nostradamus sagði fyrir um eigin
dauða árið 1566. Skömmu fyrir andlát-
ið lét hann grafa ártal á málmplötu og
gaf fyrirmæli um að platan skyldi sett
í kistuna með honum. Árið 1700 var
orðstír Nostradamusar orðinn slíkur
að ákveðið var að flytja jarðneskar
leifar hans í virðulegri og meira áber-
andi gröf - fyrir þá sem komu til að
votta honum virðingu sína. Hann var
því fluttur úr þeirri gröf sem hann
hafði gist í 134 ár og þá fannst málm-
platan sem hann hafði látið grafa með
sér. Á henni var ártalið 1700.
Til að komast hjá því að vera dreg-
inn fyrir rannsóknarréttinn og sakaður
um galdra átti Nostradamus það til að
skrifa spádóma sína ruglingslega.
Hann skrifaði á mörgum tungumálum
og notaði ýmis torskilin tákn. Þetta
hefur orðið til þess að ýmsir spádómar
VIKAN 17
i